Finnum lausn Hinrik A. Hansen skrifar 22. apríl 2015 08:45 Enn ríkir neyðarástand á spítölum landsins, þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu í nafni kjarabaráttu. Skrif mín í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag vöktu hörð viðbrögð. Það ber að þakka. Hvernig aukið er á þjáningar sjúklinga og aðstandenda í nafni kjarabaráttu getur enginn réttlætt. Enginn getur haldið því fram að lífi sjúklinga sé ekki stefnt í hættu með yfirstandandi verkföllum heilbrigðisstétta. Við sem þjóð verðum að svara því hvort við metum líf sjúklinga meira en þau réttindi sem leyfa að líf og heilsa þeirra sé notuð sem skiptimynt í kjarabaráttu. Til að benda á raunverulegt dæmi um hvernig afleiðingar verkfallsins birtast, ákvað ég að segja mína sögu í síðustu viku. Eftir að greinin birtist fékk ég loksins myndgreiningu tveimur sólarhringum síðar. Ef starfsemi spítalans hefði verið með eðlilegum hætti hefði niðurstaða myndgreiningar legið fyrir níu dögum fyrr. Hvort það hafi breytt einhverju í mínu tilviki mun aldrei verða hægt að svara. Ég gekkst undir heilauppskurð strax á mánudagsmorgun eftir að niðurstaða myndgreiningar lá loksins fyrir. Mínu bráðatilviki var forgangsraðað þannig að önnur bráðatilvik voru færð aftar, það er ömurleg tilhugsun. Viðbrögð eru einskis virði ef aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið. Það er ekki hægt að hneykslast yfir ástandinu og horfa síðan í hina áttina. Staða sjúklinga versnar með hverjum deginum og á bara eftir að versna enn frekar á meðan þetta ástand ríkir. Á næstu misserum má gera ráð fyrir að ástandið endurtaki sig þegar aðrar heilbrigðisstéttir eru neyddar í aðgerðir sem bitna munu á sjúklingum þessa lands. Hægt er að finna lausn á þessu óverjandi ástandi. Leiðin að lausninni þarf ekki að vera flóknari en við viljum. Mörgum spurningum þarf að svara til að komast að sem réttastri lausn. Mikilvægt er að forgangsraða spurningum eftir mikilvægi og svara þeim mikilvægustu, áður en svara er leitað við þeim sem á eftir koma. Fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvort við sem þjóð samþykkjum að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð. Ef svarið er NEI er næst að stöðva það ástand sem ríkir. Þegar það hefur verið gert er hægt að snúa sér að næstu spurningu. Hvernig getum við komið í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu settir í þá hörmulegu stöðu að þurfa að neita sjúklingum um aðstoð? Ég skora á alla alþingismenn okkar að stöðva þegar í stað með lögum verkfall heilbrigðisstétta. Ég skora á alþingismenn okkar að nota ekki ömurlega stöðu sjúklinga til pólitískra skylminga. Hver og einn alþingismaður verður að svara eftir sinni sannfæringu: Er það leyfilegt að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð? Ef niðurstaða Alþingis er að stöðva verkfallið, þarf í sömu samþykkt að vera loforð Alþingis um að innan ákveðinna tímamarka verði fundin leið til að tryggja það að framvegis verði kjör heilbrigðisstétta ákveðin þannig að núverandi ástand geti ekki endurtekið sig. Dæmi um slíkt er hjá öðrum starfsstéttum sem vinna fyrir hið opinbera. Allt sem þarf er viljinn. Með samtakamætti Alþingis er hægt að leysa þetta ömurlega ástand á einum degi. Alþingismenn, sýnið gott fordæmi. Við, sjúklingar þessa lands, erum í neyð. Í guðanna bænum, hjálpið okkur!Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tími fyrir sögu Hafþór Sævarsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Enn ríkir neyðarástand á spítölum landsins, þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu í nafni kjarabaráttu. Skrif mín í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag vöktu hörð viðbrögð. Það ber að þakka. Hvernig aukið er á þjáningar sjúklinga og aðstandenda í nafni kjarabaráttu getur enginn réttlætt. Enginn getur haldið því fram að lífi sjúklinga sé ekki stefnt í hættu með yfirstandandi verkföllum heilbrigðisstétta. Við sem þjóð verðum að svara því hvort við metum líf sjúklinga meira en þau réttindi sem leyfa að líf og heilsa þeirra sé notuð sem skiptimynt í kjarabaráttu. Til að benda á raunverulegt dæmi um hvernig afleiðingar verkfallsins birtast, ákvað ég að segja mína sögu í síðustu viku. Eftir að greinin birtist fékk ég loksins myndgreiningu tveimur sólarhringum síðar. Ef starfsemi spítalans hefði verið með eðlilegum hætti hefði niðurstaða myndgreiningar legið fyrir níu dögum fyrr. Hvort það hafi breytt einhverju í mínu tilviki mun aldrei verða hægt að svara. Ég gekkst undir heilauppskurð strax á mánudagsmorgun eftir að niðurstaða myndgreiningar lá loksins fyrir. Mínu bráðatilviki var forgangsraðað þannig að önnur bráðatilvik voru færð aftar, það er ömurleg tilhugsun. Viðbrögð eru einskis virði ef aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið. Það er ekki hægt að hneykslast yfir ástandinu og horfa síðan í hina áttina. Staða sjúklinga versnar með hverjum deginum og á bara eftir að versna enn frekar á meðan þetta ástand ríkir. Á næstu misserum má gera ráð fyrir að ástandið endurtaki sig þegar aðrar heilbrigðisstéttir eru neyddar í aðgerðir sem bitna munu á sjúklingum þessa lands. Hægt er að finna lausn á þessu óverjandi ástandi. Leiðin að lausninni þarf ekki að vera flóknari en við viljum. Mörgum spurningum þarf að svara til að komast að sem réttastri lausn. Mikilvægt er að forgangsraða spurningum eftir mikilvægi og svara þeim mikilvægustu, áður en svara er leitað við þeim sem á eftir koma. Fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvort við sem þjóð samþykkjum að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð. Ef svarið er NEI er næst að stöðva það ástand sem ríkir. Þegar það hefur verið gert er hægt að snúa sér að næstu spurningu. Hvernig getum við komið í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu settir í þá hörmulegu stöðu að þurfa að neita sjúklingum um aðstoð? Ég skora á alla alþingismenn okkar að stöðva þegar í stað með lögum verkfall heilbrigðisstétta. Ég skora á alþingismenn okkar að nota ekki ömurlega stöðu sjúklinga til pólitískra skylminga. Hver og einn alþingismaður verður að svara eftir sinni sannfæringu: Er það leyfilegt að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð? Ef niðurstaða Alþingis er að stöðva verkfallið, þarf í sömu samþykkt að vera loforð Alþingis um að innan ákveðinna tímamarka verði fundin leið til að tryggja það að framvegis verði kjör heilbrigðisstétta ákveðin þannig að núverandi ástand geti ekki endurtekið sig. Dæmi um slíkt er hjá öðrum starfsstéttum sem vinna fyrir hið opinbera. Allt sem þarf er viljinn. Með samtakamætti Alþingis er hægt að leysa þetta ömurlega ástand á einum degi. Alþingismenn, sýnið gott fordæmi. Við, sjúklingar þessa lands, erum í neyð. Í guðanna bænum, hjálpið okkur!Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun