Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Rosengård eru með með fullt hús á toppi sænsku deildarinnar eftir 7-0 sigur á Kristianstad í gær Rosengård-stelpurnar eru líka mjög áberandi á listanum yfir markahæstu konur deildarinnar.
Rosengård hefur skorað 29 mörk í fyrstu sjö umferðunum eða átján mörkum meira en næsta lið sem er Íslendingaliðið Kristianstad.
Sara Björk Gunnarsdottir hefur skorað fjögur mörk í þessum sjö leikjum og er í fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn sænsku deildarinnar sem er nú farin í HM-frí til 8. júlí.
Sara Björk er fimmta markahæsti leikmaður deildarinnar þótt að hún sé aðeins fjórði markahæsti leikmaður Rosengård.
Þær Ramona Bachmann frá Sviss (7 mörk), Anja Mittag frá Þýskalandi (6 mörk) og Marta frá Brasilíu (5 mörk) hafa skoraði meira en Sara Björk.
Sara Björk gaf sína aðra stoðsendingu í sigrinum á Kristianstad í gær og hefur alls komið að sex mörkum í sjö leikjum á tímabilinu. Það eru bara umræddir liðsfélagar hennar, Mittag (8), Bachmann (7) og Marta (7), sem hafa komið að fleiri mörkum af öllum leikmönnum deildarinnar.
