Fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima... mannvitið verður að fá að vera með Sigurður Ragnarsson skrifar 7. júní 2018 07:00 Við erum að upplifa einstaka tíma, fjórða iðnbyltingin er skollin á. Tækniframfarir hafa tekið stór skref síðustu ár og ekki munu skrefin minnka á næstu misserum. Þetta mun leiða til ýmissa breytinga fyrir tilveru okkar og margir spretta fram á sjónarsviðið til að kynna sína framtíðarsýn. Það sem við hins vegar verðum að hafa í huga er að eins og oft áður í tengslum við tæknina þá snúast þessar breytingar um svo miklu meira en tækni. Mannlegi þátturinn spilar nefnilega stórt hlutverk og líklega stærsta hlutverkið. Við þurfum að leiða þessar breytingar og stýra með þeim hætti að þær þjóni okkur sem best en það þýðir að fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima. Bæði atvinnulíf og samfélag þurfa að sýna frumkvæði og skilgreina hvaða ógnir og tækifæri felast í þessari byltingu. Meðal annars, eins og margoft hefur komið fram munu störf breytast enn meir en við höfum áður séð, sum munu hverfa og önnur ný birtast. Eitt er þó ljóst og það er að mannleg samskipti munu skipta meira máli en áður og því verður færni á því sviði sífellt verðmætari. Á sviði viðskipta er gjarnan talað um viðskiptagreind þar sem við vinnum með hvernig gervigreind getur í viðskiptalegum tilgangi hjálpað okkur að ná betri árangri og hvernig við getum nýtt hana til að ná viðskiptalegum markmiðum. Við sjáum nú þegar dæmi um þetta þar sem fyrirtæki eins og Facebook notar gervigreind til að kortleggja hegðun notenda sinna sem það nýtir sér síðan í viðskiptalegum tilgangi. Þetta leiðir auðvitað hugann að mörgum atriðum eins og til dæmis siðfræði sem er auðvitað samofin mannlega þættinum. Það munu koma upp, og hafa komið upp, mörg siðferðileg álitamál sem þarf að taka afstöðu til í tengslum við fyrrnefnda byltingu og þá er eins gott að mannvitið fái að koma þar nærri. Við getum ekki látið tæknina um að tækla þau mál. Það er sama á hvaða sviði við störfum, við þurfum að taka þátt í framþróuninni og megum ekki bara láta tæknina ráða för. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan svo framarlega sem „vélarnar“, svo maður vísi í kvikmyndina um Tortímandann, fái ekki að taka völdin.Höfundur er forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Við erum að upplifa einstaka tíma, fjórða iðnbyltingin er skollin á. Tækniframfarir hafa tekið stór skref síðustu ár og ekki munu skrefin minnka á næstu misserum. Þetta mun leiða til ýmissa breytinga fyrir tilveru okkar og margir spretta fram á sjónarsviðið til að kynna sína framtíðarsýn. Það sem við hins vegar verðum að hafa í huga er að eins og oft áður í tengslum við tæknina þá snúast þessar breytingar um svo miklu meira en tækni. Mannlegi þátturinn spilar nefnilega stórt hlutverk og líklega stærsta hlutverkið. Við þurfum að leiða þessar breytingar og stýra með þeim hætti að þær þjóni okkur sem best en það þýðir að fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima. Bæði atvinnulíf og samfélag þurfa að sýna frumkvæði og skilgreina hvaða ógnir og tækifæri felast í þessari byltingu. Meðal annars, eins og margoft hefur komið fram munu störf breytast enn meir en við höfum áður séð, sum munu hverfa og önnur ný birtast. Eitt er þó ljóst og það er að mannleg samskipti munu skipta meira máli en áður og því verður færni á því sviði sífellt verðmætari. Á sviði viðskipta er gjarnan talað um viðskiptagreind þar sem við vinnum með hvernig gervigreind getur í viðskiptalegum tilgangi hjálpað okkur að ná betri árangri og hvernig við getum nýtt hana til að ná viðskiptalegum markmiðum. Við sjáum nú þegar dæmi um þetta þar sem fyrirtæki eins og Facebook notar gervigreind til að kortleggja hegðun notenda sinna sem það nýtir sér síðan í viðskiptalegum tilgangi. Þetta leiðir auðvitað hugann að mörgum atriðum eins og til dæmis siðfræði sem er auðvitað samofin mannlega þættinum. Það munu koma upp, og hafa komið upp, mörg siðferðileg álitamál sem þarf að taka afstöðu til í tengslum við fyrrnefnda byltingu og þá er eins gott að mannvitið fái að koma þar nærri. Við getum ekki látið tæknina um að tækla þau mál. Það er sama á hvaða sviði við störfum, við þurfum að taka þátt í framþróuninni og megum ekki bara láta tæknina ráða för. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan svo framarlega sem „vélarnar“, svo maður vísi í kvikmyndina um Tortímandann, fái ekki að taka völdin.Höfundur er forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar