Ímynd og sparisjóður Vala Georgsdóttir skrifar 2. apríl 2008 00:01 Gluggað í tölurnar á bak við ímyndina Mikilvægt er að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfi, að sögn þeirra Ingibjargar Ástu Halldórsdóttur, forstöðukonu á markaðssviði Sparisjóðsins, og Höllu Helgadóttur, hjá auglýsingastofunni Fíton.Markaðurinn/GVA Þegar ímynd og markmið haldast í hendur getur útkoman verið árangursrík. Samkvæmt nýlegri mælingu á ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja hafa íslensku sparisjóðirnir sterka ímynd í hugum íslenskra neytenda. „Í flestum tilfellum eru ákvarðanir neytenda ómeðvitaðar,“ nefnir Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Fortuna, sem hefur séð um mælingar á ímyndarvístölu bankanna. Mælingarnar eru unnar út frá ZMET-rannsóknaraðferðinni sem Gerald Zaltmann, prófessor við Harvard Business School, er upphafsmaður að. „Rannsóknaraðferðin gengur út á að greina ómeðvitaðar hugsanir til að geta greint hvaða þættir eru raunverulega ráðandi hjá viðskiptavininum,“ bendir Hallgrímur á. Íslensku sparisjóðirnir samanstanda af þremur fjármálafyrirtækjum sem eru Sparisjóðurinn, Byr og Spron. Þegar rýnt er í niðurstöður mælinganna kemur í ljós að sparisjóðirnir virðast höfða meira til þeirra sem teljast áhættufælnir. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki leggi áherslu á fleiri þætti en hagnaðinn einan fengu sparisjóðirnir bestu umsögnina. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing höfðuðu aftur á móti betur til þeirra áhættusæknu. Þeir þóttu því standa sig betur en sparisjóðirnir þegar spurt er um þætti eins og góða ávöxtun, uppbyggingu og útrás. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki sýni viðskiptavinum tillitsemi eru það sparisjóðirnir sem eiga vinninginn í þeim flokki. Einnig þegar spurt er út í hvaða fjármálafyrirtæki bjóði „hvern sem er velkominn“ fá sparisjóðirnir flestu stigin í mælingunni. Auk þess eru sparisjóðirnir fyrsti kostur þeirra sem íhuga að skipta um banka. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðukona á markaðssviði Sparisjóðsins nefnir að „Sparisjóðurinn hafi ætíð lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð sína“. Hún vísar til þess að „Sparisjóðurinn haldi uppi víðtæku dreifineti afgreiðslustaða út um allt land,“ og bætir við að „Sparisjóðurinn taki einnig virkan þátt í mannlífinu á landsvísu.“ Auglýsingastofan Fíton hefur unnið náið með markaðssviði Sparisjóðsins á undanförnum árum. Halla Helgadóttir teiknistofustýra hjá Fíton segir að lögð hafi verið áhersla á að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfinu. En slagorð Sparisjóðsins „Sparisjóðurinn – Fyrir þig og þína,“ er dæmi um „skilaboð sem beint er til viðskiptavina á persónulegu nótunum,“ segir Ingibjörg Ásta. „Markmið Sparisjóðsins hefur einmitt verið að einbeita sér að einstaklingsþjónustu á heimamarkaði. En á sama tíma hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing verið uppteknir við að vinna nýja markaði í útlöndum,“ benda þær báðar á. Þessar ólíku áherslur stóru bankanna annarsvegar og sparisjóðanna hinsvegar endurspeglast vel í nýlegri mælingu á ímyndarvísitölunni. Sparisjóðurinn er ágætis dæmi um fjármálafyrirtæki sem hefur haft það að markmiði að veita einstaklingum fjármálaþjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Þess skilaboð virðast neytendur hafa skynjað þegar rýnt er í töfluna sem sýnir mælingar á ímyndarvísitölu bankanna þetta misserið. Héðan og þaðan Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Þegar ímynd og markmið haldast í hendur getur útkoman verið árangursrík. Samkvæmt nýlegri mælingu á ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja hafa íslensku sparisjóðirnir sterka ímynd í hugum íslenskra neytenda. „Í flestum tilfellum eru ákvarðanir neytenda ómeðvitaðar,“ nefnir Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Fortuna, sem hefur séð um mælingar á ímyndarvístölu bankanna. Mælingarnar eru unnar út frá ZMET-rannsóknaraðferðinni sem Gerald Zaltmann, prófessor við Harvard Business School, er upphafsmaður að. „Rannsóknaraðferðin gengur út á að greina ómeðvitaðar hugsanir til að geta greint hvaða þættir eru raunverulega ráðandi hjá viðskiptavininum,“ bendir Hallgrímur á. Íslensku sparisjóðirnir samanstanda af þremur fjármálafyrirtækjum sem eru Sparisjóðurinn, Byr og Spron. Þegar rýnt er í niðurstöður mælinganna kemur í ljós að sparisjóðirnir virðast höfða meira til þeirra sem teljast áhættufælnir. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki leggi áherslu á fleiri þætti en hagnaðinn einan fengu sparisjóðirnir bestu umsögnina. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing höfðuðu aftur á móti betur til þeirra áhættusæknu. Þeir þóttu því standa sig betur en sparisjóðirnir þegar spurt er um þætti eins og góða ávöxtun, uppbyggingu og útrás. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki sýni viðskiptavinum tillitsemi eru það sparisjóðirnir sem eiga vinninginn í þeim flokki. Einnig þegar spurt er út í hvaða fjármálafyrirtæki bjóði „hvern sem er velkominn“ fá sparisjóðirnir flestu stigin í mælingunni. Auk þess eru sparisjóðirnir fyrsti kostur þeirra sem íhuga að skipta um banka. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðukona á markaðssviði Sparisjóðsins nefnir að „Sparisjóðurinn hafi ætíð lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð sína“. Hún vísar til þess að „Sparisjóðurinn haldi uppi víðtæku dreifineti afgreiðslustaða út um allt land,“ og bætir við að „Sparisjóðurinn taki einnig virkan þátt í mannlífinu á landsvísu.“ Auglýsingastofan Fíton hefur unnið náið með markaðssviði Sparisjóðsins á undanförnum árum. Halla Helgadóttir teiknistofustýra hjá Fíton segir að lögð hafi verið áhersla á að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfinu. En slagorð Sparisjóðsins „Sparisjóðurinn – Fyrir þig og þína,“ er dæmi um „skilaboð sem beint er til viðskiptavina á persónulegu nótunum,“ segir Ingibjörg Ásta. „Markmið Sparisjóðsins hefur einmitt verið að einbeita sér að einstaklingsþjónustu á heimamarkaði. En á sama tíma hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing verið uppteknir við að vinna nýja markaði í útlöndum,“ benda þær báðar á. Þessar ólíku áherslur stóru bankanna annarsvegar og sparisjóðanna hinsvegar endurspeglast vel í nýlegri mælingu á ímyndarvísitölunni. Sparisjóðurinn er ágætis dæmi um fjármálafyrirtæki sem hefur haft það að markmiði að veita einstaklingum fjármálaþjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Þess skilaboð virðast neytendur hafa skynjað þegar rýnt er í töfluna sem sýnir mælingar á ímyndarvísitölu bankanna þetta misserið.
Héðan og þaðan Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira