Regla í heystakki Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 22. ágúst 2018 06:47 Frumforsenda þess að geta fylgt lögum og reglum er að vita hver þau eru. Þannig er æskilegt að reglur séu, svo fátt eitt sé nefnt, birtar, almennar, skiljanlegar og framkvæmanlegar. Löggjafinn hefur lagt sig fram um að tryggja að nýjasta útgáfa gildandi réttar sé ávallt aðgengileg hverjum sem vill á vef Alþingis, þótt mikið sé tekist á um hvort efni laganna sé nægilega skýrt. Þessari framsetningu er hins vegar ekki að heilsa hjá framkvæmdavaldinu við birtingu reglugerða. Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í aðskildum skjölum. Reglugerð um leigubifreiðar hefur til dæmis verið breytt tíu sinnum þannig að hún minnir á öxina sem pabbi minn erfði frá pabba sínum og ég loks frá pabba mínum, nema hvað að það er búið að skipta þrisvar um haus og fimm sinnum um skaft á öxinni. Gildandi reglugerð er því að efninu til allt önnur en upprunalega reglugerðin, þó svo hún beri ennþá sama nafn og hafi enn undirskrift sama ráðherra og þegar hún var sett. Til að komast að því hverjar gildandi reglur eru þarf því að bera saman fjölmargar breytingarreglugerðir við upprunalegu reglugerðina.Óaðgengilegar reglur eru ekki góðar reglur Fólk og fyrirtæki eiga að geta kynnt sér lögin og reglurnar í landinu og hafa gott aðgengi að upplýsingum um þau boð og bönn sem þau eiga að fylgja. Í einhverjum tilvikum hafa stofnanir tekið að sér að halda úti uppfærðum reglugerðum á vef sínum og er það vel. Hins vegar á sá sem vill kynna sér gildandi rétt ekki að þurfa að þræða vefi ráðuneyta og ríkisstofnana til að finna læsilega útgáfu af reglugerðum, eða sauma breytingarreglugerðir saman við upprunalega reglugerð í groddalegu Word-skjali, fullu af breytingasporum. Reglugerðir eiga allar að vera auðveldlega aðgengilegar öllum á einum stað. Þessi skortur á aðgengi er ef til vill viðráðanlegri fyrir stærri fyrirtæki sem hafa lögfræðinga innan sinna vébanda, en mest bitnar þetta á einstaklingum, sprotum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja komast að því hvaða reglur gilda um þau. Löggjafinn er fullmeðvitaður um þessa stöðu. Frumvarp um uppfærslu stjórnvaldsfyrirmæla var lagt fyrir Alþingi haustið 2015. Fyrsti flutningsmaður var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og er frumvarpið svo lítið og létt að það rúmast ágætlega hér: 1. gr. Við lögin [lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005] bætist ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi: Ef gefin er út breyting við stjórnvaldsfyrirmæli skv. 3. gr. eða við samning skv. 4. gr. skal fella texta hennar við gildandi stjórnvaldsfyrirmæli eða samning og birta á vef þess ráðuneytis sem fer með framkvæmd málaflokksins. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Svo mörg voru þau orð en frumvarpið varð ekki að lögum. Núverandi ríkisstjórn ætti að kappkosta að taka á þessari stöðu sem er engum til hagsbóta og auðvelt að bæta úr. Í sáttmála sínum lagði ríkisstjórnin á það mikla áherslu að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings, góð vinnubrögð og að miðla upplýsingum um ákvarðanir og ferli sem varða hagsmuni almennings með aðgengilegum hætti. Betur má ef duga skal því stjórnsýslufyrirmæli eru ekki auðveldlega aðgengileg nema þau séu birt í uppfærðri útgáfu með aðgengilegum hætti. Það er nefnilega ekki nóg að lagaumhverfið sé hagfellt. Framsetningin þarf líka að vera þannig að almenningur, ekki bara lögfræðingar, geti áttað sig á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Dofri Ólafsson Markaðir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Frumforsenda þess að geta fylgt lögum og reglum er að vita hver þau eru. Þannig er æskilegt að reglur séu, svo fátt eitt sé nefnt, birtar, almennar, skiljanlegar og framkvæmanlegar. Löggjafinn hefur lagt sig fram um að tryggja að nýjasta útgáfa gildandi réttar sé ávallt aðgengileg hverjum sem vill á vef Alþingis, þótt mikið sé tekist á um hvort efni laganna sé nægilega skýrt. Þessari framsetningu er hins vegar ekki að heilsa hjá framkvæmdavaldinu við birtingu reglugerða. Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í aðskildum skjölum. Reglugerð um leigubifreiðar hefur til dæmis verið breytt tíu sinnum þannig að hún minnir á öxina sem pabbi minn erfði frá pabba sínum og ég loks frá pabba mínum, nema hvað að það er búið að skipta þrisvar um haus og fimm sinnum um skaft á öxinni. Gildandi reglugerð er því að efninu til allt önnur en upprunalega reglugerðin, þó svo hún beri ennþá sama nafn og hafi enn undirskrift sama ráðherra og þegar hún var sett. Til að komast að því hverjar gildandi reglur eru þarf því að bera saman fjölmargar breytingarreglugerðir við upprunalegu reglugerðina.Óaðgengilegar reglur eru ekki góðar reglur Fólk og fyrirtæki eiga að geta kynnt sér lögin og reglurnar í landinu og hafa gott aðgengi að upplýsingum um þau boð og bönn sem þau eiga að fylgja. Í einhverjum tilvikum hafa stofnanir tekið að sér að halda úti uppfærðum reglugerðum á vef sínum og er það vel. Hins vegar á sá sem vill kynna sér gildandi rétt ekki að þurfa að þræða vefi ráðuneyta og ríkisstofnana til að finna læsilega útgáfu af reglugerðum, eða sauma breytingarreglugerðir saman við upprunalega reglugerð í groddalegu Word-skjali, fullu af breytingasporum. Reglugerðir eiga allar að vera auðveldlega aðgengilegar öllum á einum stað. Þessi skortur á aðgengi er ef til vill viðráðanlegri fyrir stærri fyrirtæki sem hafa lögfræðinga innan sinna vébanda, en mest bitnar þetta á einstaklingum, sprotum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja komast að því hvaða reglur gilda um þau. Löggjafinn er fullmeðvitaður um þessa stöðu. Frumvarp um uppfærslu stjórnvaldsfyrirmæla var lagt fyrir Alþingi haustið 2015. Fyrsti flutningsmaður var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og er frumvarpið svo lítið og létt að það rúmast ágætlega hér: 1. gr. Við lögin [lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005] bætist ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi: Ef gefin er út breyting við stjórnvaldsfyrirmæli skv. 3. gr. eða við samning skv. 4. gr. skal fella texta hennar við gildandi stjórnvaldsfyrirmæli eða samning og birta á vef þess ráðuneytis sem fer með framkvæmd málaflokksins. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Svo mörg voru þau orð en frumvarpið varð ekki að lögum. Núverandi ríkisstjórn ætti að kappkosta að taka á þessari stöðu sem er engum til hagsbóta og auðvelt að bæta úr. Í sáttmála sínum lagði ríkisstjórnin á það mikla áherslu að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings, góð vinnubrögð og að miðla upplýsingum um ákvarðanir og ferli sem varða hagsmuni almennings með aðgengilegum hætti. Betur má ef duga skal því stjórnsýslufyrirmæli eru ekki auðveldlega aðgengileg nema þau séu birt í uppfærðri útgáfu með aðgengilegum hætti. Það er nefnilega ekki nóg að lagaumhverfið sé hagfellt. Framsetningin þarf líka að vera þannig að almenningur, ekki bara lögfræðingar, geti áttað sig á því.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun