Verkfræðingurinn sem varð „Mindful“ Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Sá sem ritar þessa grein hefur lengi starfað við stjórnun á margvíslegan hátt. Stjórnun er heillandi viðfangsefni. Með réttum stjórnunaraðferðum er hægt að vinna glæsta sigra. Á sama hátt getur vanstjórnun leitt til mikils tjóns. Sumar af helstu stjórnunarkenningum síðustu áratuga eru kenndar við „vísindalega stjórnun“ (e. Scientific management). Með vísindalegri stjórnun er átt við aðferðir til að auka framleiðni fyrirtækja með því að greina verkferla og auka hagkvæmni þeirra. Vísindaleg stjórnun var bylting sem leiddi til mikilla framfara en vera má að stjórnendur og leiðtogar samtímans þurfi að tileinka sér öðruvísi nálgun. Fyrir nokkrum árum las ég áhugaverða grein eftir danskan prófessor. Prófessorinn hafði tekið saman tölfræðilegar upplýsingar um kostnaðarframúrkeyrslu í 111 stórum samgönguverkefnum á tímabilinu 1920-2000. Í ljós kom að 9 af 10 verkefnum stríddu við kostnaðarframúrkeyrslu sem er merkilegt í sjálfu sér. En áhugaverðustu tíðindin voru samt þau að á þessum 80 árum höfðu engar merkjanlegar framfarir orðið við gerð kostnaðaráætlana nema síður væri. M.ö.o. að árið 2000 var jafnvel líklegra að framlögð kostnaðaráætlun væri röng en árið 1920! Þessi niðurstaða fannst mér svo áhugaverð að ég ákvað að gera svipaða rannsókn á íslenskum verkefnum. Ég aflaði mér eftir föngum upplýsinga um stærri opinber verkefni síðustu áratugi. Niðurstaðan reyndist sú sama og hjá danska prófessornum, þ.e. um 90% þeirra fóru framúr kostnaði og framfarir við áætlanagerð ekki greinanlegar. Væntanlega eru allir sammála um að óvæntur kostnaður er óæskilegur. Höfum í huga að einhver þarf að borga vanáætlaðan kostnað hvort sem honum líkar betur eða verr. Kannski hluthafinn, eða viðskiptavinurinn eða skattgreiðandinn. Einhver þarf alltaf að borga að lokum. Mikilvægasta spurningin er vitanlega þessi; af hverju vanáætlum við kostnað í jafn ríkum mæli? Einfalda skýringin er að kenna um ófullkomnun aðferðum og þekkingarskorti. En þessi skýring stenst alls ekki þegar nánar er að gáð því þá væru kostnaðarfrávikin dreifð, þ.e. að stundum er vanáætlað og stundum ofáætlað. En það er alls ekki raunin því bæði mínar rannsóknir og danska rannsóknin benda til að vanáætlun kostnaðar sé nánast náttúrulögmál. Orsökin er þekkt í dag. Hún liggur m.a. í því hvernig hugur okkar vinnur úr upplýsingum og bregst við umhverfinu. Ekki gefst færi á að fara nánar út í þá sálma hér en látið nægja að segja að eitt mest spennandi nýja svið verkfræðinnar er að nýta hugrænar aðferðir til að bæta stjórnun og ákvörðunartöku. Hið virta tímarit Times kallar hugrænu aðferðina Mindfulness „byltingu“ í forsíðufrétt fyrir skemmstu. Mörg af merkustu fyrirtækjum okkar samtíma s.s. Google, Apple, Harvard Business School, Facebook o.fl. keppast við að lofa hina svonefndu Mindful leiðtogabyltingu (e. The Mindful Leadership Revolution). Ekkert svið hug- og félagsvísinda er rannsakað meira um þessar mundir en Mindfulness sem segir sína sögu um þær væntingar sem bundnar eru við aðferðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Sá sem ritar þessa grein hefur lengi starfað við stjórnun á margvíslegan hátt. Stjórnun er heillandi viðfangsefni. Með réttum stjórnunaraðferðum er hægt að vinna glæsta sigra. Á sama hátt getur vanstjórnun leitt til mikils tjóns. Sumar af helstu stjórnunarkenningum síðustu áratuga eru kenndar við „vísindalega stjórnun“ (e. Scientific management). Með vísindalegri stjórnun er átt við aðferðir til að auka framleiðni fyrirtækja með því að greina verkferla og auka hagkvæmni þeirra. Vísindaleg stjórnun var bylting sem leiddi til mikilla framfara en vera má að stjórnendur og leiðtogar samtímans þurfi að tileinka sér öðruvísi nálgun. Fyrir nokkrum árum las ég áhugaverða grein eftir danskan prófessor. Prófessorinn hafði tekið saman tölfræðilegar upplýsingar um kostnaðarframúrkeyrslu í 111 stórum samgönguverkefnum á tímabilinu 1920-2000. Í ljós kom að 9 af 10 verkefnum stríddu við kostnaðarframúrkeyrslu sem er merkilegt í sjálfu sér. En áhugaverðustu tíðindin voru samt þau að á þessum 80 árum höfðu engar merkjanlegar framfarir orðið við gerð kostnaðaráætlana nema síður væri. M.ö.o. að árið 2000 var jafnvel líklegra að framlögð kostnaðaráætlun væri röng en árið 1920! Þessi niðurstaða fannst mér svo áhugaverð að ég ákvað að gera svipaða rannsókn á íslenskum verkefnum. Ég aflaði mér eftir föngum upplýsinga um stærri opinber verkefni síðustu áratugi. Niðurstaðan reyndist sú sama og hjá danska prófessornum, þ.e. um 90% þeirra fóru framúr kostnaði og framfarir við áætlanagerð ekki greinanlegar. Væntanlega eru allir sammála um að óvæntur kostnaður er óæskilegur. Höfum í huga að einhver þarf að borga vanáætlaðan kostnað hvort sem honum líkar betur eða verr. Kannski hluthafinn, eða viðskiptavinurinn eða skattgreiðandinn. Einhver þarf alltaf að borga að lokum. Mikilvægasta spurningin er vitanlega þessi; af hverju vanáætlum við kostnað í jafn ríkum mæli? Einfalda skýringin er að kenna um ófullkomnun aðferðum og þekkingarskorti. En þessi skýring stenst alls ekki þegar nánar er að gáð því þá væru kostnaðarfrávikin dreifð, þ.e. að stundum er vanáætlað og stundum ofáætlað. En það er alls ekki raunin því bæði mínar rannsóknir og danska rannsóknin benda til að vanáætlun kostnaðar sé nánast náttúrulögmál. Orsökin er þekkt í dag. Hún liggur m.a. í því hvernig hugur okkar vinnur úr upplýsingum og bregst við umhverfinu. Ekki gefst færi á að fara nánar út í þá sálma hér en látið nægja að segja að eitt mest spennandi nýja svið verkfræðinnar er að nýta hugrænar aðferðir til að bæta stjórnun og ákvörðunartöku. Hið virta tímarit Times kallar hugrænu aðferðina Mindfulness „byltingu“ í forsíðufrétt fyrir skemmstu. Mörg af merkustu fyrirtækjum okkar samtíma s.s. Google, Apple, Harvard Business School, Facebook o.fl. keppast við að lofa hina svonefndu Mindful leiðtogabyltingu (e. The Mindful Leadership Revolution). Ekkert svið hug- og félagsvísinda er rannsakað meira um þessar mundir en Mindfulness sem segir sína sögu um þær væntingar sem bundnar eru við aðferðina.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun