Ungt fólk skilið eftir Logi Einarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Aðstæður og tækifæri ungs fólks og þeirra sem ekki eiga húsnæði eru alltof þröng. Ef fólk er yfirhöfuð svo heppið að finna leiguíbúð er verðið oft of mikil fyrirstaða. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi, hefur hækkað um nærri 70% frá árinu 2011. Margir geta því hvorki keypt né leigt. Ástandið á leigumarkaði hefur alvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að leigjendur eru mun líklegri til að eiga í fjárhagsvandræðum og börn leigjenda eru líklegri en önnur til að búa við fátækt og skort. Svar síðustu ríkisstjórnar var svokölluð leiðrétting sem færði ríkasta fólki landsins tugi milljarða og keyrði upp fasteignaverð. Aðgerðin var svo illa heppnuð að skýrsla um hvernig til tókst var falin fyrir kosningar. Viðkvæmustu hóparnir voru skildir eftir og njóta ekki uppgangsins. Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015. Þá var samið um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Að byggðar yrðu 2.300 íbúðir fyrir árið 2019. Það er algjört lágmark að stjórnvöld tryggi að þær fyrirætlanir verði að veruleika. Þó þarf að gera meira til að búa hér til heilbrigðan húsnæðismarkað. Samfylkingin hefur lengi talað fyrir og lagt fram mál um að útleiga einnar íbúðar til lengri tíma, í eigu einstaklinga verði skattfrjáls. Það er skilvirk leið til að auka framboð á leiguíbúðum, ná íbúðum aftur úr ferðamannaleigu og á almennan markað. Samfylkingin talaði í aðdraganda kosninga fyrir því að fyrstu kaupendur og leigjendur gætu fengið vaxtabætur greiddar út fyrir fram, til 5 ára. Slíkt hefði tryggt fólki í sambúð þrjár milljónir í útborgun og komið því í öruggt húsnæði. Þessar hugmyndir og tekju- og eignatengdur stuðningur til ungs fólk verða að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála. Fátæktargildran sem ungt fólk á leigumarkaði festist í ef foreldrar geta ekki styrkt þau til húsnæðiskaupa er ein birtingarmynd aukinnar misskiptingar. Við henni þarf að bregðast. Því miður er ekkert minnst á þessar aðstæður ungs fólks í stjórnarsáttmálanum og orðið húsnæðismál kemur ekki einu sinni fyrir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Logi Einarsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Aðstæður og tækifæri ungs fólks og þeirra sem ekki eiga húsnæði eru alltof þröng. Ef fólk er yfirhöfuð svo heppið að finna leiguíbúð er verðið oft of mikil fyrirstaða. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi, hefur hækkað um nærri 70% frá árinu 2011. Margir geta því hvorki keypt né leigt. Ástandið á leigumarkaði hefur alvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að leigjendur eru mun líklegri til að eiga í fjárhagsvandræðum og börn leigjenda eru líklegri en önnur til að búa við fátækt og skort. Svar síðustu ríkisstjórnar var svokölluð leiðrétting sem færði ríkasta fólki landsins tugi milljarða og keyrði upp fasteignaverð. Aðgerðin var svo illa heppnuð að skýrsla um hvernig til tókst var falin fyrir kosningar. Viðkvæmustu hóparnir voru skildir eftir og njóta ekki uppgangsins. Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015. Þá var samið um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Að byggðar yrðu 2.300 íbúðir fyrir árið 2019. Það er algjört lágmark að stjórnvöld tryggi að þær fyrirætlanir verði að veruleika. Þó þarf að gera meira til að búa hér til heilbrigðan húsnæðismarkað. Samfylkingin hefur lengi talað fyrir og lagt fram mál um að útleiga einnar íbúðar til lengri tíma, í eigu einstaklinga verði skattfrjáls. Það er skilvirk leið til að auka framboð á leiguíbúðum, ná íbúðum aftur úr ferðamannaleigu og á almennan markað. Samfylkingin talaði í aðdraganda kosninga fyrir því að fyrstu kaupendur og leigjendur gætu fengið vaxtabætur greiddar út fyrir fram, til 5 ára. Slíkt hefði tryggt fólki í sambúð þrjár milljónir í útborgun og komið því í öruggt húsnæði. Þessar hugmyndir og tekju- og eignatengdur stuðningur til ungs fólk verða að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála. Fátæktargildran sem ungt fólk á leigumarkaði festist í ef foreldrar geta ekki styrkt þau til húsnæðiskaupa er ein birtingarmynd aukinnar misskiptingar. Við henni þarf að bregðast. Því miður er ekkert minnst á þessar aðstæður ungs fólks í stjórnarsáttmálanum og orðið húsnæðismál kemur ekki einu sinni fyrir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar