Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 13:06 Stórum hlutum Amazon-regnskógarins hefur verið eytt til að rýma til fyrir nautgripa- og sojabaunaræktun. Næsti forseti Brasilíu gæti liðkað til fyrir eyðingu skógarins. Vísir/EPA Brasilísk stjórnvöld gætu orðið meiriháttar hindrun í vegi alþjóðlegra loftslagsaðgerða nái harðlínumaðurinn Jair Bolsonaro kjöri sem forseti síðar í mánuðinum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og ýjað að því að hann muni draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni umferð forsetakosninganna í Brasilíu fara fram sunnudaginn 28. október. Valið stendur á milli Bolsonaro, öfgahægriþingmanns, og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Í fyrri umferðinni fékk Bolsonaro 46% atkvæða gegn 29% Haddad. Ný skoðanakönnun sem birtist á mánudag bendir til þess að Bolsonaro sé með afgerandi forskot á Haddad, 59% gegn 41%. Brasilía er sjötti stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum. Þar vegur landbúnaður og olíuvinnsla þyngst. Afgerandi munur er á stefnu frambjóðendanna tveggja þegar kemur að loftslagsaðgerðum og umhverfismálum. Haddad talar fyrir að dregið verði úr eyðingu Amazon-frumskógarins á meðan Bolosnaro boðar nær algert afturhvarf frá skuldbindingum landsins til þess að draga úr losun. Bolsonaro hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins, að sögn New York Times.Bolsonaro er harðlínumaður sem hefur hamast gegn hvers kyns umhverfisreglugerðum. Honum hefur verið lýst sem Donald Trump Brasilíu.Vísir/GettySkógareyðing stór uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda Þá hefur frambjóðandinn látið í veðri vaka að hann muni fylgja í fótspor Bandaríkjastjórnar og draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu. Hann vill einnig leggja niður umhverfisráðuneyti landsins sem sjálfstætt ráðuneyti og færa það undir landbúnaðarráðuneytið sem er sagt hallt undir hagsmuni landbúnaðarins. Eins hafa verið fréttir um að Bolsonaro ætli sé að lækka verulega sektir vegna brota á umhverfisreglugerðum. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í Amazon-frumskóginum og eyðing hans veldur stórfelldri losun þess út í lofthjúp jarðar. Áætlað er að skógareyðing í hitabeltislöndum frá 2015 til 2017 jafnist á við losun 85 milljóna bíla yfir heildarlíftíma þeirra. Eftir áralanga skógareyðingu byrjaði að draga úr henni árið 2005. Í tíð Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta, horfði hins vegar aftur til verri vegar. Rannsóknir benda til þess að hátt í átta þúsund ferkílómetrar skógar hafi verið ruddir frá ágúst 2015 til júlí 2016. „Mögulegur sigur Bolsonaro myndi vafalaust þýða að Brasilía missti forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum á heimsvísu og yrði að meiriháttar hindrun í veg alþjóðlegra aðgerða til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun,“ segir Carlos Rittl, framkvæmdastjóri Loftslagseftirlitsins, brasilískra samtaka sem hafa tekið saman stefnu forsetaframbjóðendanna í loftslagsmálum. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld gætu orðið meiriháttar hindrun í vegi alþjóðlegra loftslagsaðgerða nái harðlínumaðurinn Jair Bolsonaro kjöri sem forseti síðar í mánuðinum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og ýjað að því að hann muni draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni umferð forsetakosninganna í Brasilíu fara fram sunnudaginn 28. október. Valið stendur á milli Bolsonaro, öfgahægriþingmanns, og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Í fyrri umferðinni fékk Bolsonaro 46% atkvæða gegn 29% Haddad. Ný skoðanakönnun sem birtist á mánudag bendir til þess að Bolsonaro sé með afgerandi forskot á Haddad, 59% gegn 41%. Brasilía er sjötti stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum. Þar vegur landbúnaður og olíuvinnsla þyngst. Afgerandi munur er á stefnu frambjóðendanna tveggja þegar kemur að loftslagsaðgerðum og umhverfismálum. Haddad talar fyrir að dregið verði úr eyðingu Amazon-frumskógarins á meðan Bolosnaro boðar nær algert afturhvarf frá skuldbindingum landsins til þess að draga úr losun. Bolsonaro hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins, að sögn New York Times.Bolsonaro er harðlínumaður sem hefur hamast gegn hvers kyns umhverfisreglugerðum. Honum hefur verið lýst sem Donald Trump Brasilíu.Vísir/GettySkógareyðing stór uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda Þá hefur frambjóðandinn látið í veðri vaka að hann muni fylgja í fótspor Bandaríkjastjórnar og draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu. Hann vill einnig leggja niður umhverfisráðuneyti landsins sem sjálfstætt ráðuneyti og færa það undir landbúnaðarráðuneytið sem er sagt hallt undir hagsmuni landbúnaðarins. Eins hafa verið fréttir um að Bolsonaro ætli sé að lækka verulega sektir vegna brota á umhverfisreglugerðum. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í Amazon-frumskóginum og eyðing hans veldur stórfelldri losun þess út í lofthjúp jarðar. Áætlað er að skógareyðing í hitabeltislöndum frá 2015 til 2017 jafnist á við losun 85 milljóna bíla yfir heildarlíftíma þeirra. Eftir áralanga skógareyðingu byrjaði að draga úr henni árið 2005. Í tíð Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta, horfði hins vegar aftur til verri vegar. Rannsóknir benda til þess að hátt í átta þúsund ferkílómetrar skógar hafi verið ruddir frá ágúst 2015 til júlí 2016. „Mögulegur sigur Bolsonaro myndi vafalaust þýða að Brasilía missti forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum á heimsvísu og yrði að meiriháttar hindrun í veg alþjóðlegra aðgerða til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun,“ segir Carlos Rittl, framkvæmdastjóri Loftslagseftirlitsins, brasilískra samtaka sem hafa tekið saman stefnu forsetaframbjóðendanna í loftslagsmálum.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira