Phoenix 4 - Dallas 2 21. maí 2005 00:01 Steve Nash hefur líklega fundist hann hafa mikið að sanna þegar ljóst var að hann myndi mæta félaginu sem kaus að láta hann fara í fyrra. Hann sagði það ekki upphátt, en lét verkin tala og átti enn einn stórleikinn þegar Phoenix sló Dallas út með sigri í framlengingu í nótt, 130-126 í ótrúlegum körfuboltaleik. Nash var búinn að bera lið Phoenix á herðum sér tvo leiki í röð og munaði ekki um að gera það einu sinni enn. Hann skoraði 39 stig, átti 12 stoðsendingar og hirti 9 fráköst í sigri Phoenix í Dallas í nótt og skoraði nokkrar ótrúlegar körfur þegar leikurinn var í járnum undir lok fjórða leikhlutans og í framlengingu. Leikurinn í nótt var leikur sóknarinnar eins og allir undanfarnir leikir liðanna, sem hafa verið frábærir á að horfa. Á köflum var varnarleikur liðanna, sérstaklega Dallas-liðsins undir lok venjulegs leiktíima, hreint út sagt skelfilegur, en þegar annar eins sóknarleikur er á boðstólnum eru menn fljótir að gleyma því. Einvígi liðanna var það fyrsta í úrslitakeppninni í 19 ár, þar sem bæði lið skora yfir 100 stig í öllum leikjunum og er búið að vera sannkölluð rússíbanareið frá fyrstu mínútu. "Hann skoraði margar ótrúlegar körfur í kvöld og raunar í öllum leikjunum sem þeir unnu okkur. Ég hugsa að honum hafi á einhvern hátt fundist hann hafa harma að hefna hér í Dallas og langað að sýna okkur hverju við misstum af þegar hann fór héðan - það gerði hann svo sannarlega. Ég hef aldrei séð hann leika betur," sagði Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem er einn besti vinur Nash, síðan þeir léku saman í nokkur ár. Nowitzki skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst, en var pirraður út í dómara leiksins lengst af og eyddi miklum tíma í að öskra á þá, sem og félaga sína þegar honum þótti þeir vera að slá slöku við í varnarleiknum. Verstu útreiðina fékk Jason Terry frá Þjóðverjanum, þegar hann leyfði Nash að jafna leikinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunum án þess að fá rönd við reist. "Við höfum náð hæðum sem við höfum ekki náð lengi og þegar maður er í úrslitakeppni fær maður ekki mörg tækifæri. Þetta er hinsvegar bara önnur umferðin, svo við verðum að vera með fætur okkar á jörðinni," sagði hógvær Steve Nash eftir leikinn, en Suns hafa þó góða ástæðu til að fagna árangri sínum, því liðið hefur ekki komist í úrslit vesturdeildar síðan árið 1993, en þá fóru þeir í úrslitaleikinn við Chicago Bulls og töpuðu. Marc Cuban, eigandi Dallas var ekki á því að viðurkenna mistök sín að láta Steve Nash renna sér úr greipum í fyrra. "Ef við hefðum haldið Nash hérna, værum við með allt öðruvísi lið en núna og mér finnst liðið sem við erum með núna skemmtilegra;" sagði eigandinn. Phoenix mætir því San Antonio í úrslitum vesturdeildarinnar og fyrsti leikur liðanna er strax á sunnudagskvöld í Arizona. Það verður gerólíkt einvígi, þar sem mætast reynslumikið og vel skipulagt varnarlið og sóknarstormsveit Phoenix. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 36 stig, Dirk Nowitzki 28 stig (13 frák, 6 stoðs), Josh Howard 21 stig (14 frák), Jerry Stackhouse 19 stig, Eric Dampier 13 stig (6 frák), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 39 stig (12 stoðs, 9 frák), Shawn Marion 38 stig (16 frák), Amare Stoudemire 18 stig (6 frák), Jimmy Jackson 16 stig (7 frák), Quentin Richardson 11 stig (13 frák). NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Steve Nash hefur líklega fundist hann hafa mikið að sanna þegar ljóst var að hann myndi mæta félaginu sem kaus að láta hann fara í fyrra. Hann sagði það ekki upphátt, en lét verkin tala og átti enn einn stórleikinn þegar Phoenix sló Dallas út með sigri í framlengingu í nótt, 130-126 í ótrúlegum körfuboltaleik. Nash var búinn að bera lið Phoenix á herðum sér tvo leiki í röð og munaði ekki um að gera það einu sinni enn. Hann skoraði 39 stig, átti 12 stoðsendingar og hirti 9 fráköst í sigri Phoenix í Dallas í nótt og skoraði nokkrar ótrúlegar körfur þegar leikurinn var í járnum undir lok fjórða leikhlutans og í framlengingu. Leikurinn í nótt var leikur sóknarinnar eins og allir undanfarnir leikir liðanna, sem hafa verið frábærir á að horfa. Á köflum var varnarleikur liðanna, sérstaklega Dallas-liðsins undir lok venjulegs leiktíima, hreint út sagt skelfilegur, en þegar annar eins sóknarleikur er á boðstólnum eru menn fljótir að gleyma því. Einvígi liðanna var það fyrsta í úrslitakeppninni í 19 ár, þar sem bæði lið skora yfir 100 stig í öllum leikjunum og er búið að vera sannkölluð rússíbanareið frá fyrstu mínútu. "Hann skoraði margar ótrúlegar körfur í kvöld og raunar í öllum leikjunum sem þeir unnu okkur. Ég hugsa að honum hafi á einhvern hátt fundist hann hafa harma að hefna hér í Dallas og langað að sýna okkur hverju við misstum af þegar hann fór héðan - það gerði hann svo sannarlega. Ég hef aldrei séð hann leika betur," sagði Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem er einn besti vinur Nash, síðan þeir léku saman í nokkur ár. Nowitzki skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst, en var pirraður út í dómara leiksins lengst af og eyddi miklum tíma í að öskra á þá, sem og félaga sína þegar honum þótti þeir vera að slá slöku við í varnarleiknum. Verstu útreiðina fékk Jason Terry frá Þjóðverjanum, þegar hann leyfði Nash að jafna leikinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunum án þess að fá rönd við reist. "Við höfum náð hæðum sem við höfum ekki náð lengi og þegar maður er í úrslitakeppni fær maður ekki mörg tækifæri. Þetta er hinsvegar bara önnur umferðin, svo við verðum að vera með fætur okkar á jörðinni," sagði hógvær Steve Nash eftir leikinn, en Suns hafa þó góða ástæðu til að fagna árangri sínum, því liðið hefur ekki komist í úrslit vesturdeildar síðan árið 1993, en þá fóru þeir í úrslitaleikinn við Chicago Bulls og töpuðu. Marc Cuban, eigandi Dallas var ekki á því að viðurkenna mistök sín að láta Steve Nash renna sér úr greipum í fyrra. "Ef við hefðum haldið Nash hérna, værum við með allt öðruvísi lið en núna og mér finnst liðið sem við erum með núna skemmtilegra;" sagði eigandinn. Phoenix mætir því San Antonio í úrslitum vesturdeildarinnar og fyrsti leikur liðanna er strax á sunnudagskvöld í Arizona. Það verður gerólíkt einvígi, þar sem mætast reynslumikið og vel skipulagt varnarlið og sóknarstormsveit Phoenix. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 36 stig, Dirk Nowitzki 28 stig (13 frák, 6 stoðs), Josh Howard 21 stig (14 frák), Jerry Stackhouse 19 stig, Eric Dampier 13 stig (6 frák), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 39 stig (12 stoðs, 9 frák), Shawn Marion 38 stig (16 frák), Amare Stoudemire 18 stig (6 frák), Jimmy Jackson 16 stig (7 frák), Quentin Richardson 11 stig (13 frák).
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira