Íslensk vefverslun og samkeppnishæfni Guðrún Tinna Ólafsdóttir skrifar 20. september 2017 07:00 Í þessum mánuði bárust fréttir um að velta innlendrar netverslunar aukist milli ára. Þó er áætlað að 80 prósent af vefverslun Íslendinga sé erlendis en því er öfugt farið í öðrum löndum. Eðlilega má spyrja af hverju veltan sé enn hlutfallslega lítil þrátt fyrir vöxt og þá hvort íslenskar vefverslanir séu samkeppnishæfar?Sérstaða, samfélagsmiðlun og hefðbundnar verslanir Að reka vefverslun felur í sér sömu áskoranir og að reka hefðbundna verslun. Hins vegar er mögulegt markaðssvæði mun stærra. Sérstaða vörumerkisins þarf því að vera enn meiri til að vekja eftirtekt. Í rannsókn PwC frá 2014 sem náði yfir fimm heimsálfur og 15.000 netviðskiptavini kemur fram að forsenda þess að ná góðum árangri í sölu á netinu er að vörumerkið sjálft sé spennandi, sterkt og skeri sig úr. Í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar frá 2015 kemur fram að þær íslensku vefverslanir sem hafa náð fótfestu erlendis hafa sérstöðu í vöruúrvali að því leyti að þær selja íslenskar vörur og/eða vörur tengdar Íslandi. Í dag snýst markaðsstarf síðan ekki um að dæla út upplýsingum heldur að eiga í skýru og gagnvirku samtali við viðskiptavininn. Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur á því sviði og einfalt að sérsníða samtölin fyrir ólík menningarsvæði. Samkvæmt PwC versla 50 prósent viðskiptavina við vefverslanir vegna áhugaverðra hluta sem þær birta á samfélagsmiðlum. Sama hlutfall notar netið til samskipta við vörumerkið. En það er ekki nóg að hafa góða vöru og vandaða vefverslun til að tryggja sölu. Mikilvægt er að bjóða upp á stað, annaðhvort eigin verslun eða í heildsölu til annarra verslana, þar sem viðskiptavinurinn getur snert vöruna. Jafnframt kýs stór hluti viðskiptavina að sækja vörurnar þar í stað þess að fá þær sendar heim. Hrein netsölufyrirtæki eru fátíð meðal stærstu vefverslana heimsins. Flestar eru með hefðbundinn verslunarrekstur sem grunn. Fyrir vefverslanir sem ætla inn á erlenda markaði skiptir því lykilmáli að velja réttu heildsölusamstarfsaðilana.Í stuttu máli má því segja að íslensk vefverslun sé samkeppnishæf ef vörumerkið sjálft hefur sérstöðu, á í uppbyggilegu samtali við viðskiptavininn og að á markaðssvæðinu séu verslanir sem selja þær vörur sem vefverslunin býður upp á.Birgðastýring, aðflutningsgjöld og flutningskostnaður Í skýrslu RSV er skrifað: ,,Ein helsta ástæða fyrir minna umfangi íslenskrar netverslunar er lítill markaður sem gerir verslunum erfitt um vik að bjóða samkeppnishæft vöruverð. Jafnframt nálægð við hefðbundnar verslanir. Möguleikarnir til að stækka felast meðal annars í að ná til stærri markaðssvæða.“ Þetta er að hluta til rétt. Lykilatriði fyrir samkeppnisstöðuna er lægra innkaupsverð og birgðastýring en ekki síður lækkun/afnám aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar. Við sölu inn á erlenda markaði eykst vandinn við birgðastýringu. Á vefverslunin að hafa vöruhús á hverju markaðssvæði og þá auka fjárbindingu í birgðum á kostnað lægri aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar? Eða á vöruhúsið að vera staðsett hér á landi með möguleika á að selja umframbirgðir í gegnum eigin verslanir en stendur frammi fyrir aðflutningsgjöldum á vörum inn í landið og svo aftur á sölupantanir til útlanda, kostnað sem, þá óánægðir, erlendir viðskiptavinir bera? Samkvæmt RSV koma eingöngu 15 prósent af veltu íslenskra vefverslana erlendis frá. Í þriðja lagi hár innlendur flutningskostnaður. Það kostar allt upp í tvisvar til fjórum sinnum meira að senda vöru innan og frá Íslandi en til Íslands eða innan Evrópu. Víða erlendis bjóða vefverslanir upp á fría heimsendingu og við skil eða skipti. Samkvæmt PwC er 50 prósentum tískuvarnings í Þýskalandi skilað og 25 prósentum í Bretlandi. Þegar netviðskiptavinir voru spurðir hver væri helsta ástæða þess að þeir versluðu á netinu nefndu 80 prósent frían flutningskostnað, 66 prósent sent næsta dag og 64 prósent frí skil eða skipti. Þegar flutningskostnaður er hár í krónum talið líkt og er hér á landi og/eða framlegð vörunnar lág, þá eru augljós neikvæðu áhrifin á framlegð og samkeppnishæfni fyrirtækisins.Niðurstaðan er einföld. Á meðan íslenskar vefverslanir eru með vöruhús á Íslandi og vegna aðflutningsgjalda og hás flutningskostnaðar, þá eru litlar líkur á stærri markaðshlutdeild hér á landi og erlendis sem myndi leiða til aukinnar rekstrarhagkvæmni vegna meiri magnkaupa í innkaupum/framleiðslu.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessum mánuði bárust fréttir um að velta innlendrar netverslunar aukist milli ára. Þó er áætlað að 80 prósent af vefverslun Íslendinga sé erlendis en því er öfugt farið í öðrum löndum. Eðlilega má spyrja af hverju veltan sé enn hlutfallslega lítil þrátt fyrir vöxt og þá hvort íslenskar vefverslanir séu samkeppnishæfar?Sérstaða, samfélagsmiðlun og hefðbundnar verslanir Að reka vefverslun felur í sér sömu áskoranir og að reka hefðbundna verslun. Hins vegar er mögulegt markaðssvæði mun stærra. Sérstaða vörumerkisins þarf því að vera enn meiri til að vekja eftirtekt. Í rannsókn PwC frá 2014 sem náði yfir fimm heimsálfur og 15.000 netviðskiptavini kemur fram að forsenda þess að ná góðum árangri í sölu á netinu er að vörumerkið sjálft sé spennandi, sterkt og skeri sig úr. Í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar frá 2015 kemur fram að þær íslensku vefverslanir sem hafa náð fótfestu erlendis hafa sérstöðu í vöruúrvali að því leyti að þær selja íslenskar vörur og/eða vörur tengdar Íslandi. Í dag snýst markaðsstarf síðan ekki um að dæla út upplýsingum heldur að eiga í skýru og gagnvirku samtali við viðskiptavininn. Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur á því sviði og einfalt að sérsníða samtölin fyrir ólík menningarsvæði. Samkvæmt PwC versla 50 prósent viðskiptavina við vefverslanir vegna áhugaverðra hluta sem þær birta á samfélagsmiðlum. Sama hlutfall notar netið til samskipta við vörumerkið. En það er ekki nóg að hafa góða vöru og vandaða vefverslun til að tryggja sölu. Mikilvægt er að bjóða upp á stað, annaðhvort eigin verslun eða í heildsölu til annarra verslana, þar sem viðskiptavinurinn getur snert vöruna. Jafnframt kýs stór hluti viðskiptavina að sækja vörurnar þar í stað þess að fá þær sendar heim. Hrein netsölufyrirtæki eru fátíð meðal stærstu vefverslana heimsins. Flestar eru með hefðbundinn verslunarrekstur sem grunn. Fyrir vefverslanir sem ætla inn á erlenda markaði skiptir því lykilmáli að velja réttu heildsölusamstarfsaðilana.Í stuttu máli má því segja að íslensk vefverslun sé samkeppnishæf ef vörumerkið sjálft hefur sérstöðu, á í uppbyggilegu samtali við viðskiptavininn og að á markaðssvæðinu séu verslanir sem selja þær vörur sem vefverslunin býður upp á.Birgðastýring, aðflutningsgjöld og flutningskostnaður Í skýrslu RSV er skrifað: ,,Ein helsta ástæða fyrir minna umfangi íslenskrar netverslunar er lítill markaður sem gerir verslunum erfitt um vik að bjóða samkeppnishæft vöruverð. Jafnframt nálægð við hefðbundnar verslanir. Möguleikarnir til að stækka felast meðal annars í að ná til stærri markaðssvæða.“ Þetta er að hluta til rétt. Lykilatriði fyrir samkeppnisstöðuna er lægra innkaupsverð og birgðastýring en ekki síður lækkun/afnám aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar. Við sölu inn á erlenda markaði eykst vandinn við birgðastýringu. Á vefverslunin að hafa vöruhús á hverju markaðssvæði og þá auka fjárbindingu í birgðum á kostnað lægri aðflutningsgjalda og flutningskostnaðar? Eða á vöruhúsið að vera staðsett hér á landi með möguleika á að selja umframbirgðir í gegnum eigin verslanir en stendur frammi fyrir aðflutningsgjöldum á vörum inn í landið og svo aftur á sölupantanir til útlanda, kostnað sem, þá óánægðir, erlendir viðskiptavinir bera? Samkvæmt RSV koma eingöngu 15 prósent af veltu íslenskra vefverslana erlendis frá. Í þriðja lagi hár innlendur flutningskostnaður. Það kostar allt upp í tvisvar til fjórum sinnum meira að senda vöru innan og frá Íslandi en til Íslands eða innan Evrópu. Víða erlendis bjóða vefverslanir upp á fría heimsendingu og við skil eða skipti. Samkvæmt PwC er 50 prósentum tískuvarnings í Þýskalandi skilað og 25 prósentum í Bretlandi. Þegar netviðskiptavinir voru spurðir hver væri helsta ástæða þess að þeir versluðu á netinu nefndu 80 prósent frían flutningskostnað, 66 prósent sent næsta dag og 64 prósent frí skil eða skipti. Þegar flutningskostnaður er hár í krónum talið líkt og er hér á landi og/eða framlegð vörunnar lág, þá eru augljós neikvæðu áhrifin á framlegð og samkeppnishæfni fyrirtækisins.Niðurstaðan er einföld. Á meðan íslenskar vefverslanir eru með vöruhús á Íslandi og vegna aðflutningsgjalda og hás flutningskostnaðar, þá eru litlar líkur á stærri markaðshlutdeild hér á landi og erlendis sem myndi leiða til aukinnar rekstrarhagkvæmni vegna meiri magnkaupa í innkaupum/framleiðslu.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun