Öryggi eða öngstræti Logi Einarsson skrifar 1. maí 2018 10:00 Það er nöturlegt að fólk í fullri vinnu geti tæpast framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Barnafjölskyldur hafa margar hverjar ekkert svigrúm til að veita sér og börnum sínum þátttöku í tómstundum og félagslífi sem telst sjálfsagt og nauðsynlegt öllum. Bág kjör öryrkja og aldraðra eru því miður vel þekkt hérlendis og framfærsla námsmanna dugir ekki til þess að lifa á. Þótt þrotlaus barátta fyrir betri kjörum almennings hafi skilað miklu síðustu 120 árin, er enn langt í land. Hluti vandans er húsnæðismarkaður sem er í algjöru öngstræti. Þörfin fyrir tryggt húsnæði er ekki bara ein af grunnþörfum mannsins, heldur er heimilið mikilvægur þáttur í að búa fólki það öryggi og umhverfi sem er líklegt til að skapa heilbrigða einstaklinga og gott samfélag.Óvissa og óboðlegar aðstæður Raunverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er hærra en nokkru sinni fyrr. Margir geta því hvorki keypt né leigt og búa við óvissu og óboðlegar aðstæður. Óprúttnir aðilar hafa séð sér leik á borði; gróðavædd leigufélög dafna sem aldrei fyrr og nýta sér erfiða stöðu fólks. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Leigjendur eiga oftar í fjárhagsvandræðum en aðrir og börn leigjenda líklegri til að búa við skort. Í dreifbýlinu blasir svo við annars konar vandamál. Þar vantar einnig húsnæði en framleiðsluverð er langt yfir markaðsverði, enginn drifkraftur til að byggja og möguleikar byggðanna til að dafna minnka. Það eru einfaldlega ekki nógu sanngjarnar lausnir í boði. Uppbygging og aðgerðir Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015 þegar samið var um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Reykjavík og fleiri sveitarfélög hafa staðið í mikilli uppbyggingu en þörf er á frekari samhæfðum aðgerðum. Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir byggingu 5.000 leiguíbúða svo fljótt sem auðið er. Íbúðirnar eiga að nýtast til þess að koma fótunum undir leigumarkað sem er rekinn án hagnaðarsjónarmiða. Þá þurfa fleiri sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur og Akureyrar og axla ábyrgð með uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Sameinumst um stórátak Mikilvægt er að stuðningur hins opinbera auki öryggi þar sem þörfin er mest. Fyrsta skrefið er að hækka barna- og vaxtabætur til muna, enda nýtast þau úrræði vel til að tryggja fólki húsnæðisöryggi og koma í veg fyrir að börn séu á hrakhólum. Í dag byrja barnabætur að skerðast undir lágmarkslaunum og vaxtabætur eru sögulega lágar. Um leið og ég óska ykkur gleðilegs baráttudags verkalýðsins, óska ég þess að þjóðin sameinist um stórátak í húsnæðismálum, sem miðar að því að tryggja öllum öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Það væri mikilvægt skref í þá átt að ráðast gegn fátækt í einu ríkasta landi jarðar.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Logi Einarsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Það er nöturlegt að fólk í fullri vinnu geti tæpast framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Barnafjölskyldur hafa margar hverjar ekkert svigrúm til að veita sér og börnum sínum þátttöku í tómstundum og félagslífi sem telst sjálfsagt og nauðsynlegt öllum. Bág kjör öryrkja og aldraðra eru því miður vel þekkt hérlendis og framfærsla námsmanna dugir ekki til þess að lifa á. Þótt þrotlaus barátta fyrir betri kjörum almennings hafi skilað miklu síðustu 120 árin, er enn langt í land. Hluti vandans er húsnæðismarkaður sem er í algjöru öngstræti. Þörfin fyrir tryggt húsnæði er ekki bara ein af grunnþörfum mannsins, heldur er heimilið mikilvægur þáttur í að búa fólki það öryggi og umhverfi sem er líklegt til að skapa heilbrigða einstaklinga og gott samfélag.Óvissa og óboðlegar aðstæður Raunverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er hærra en nokkru sinni fyrr. Margir geta því hvorki keypt né leigt og búa við óvissu og óboðlegar aðstæður. Óprúttnir aðilar hafa séð sér leik á borði; gróðavædd leigufélög dafna sem aldrei fyrr og nýta sér erfiða stöðu fólks. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Leigjendur eiga oftar í fjárhagsvandræðum en aðrir og börn leigjenda líklegri til að búa við skort. Í dreifbýlinu blasir svo við annars konar vandamál. Þar vantar einnig húsnæði en framleiðsluverð er langt yfir markaðsverði, enginn drifkraftur til að byggja og möguleikar byggðanna til að dafna minnka. Það eru einfaldlega ekki nógu sanngjarnar lausnir í boði. Uppbygging og aðgerðir Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015 þegar samið var um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Reykjavík og fleiri sveitarfélög hafa staðið í mikilli uppbyggingu en þörf er á frekari samhæfðum aðgerðum. Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir byggingu 5.000 leiguíbúða svo fljótt sem auðið er. Íbúðirnar eiga að nýtast til þess að koma fótunum undir leigumarkað sem er rekinn án hagnaðarsjónarmiða. Þá þurfa fleiri sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur og Akureyrar og axla ábyrgð með uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Sameinumst um stórátak Mikilvægt er að stuðningur hins opinbera auki öryggi þar sem þörfin er mest. Fyrsta skrefið er að hækka barna- og vaxtabætur til muna, enda nýtast þau úrræði vel til að tryggja fólki húsnæðisöryggi og koma í veg fyrir að börn séu á hrakhólum. Í dag byrja barnabætur að skerðast undir lágmarkslaunum og vaxtabætur eru sögulega lágar. Um leið og ég óska ykkur gleðilegs baráttudags verkalýðsins, óska ég þess að þjóðin sameinist um stórátak í húsnæðismálum, sem miðar að því að tryggja öllum öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Það væri mikilvægt skref í þá átt að ráðast gegn fátækt í einu ríkasta landi jarðar.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar