Fimm æfingar kvennalandsliðsins fara fram í fjórum mismunandi íþróttahúsum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2019 17:00 Helena Sverrisdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir eru í íslenska landsliðinu sem er byrjað að æfa undir stjórn nýs landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. Benedikt Guðmundsson tók við kvennalandsliðinu í körfubolta á dögunum og þetta er hans fyrsta verkefni. Hann valdi stóran hóp í byrjun og ætlar að gefa mörgum leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Það kallar á margar æfingar. Staðreynd málsins er aftur á móti sú að kvennalandsliðið hefur engan samastað eins og formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, bendir á í stuttum pistli á fésbókinni í dag. Hannes þakkar Fjölni, ÍR, Stjörnunni og Haukum fyrir að redda húsi fyrir þessar fimm æfingar liðsins í þessari viku. Hann treystir líka á það að fleiri félög hjálpi til í næstu viku. „Stelpurnar okkar munu æfa fimm sinnum i þessari viku í fjórum íþróttahúsum. Miklar þakkir til félaganna: Fjölnis, ÍR, Stjörnunnar og Hauka, fleiri félög munu örugglega bætast við i næstu viku. Án þessarar mikilvægu aðstoðar félaganna okkar þá væru engar æfingar. Kiddi afreksstjóri er enn að reyna að púsla þessu saman svo stelpurnar geti vitað dagskrána sína en þetta er nú ekki fyrr en i næstu viku,“ skrifar Hannes. Hannes er nýkominn af Íþróttaþingi ÍSÍ þar sem samþykkt var áskorun til stjórnvalda um að byggja nýjan þjóðarleikvang þar sem landsliðin og afreksfólkið hefði aðstöðu til að æfa og keppa. Ráðherra íþróttamála Lilja Alfreðsdóttir lýsti yfir ánægju með tillöguna við upphaf þings og sagðist styðja hana. Stjórn ÍSÍ þarf að skipa vinnuhóp um málið fyrir 20.maí. „Aðstöðuleysi landsliðanna okkar sést þarna svona kristaltært. Landsliðunum okkar vantar heimili. Viljum við Íslendingar búa svona að afreksfólkinu okkar,“ skrifar Hannes eins og sjá má hér fyrir neðan. Körfubolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. Benedikt Guðmundsson tók við kvennalandsliðinu í körfubolta á dögunum og þetta er hans fyrsta verkefni. Hann valdi stóran hóp í byrjun og ætlar að gefa mörgum leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Það kallar á margar æfingar. Staðreynd málsins er aftur á móti sú að kvennalandsliðið hefur engan samastað eins og formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, bendir á í stuttum pistli á fésbókinni í dag. Hannes þakkar Fjölni, ÍR, Stjörnunni og Haukum fyrir að redda húsi fyrir þessar fimm æfingar liðsins í þessari viku. Hann treystir líka á það að fleiri félög hjálpi til í næstu viku. „Stelpurnar okkar munu æfa fimm sinnum i þessari viku í fjórum íþróttahúsum. Miklar þakkir til félaganna: Fjölnis, ÍR, Stjörnunnar og Hauka, fleiri félög munu örugglega bætast við i næstu viku. Án þessarar mikilvægu aðstoðar félaganna okkar þá væru engar æfingar. Kiddi afreksstjóri er enn að reyna að púsla þessu saman svo stelpurnar geti vitað dagskrána sína en þetta er nú ekki fyrr en i næstu viku,“ skrifar Hannes. Hannes er nýkominn af Íþróttaþingi ÍSÍ þar sem samþykkt var áskorun til stjórnvalda um að byggja nýjan þjóðarleikvang þar sem landsliðin og afreksfólkið hefði aðstöðu til að æfa og keppa. Ráðherra íþróttamála Lilja Alfreðsdóttir lýsti yfir ánægju með tillöguna við upphaf þings og sagðist styðja hana. Stjórn ÍSÍ þarf að skipa vinnuhóp um málið fyrir 20.maí. „Aðstöðuleysi landsliðanna okkar sést þarna svona kristaltært. Landsliðunum okkar vantar heimili. Viljum við Íslendingar búa svona að afreksfólkinu okkar,“ skrifar Hannes eins og sjá má hér fyrir neðan.
Körfubolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira