Fótbolti

Rangers á toppinn eftir útisigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Steven Gerrard er þjálfari Rangers.
Steven Gerrard er þjálfari Rangers. vísir/getty

Rangers gerði góða ferð til Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og lyfti sér í kjölfarið upp í toppsæti deildarinnar, í nokkrar klukkustundir í það minnsta.

Nikola Katic kom Rangers yfir í fyrri hálfleik og leiddu gestirnir með einu marki í leikhléi. 

Alfredo Morelos kom Rangers í 0-2 á 70.mínútu og fékk í kjölfarið að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í fagnaðarlátunum. Kólumbíumaðurinn hefur verið þekktur fyrir markaskorun sína fyrir Rangers en líka fyrir að sanka að sér rauðum spjöldum og þarna sló hann þær tvær flugur í einu höggi.

Eins og stundum áður er Rangers í harðri baráttu við Celtic um toppsætið og hafa lærisveinar Steven Gerrard nú eins stigs forystu en Celtic getur endurheimt toppsætið síðar í dag þegar þeir fá Hibernian í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×