Er ég nógu merkilegur? Friðrik Agni Árnason skrifar 8. desember 2019 10:00 „Ég hélt þú ættir heima í risa einbýlishúsi og ættir ríka foreldra.“ Þetta var sagt við mig eitt sinn og var það vinkona sem heimsótti mig í fyrsta skipti. Henni til dálítillar furðu átti ég heima í blokk og íbúð sem var ekkert sérlega íburðarmikil. En þetta var mitt heimili þar sem ást foreldra minna til okkar systkina var til staðar og það var svo sem alltaf nóg fyrir mig. Þegar ég hins vegar áttaði mig á því að krakkar, vinir og vinkonur í kringum mig áttu oftast heima í einbýlishúsum og áttu alltaf það nýjasta af öllu þá byrjaði samanburðurinn og minnimáttarkenndin. Þetta átti sérstaklega við um dansheiminn sem ég ólst upp í. Ég hugsa að ég hafi ákveðið eða jafnvel ómeðvitað sett mér það markmið að verða ótrúlega góður í dansi til að bæta upp fyrir það sem ég var ekki í alvörunni. Ekki nógu ríkur eða merkilegur í lífinu en mjög góður dansari. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en rosalega mjór. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en afburða námsmaður… Þið sjáið kannski hvert ég er að fara með þetta. Samanburðurinn og minnimáttarkenndin varð að óöryggi sem svo leiddi af sér fullkomnunaráráttu, átröskun og kvíða hjá mér á ungmennaárunum. Alla þessa kvilla berst ég við á hverjum degi enn þann dag í dag þó af mun minni ákafa. Ég sigraðist á átröskuninni en er hræddur um að hinir brestirnir fylgi mér enn. Í nútímasamfélagi er svo auðvelt að vera í samanburðar pakkanum því allt okkar líf er svo opið okkar á milli. Ekki bara samfélagið sem maður býr í heldur heimsamfélagið. Hver er mælikvarðinn á að vera merkilegur og eiga skilið hrós eða virðingu? Mér finnst í sumum aðstæðum að fólk taki ekki eftir mér eða velji jafnvel að heilsa mér ekki og það má vel vera að það sé einungis mín upplifun út frá mínu eigin óöryggi. Getur það samt verið að fólk dæmi út frá t.d. sýnileika á samfélagsmiðlum, er hann frægur? Af hverju ætti ég að yrða á hann? Hugsanlega ætti maður að yrða á alla, veita auglit, kinka kolli, segja hæ. Það er líka skrítið að þurfa eitthvert samhengi og stöðu einhvers til þess að dæma um hvort sá sami eigi skilið að honum sé veitt athygli. í grunninn er í raun enginn einn aðili merkilegri en annar. Ég reyni allavega alltaf að minna sjálfan mig á að þegar ég kem inn í aðstæður þar sem er nýtt fólk, að vera opinn, brosa og jafnvel heilsa. Hvaða máli skipti það t.d. fyrir ungu vinkonu mína, þá kannski ekki nema ellefu ára, í hverskyns húsnæði ég bjó í. Hvaða hugmyndir hafði hún búið sér til í huganum og út frá hvaða upplýsingum? Krakkar mynda skoðanir út frá því sem þeim er kennt og því sem þeir taka eftir í kringum sig og oftast eru þá foreldrarnir helsta fordæmið. Þetta byrjar svo snemma, dómurinn og samanburðurinn, skiptingin. Það er erfitt að vera í hópaðstæðum þar sem maður bókstaflega finnur að ekki allir eru jafnir og þegar maður sjálfur er einhvern veginn ekki metinn eftir þeim verðleikum sem maður veit að maður býr yfir. Einstaka sinnum breytist viðhorf fólks við það eitt að sjá mann ræða við einhvern sem kannski er þekktur. Þá er í lagi að veita mér aðeins meiri athygli. Eða eftir að hafa komist að því í hverju maður sé menntaður eða eftir dans- og atvinnureynslu o.s.frv. Er þetta ekki furðulegt, að við skulum hegða okkur svona? Við vitum ekkert um fólk nema með því að opna á samtalið. Við þurfum ekki að láta afrek eða tengslanet fólks ákvarða það hvort það eigi skilið okkar virðingu eða athygli. Allir eru merkilegir. Við erum alveg stórmerkileg meira að segja sem dýrategund myndi ég halda. Og mig grunar að allir þrái bara að þeim sé veitt smá eftirtekt og fái staðfestingu á að þeir séu nógu góðir og að þeir eru hér. Hluti af heildinni, rétt eins og við öll einfaldlega erum. Kannski er frekar hægt að segja að við séum öll jafn ómerkileg. Svona í stóra samhenginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég hélt þú ættir heima í risa einbýlishúsi og ættir ríka foreldra.“ Þetta var sagt við mig eitt sinn og var það vinkona sem heimsótti mig í fyrsta skipti. Henni til dálítillar furðu átti ég heima í blokk og íbúð sem var ekkert sérlega íburðarmikil. En þetta var mitt heimili þar sem ást foreldra minna til okkar systkina var til staðar og það var svo sem alltaf nóg fyrir mig. Þegar ég hins vegar áttaði mig á því að krakkar, vinir og vinkonur í kringum mig áttu oftast heima í einbýlishúsum og áttu alltaf það nýjasta af öllu þá byrjaði samanburðurinn og minnimáttarkenndin. Þetta átti sérstaklega við um dansheiminn sem ég ólst upp í. Ég hugsa að ég hafi ákveðið eða jafnvel ómeðvitað sett mér það markmið að verða ótrúlega góður í dansi til að bæta upp fyrir það sem ég var ekki í alvörunni. Ekki nógu ríkur eða merkilegur í lífinu en mjög góður dansari. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en rosalega mjór. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en afburða námsmaður… Þið sjáið kannski hvert ég er að fara með þetta. Samanburðurinn og minnimáttarkenndin varð að óöryggi sem svo leiddi af sér fullkomnunaráráttu, átröskun og kvíða hjá mér á ungmennaárunum. Alla þessa kvilla berst ég við á hverjum degi enn þann dag í dag þó af mun minni ákafa. Ég sigraðist á átröskuninni en er hræddur um að hinir brestirnir fylgi mér enn. Í nútímasamfélagi er svo auðvelt að vera í samanburðar pakkanum því allt okkar líf er svo opið okkar á milli. Ekki bara samfélagið sem maður býr í heldur heimsamfélagið. Hver er mælikvarðinn á að vera merkilegur og eiga skilið hrós eða virðingu? Mér finnst í sumum aðstæðum að fólk taki ekki eftir mér eða velji jafnvel að heilsa mér ekki og það má vel vera að það sé einungis mín upplifun út frá mínu eigin óöryggi. Getur það samt verið að fólk dæmi út frá t.d. sýnileika á samfélagsmiðlum, er hann frægur? Af hverju ætti ég að yrða á hann? Hugsanlega ætti maður að yrða á alla, veita auglit, kinka kolli, segja hæ. Það er líka skrítið að þurfa eitthvert samhengi og stöðu einhvers til þess að dæma um hvort sá sami eigi skilið að honum sé veitt athygli. í grunninn er í raun enginn einn aðili merkilegri en annar. Ég reyni allavega alltaf að minna sjálfan mig á að þegar ég kem inn í aðstæður þar sem er nýtt fólk, að vera opinn, brosa og jafnvel heilsa. Hvaða máli skipti það t.d. fyrir ungu vinkonu mína, þá kannski ekki nema ellefu ára, í hverskyns húsnæði ég bjó í. Hvaða hugmyndir hafði hún búið sér til í huganum og út frá hvaða upplýsingum? Krakkar mynda skoðanir út frá því sem þeim er kennt og því sem þeir taka eftir í kringum sig og oftast eru þá foreldrarnir helsta fordæmið. Þetta byrjar svo snemma, dómurinn og samanburðurinn, skiptingin. Það er erfitt að vera í hópaðstæðum þar sem maður bókstaflega finnur að ekki allir eru jafnir og þegar maður sjálfur er einhvern veginn ekki metinn eftir þeim verðleikum sem maður veit að maður býr yfir. Einstaka sinnum breytist viðhorf fólks við það eitt að sjá mann ræða við einhvern sem kannski er þekktur. Þá er í lagi að veita mér aðeins meiri athygli. Eða eftir að hafa komist að því í hverju maður sé menntaður eða eftir dans- og atvinnureynslu o.s.frv. Er þetta ekki furðulegt, að við skulum hegða okkur svona? Við vitum ekkert um fólk nema með því að opna á samtalið. Við þurfum ekki að láta afrek eða tengslanet fólks ákvarða það hvort það eigi skilið okkar virðingu eða athygli. Allir eru merkilegir. Við erum alveg stórmerkileg meira að segja sem dýrategund myndi ég halda. Og mig grunar að allir þrái bara að þeim sé veitt smá eftirtekt og fái staðfestingu á að þeir séu nógu góðir og að þeir eru hér. Hluti af heildinni, rétt eins og við öll einfaldlega erum. Kannski er frekar hægt að segja að við séum öll jafn ómerkileg. Svona í stóra samhenginu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun