Hagsmunum ógnað? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 14. júní 2016 06:00 Alþingi var kallað saman fyrir helgi til að setja lög á kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia. Það er auðvitað óþolandi að stjórnvöld gangi með þessum hætti þvert gegn rétti launafólks til að semja beint við sína viðsemjendur um kaup og kjör. BSRB hefur mótmælt þessum vinnubrögðum harðlega. Bandalagið telur að heppilegra hefði verið að gefa deiluaðilum svigrúm til að ná samningum án hótana eða tímamarka. Verkfallsrétturinn er varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu en stjórnvöld telja að yfirvinnubann flugumferðarstjóra hafi ógnað almannahagsmunum, sem vegi þyngra. Það er einkennilegt ef ástandið er orðið þannig að vinni flugumferðarstjórar ekki yfirvinnu sé almannahagsmunum stefnt í voða. Það er auðvitað grafalvarlegt, telji stjórnvöld að það sé staðan. Þá hlýtur næsta skrefið í þeirra viðleitni til að tryggja almannahagsmuni að vera að komast að því hverjir bera ábyrgð á því að ástandið er orðið svona og bæta úr því hið snarasta. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að stjórnvöld grípi til þess óyndisráðs að setja lög á þessa kjaradeilu, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um víðtæka sátt á vinnumarkaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á kjörtímabilinu hafa verið sett lög á skipverja um borð í Herjólfi, flugmenn, BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Og nú er röðin komin að flugumferðarstjórum. Harðnandi kjaradeilur og fjöldi lagasetninga á undanförnum árum sýna að það er full ástæða til að endurskoða kerfið frá grunni. SALEK-hópurinn hefur meðal annars unnið að breytingu á kjarasamningslíkaninu með það að markmiði að færa það nær því besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Enginn veit enn hvað kemur út úr þeirri vinnu. Við vitum ekki hvort niðurstaðan verður ásættanleg fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB, önnur samtök launafólks eða viðsemjendur okkar. En við hljótum öll að sjá að núverandi ástand er ekki ásættanlegt. Við verðum að leggja okkur fram við að koma með nýja sýn og nýja aðferðafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Alþingi var kallað saman fyrir helgi til að setja lög á kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia. Það er auðvitað óþolandi að stjórnvöld gangi með þessum hætti þvert gegn rétti launafólks til að semja beint við sína viðsemjendur um kaup og kjör. BSRB hefur mótmælt þessum vinnubrögðum harðlega. Bandalagið telur að heppilegra hefði verið að gefa deiluaðilum svigrúm til að ná samningum án hótana eða tímamarka. Verkfallsrétturinn er varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu en stjórnvöld telja að yfirvinnubann flugumferðarstjóra hafi ógnað almannahagsmunum, sem vegi þyngra. Það er einkennilegt ef ástandið er orðið þannig að vinni flugumferðarstjórar ekki yfirvinnu sé almannahagsmunum stefnt í voða. Það er auðvitað grafalvarlegt, telji stjórnvöld að það sé staðan. Þá hlýtur næsta skrefið í þeirra viðleitni til að tryggja almannahagsmuni að vera að komast að því hverjir bera ábyrgð á því að ástandið er orðið svona og bæta úr því hið snarasta. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að stjórnvöld grípi til þess óyndisráðs að setja lög á þessa kjaradeilu, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um víðtæka sátt á vinnumarkaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á kjörtímabilinu hafa verið sett lög á skipverja um borð í Herjólfi, flugmenn, BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Og nú er röðin komin að flugumferðarstjórum. Harðnandi kjaradeilur og fjöldi lagasetninga á undanförnum árum sýna að það er full ástæða til að endurskoða kerfið frá grunni. SALEK-hópurinn hefur meðal annars unnið að breytingu á kjarasamningslíkaninu með það að markmiði að færa það nær því besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Enginn veit enn hvað kemur út úr þeirri vinnu. Við vitum ekki hvort niðurstaðan verður ásættanleg fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB, önnur samtök launafólks eða viðsemjendur okkar. En við hljótum öll að sjá að núverandi ástand er ekki ásættanlegt. Við verðum að leggja okkur fram við að koma með nýja sýn og nýja aðferðafræði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun