Hjónabandið, frelsið og þjóðkirkjan Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 22. maí 2015 07:00 Í Fréttablaðinu 14. maí sl. er frétt um samþykkta tillögu kirkjuþings unga fólksins um „að reglur þær sem nú eru í gildi um samviskufrelsi presta sem heimila prestum að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar verði afnumdar“ eins og segir í tillögunum. Fram kemur í fréttinni að biskup hafi ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Staðreyndin er sú að ég var aldrei spurð og vissi ekki af fréttinni fyrr en ég las hana í Fréttablaðinu. Hið stutta svar hefði verið að ég teldi þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og ég og yfir 90% presta innan þjóðkirkjunnar værum tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa.Kirkjuþing og löggjafinn Umræðan um hjónaband fólks af sama kyni var til umfjöllunar fyrir nokkrum árum í kirkju okkar. Málið var rætt víða innan kirkjunnar út frá guðfræðilegum forsendum og var á grundvelli þeirrar umræðu samþykkt á kirkjuþingi árið 2007 að ef lögum um staðfesta samvist yrði breytt þannig að trúfélög fengju heimild til að staðfesta samvist þá styddi Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing lagði í samþykkt sinni áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt. Ég ætla ekki að rifja upp þá umræðu en vek athygli á að þegar árið 1999 setti biskup form fyrir blessun og fyrirbæn yfir staðfesta samvist. Eftir breytingu á hjúskaparlögunum árið 2010 var sett nýtt form fyrir hjónavígslu í samræmi við hið nýja ákvæði um hjónaband fólks af sama kyni. Umfjöllun um samviskufrelsi presta varðandi hjónavígslu samkynhneigðra, þ.e. hvort prestar hefðu leyfi til að verða ekki við beiðni samkynhneigðra para um hjónavígslu fór einnig fram fyrir nokkrum árum. Í greinargerð með frumvarpi um breytingar á hjúskaparlögunum, sem lagt var fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009-2010 er í 6. kaflanum fjallað um ýmis álitaefni. Þar stendur varðandi skyldu eða heimild til að vígja: „Árétta ber að spurningar um vígsluheimild og vígsluskyldu snerta fyrst og fremst einstaka vígslumenn. Með hliðsjón af stöðu þjóðkirkjunnar á Íslandi þykir mega stefna að því að allir muni geta notið kirkjulegrar vígslu innan þjóðkirkjunnar ef annað eða bæði hjónaefna tilheyra þjóðkirkjunni þó að hver og einn eigi ekki rétt á vígslu af hálfu tiltekins vígslumanns.“ Eftir síðustu breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fólki af sama kyni er veittur réttur til að ganga í hjónaband hefur Þjóðkirkjan ávallt litið svo á að réttur samkynhneigðra til kirkjulegrar hjónavígslu væri tryggður þó friðhelgi prests til að fara eftir samvisku sinni væri ekki fyrir borð borinn.Engar reglur til Í áðurnefndri greinargerð með frumvarpinu um breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fjallað er um ýmis álitaefni stendur einnig að „samkvæmt 1. mgr. 22. gr. hjúskaparlaga eiga hjónaefni ótvíræðan rétt á að stofna til hjúskapar fyrir borgaralegum vígslumanni hvort sem þau eiga kröfu á kirkjulegri hjónavígslu eða ekki. Á kirkjulegum vígslumönnum hvílir ekki sams konar skylda. Í 16. og 17. gr. laganna er fjallað um vígsluheimild presta og forstöðumanna skráðra trúfélaga og skv. 2. mgr. 22. gr. laganna getur ráðuneytið, að fengnum tillögum biskups, sett reglur um hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og nánari reglur um hvenær þeim sé þetta heimilt. Ákvæði þetta er óbreytt frá setningu eldri laga en ráðuneytið hefur ekki nýtt lagaheimildina til að setja umræddar reglur“. Af ástæðum sem mér eru ekki kunnar hefur ráðuneytið ekki kallað eftir tillögum biskups og ekki sett þessar reglur. Ef til vill er ástæðan sú að ekki hefur verið talin þörf á því. Samþykkt kirkjuþings unga fólksins verður send til kirkjuráðs til umfjöllunar og meðferðar eins og starfsreglur gera ráð fyrir. Tillöguna má sjá hér: http://kirkjuthing.is/kerfi//skraarsofn/kirkjuthing/2015/05/mal06.pdfAthugas. ritstj.Að gefnu tilefni skal tekið fram að við vinnslu fréttarinnar sem biskup vísar til í grein sinni og birtist á forsíðu Fréttablaðsins 14. maí síðastliðinn hafði blaðamaður samband við Biskupsstofu og leitaðist eftir því að fá viðbrögð biskups. Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri upplýsingamála kirkjunnar og fjölmiðlafulltrúi, svaraði því til að biskup vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 14. maí sl. er frétt um samþykkta tillögu kirkjuþings unga fólksins um „að reglur þær sem nú eru í gildi um samviskufrelsi presta sem heimila prestum að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar verði afnumdar“ eins og segir í tillögunum. Fram kemur í fréttinni að biskup hafi ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Staðreyndin er sú að ég var aldrei spurð og vissi ekki af fréttinni fyrr en ég las hana í Fréttablaðinu. Hið stutta svar hefði verið að ég teldi þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og ég og yfir 90% presta innan þjóðkirkjunnar værum tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa.Kirkjuþing og löggjafinn Umræðan um hjónaband fólks af sama kyni var til umfjöllunar fyrir nokkrum árum í kirkju okkar. Málið var rætt víða innan kirkjunnar út frá guðfræðilegum forsendum og var á grundvelli þeirrar umræðu samþykkt á kirkjuþingi árið 2007 að ef lögum um staðfesta samvist yrði breytt þannig að trúfélög fengju heimild til að staðfesta samvist þá styddi Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing lagði í samþykkt sinni áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt. Ég ætla ekki að rifja upp þá umræðu en vek athygli á að þegar árið 1999 setti biskup form fyrir blessun og fyrirbæn yfir staðfesta samvist. Eftir breytingu á hjúskaparlögunum árið 2010 var sett nýtt form fyrir hjónavígslu í samræmi við hið nýja ákvæði um hjónaband fólks af sama kyni. Umfjöllun um samviskufrelsi presta varðandi hjónavígslu samkynhneigðra, þ.e. hvort prestar hefðu leyfi til að verða ekki við beiðni samkynhneigðra para um hjónavígslu fór einnig fram fyrir nokkrum árum. Í greinargerð með frumvarpi um breytingar á hjúskaparlögunum, sem lagt var fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009-2010 er í 6. kaflanum fjallað um ýmis álitaefni. Þar stendur varðandi skyldu eða heimild til að vígja: „Árétta ber að spurningar um vígsluheimild og vígsluskyldu snerta fyrst og fremst einstaka vígslumenn. Með hliðsjón af stöðu þjóðkirkjunnar á Íslandi þykir mega stefna að því að allir muni geta notið kirkjulegrar vígslu innan þjóðkirkjunnar ef annað eða bæði hjónaefna tilheyra þjóðkirkjunni þó að hver og einn eigi ekki rétt á vígslu af hálfu tiltekins vígslumanns.“ Eftir síðustu breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fólki af sama kyni er veittur réttur til að ganga í hjónaband hefur Þjóðkirkjan ávallt litið svo á að réttur samkynhneigðra til kirkjulegrar hjónavígslu væri tryggður þó friðhelgi prests til að fara eftir samvisku sinni væri ekki fyrir borð borinn.Engar reglur til Í áðurnefndri greinargerð með frumvarpinu um breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fjallað er um ýmis álitaefni stendur einnig að „samkvæmt 1. mgr. 22. gr. hjúskaparlaga eiga hjónaefni ótvíræðan rétt á að stofna til hjúskapar fyrir borgaralegum vígslumanni hvort sem þau eiga kröfu á kirkjulegri hjónavígslu eða ekki. Á kirkjulegum vígslumönnum hvílir ekki sams konar skylda. Í 16. og 17. gr. laganna er fjallað um vígsluheimild presta og forstöðumanna skráðra trúfélaga og skv. 2. mgr. 22. gr. laganna getur ráðuneytið, að fengnum tillögum biskups, sett reglur um hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og nánari reglur um hvenær þeim sé þetta heimilt. Ákvæði þetta er óbreytt frá setningu eldri laga en ráðuneytið hefur ekki nýtt lagaheimildina til að setja umræddar reglur“. Af ástæðum sem mér eru ekki kunnar hefur ráðuneytið ekki kallað eftir tillögum biskups og ekki sett þessar reglur. Ef til vill er ástæðan sú að ekki hefur verið talin þörf á því. Samþykkt kirkjuþings unga fólksins verður send til kirkjuráðs til umfjöllunar og meðferðar eins og starfsreglur gera ráð fyrir. Tillöguna má sjá hér: http://kirkjuthing.is/kerfi//skraarsofn/kirkjuthing/2015/05/mal06.pdfAthugas. ritstj.Að gefnu tilefni skal tekið fram að við vinnslu fréttarinnar sem biskup vísar til í grein sinni og birtist á forsíðu Fréttablaðsins 14. maí síðastliðinn hafði blaðamaður samband við Biskupsstofu og leitaðist eftir því að fá viðbrögð biskups. Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri upplýsingamála kirkjunnar og fjölmiðlafulltrúi, svaraði því til að biskup vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar