Hvers vegna er ekki meiri verðbólga? Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. maí 2020 08:00 Mikið ber á umræðu um verðbólgu þessa dagana en minna bólar á henni sjálfri. Þrátt fyrir að krónan okkar hafi fallið um einhver 14% frá áramótum og evran sé litin upp fyrir 160 kallinn virðist vísitala neysluverðs bara renna áfram í hlutlausum. En hvernig getur staðið á þessu? Hlýtur verðlag ekki að hækka þegar krónan veikist? Margir virðast taka því sem gefnu að verðbólgan muni nú rjúka upp úr öllu valdi. Okkur er minnistætt þegar krónan féll með látum í kjölfar fjármálahrunsins og verðbólgan át inn í eignir landsmanna í kjölfarið. En aðstæður eru ekki þær sömu nú og þær voru þá. 12 mánaða verðbólga mældist í apríl 2,2% og er enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans þó líkur séu á að hún muni gægjast upp fyrir það fyrir lok ársins. Vissulega hefur innflutningsverð hækkað vegna veikingar krónunnar en nokkuð sterkir kraftar draga verðlag niður á móti. Olíuverð hefur lækkað heilmikið sem og verð annarra hrávara erlendis auk þess sem minni eftirspurn hér á landi, vegna núverandi þrenginga, hvetur fyrirtæki til að hækka síður verð. Það er erfitt að spá fyrir um framhaldið en veigamiklir þættir á borð við íbúðaverð gefa frekar tilefni til að búast við hóflegri verðbólgu en mikilli hækkun neysluverðs. Úr Seðlabankanum berast skýr skilaboð um að verðbólgu verði ekki leyft að fara úr böndunum og beitir bankinn meðal annars digrum gjaldeyrisforða sínum til að styðja við krónuna og hemja verðlag. Krónan hefur vissulega veikst, en ekki meira en aðrir minni gjaldmiðlar hafa gefið eftir gagnvart þeim stóru. Tekjur ferðaþjónustu hafa vitaskuld hrapað en á móti er að draga verulega úr innflutningi og ekki eru Íslendingar að nota kortin sín mikið erlendis þessa dagana. Til þess að verðbólga aukist hér til muna þarf því ýmislegt að breytast. Bölsýnisspárnar um verðbólguna hafa ekki ræst og það lítur ekki út fyrir að svo verði í bráð en það borgar sig þó alltaf að hafa auga með íslensku verðbólgunni, henni er ekki alveg treystandi þó hún hafi hagað sér skikkanlega undanfarin ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björn Berg Gunnarsson Íslenska krónan Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið ber á umræðu um verðbólgu þessa dagana en minna bólar á henni sjálfri. Þrátt fyrir að krónan okkar hafi fallið um einhver 14% frá áramótum og evran sé litin upp fyrir 160 kallinn virðist vísitala neysluverðs bara renna áfram í hlutlausum. En hvernig getur staðið á þessu? Hlýtur verðlag ekki að hækka þegar krónan veikist? Margir virðast taka því sem gefnu að verðbólgan muni nú rjúka upp úr öllu valdi. Okkur er minnistætt þegar krónan féll með látum í kjölfar fjármálahrunsins og verðbólgan át inn í eignir landsmanna í kjölfarið. En aðstæður eru ekki þær sömu nú og þær voru þá. 12 mánaða verðbólga mældist í apríl 2,2% og er enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans þó líkur séu á að hún muni gægjast upp fyrir það fyrir lok ársins. Vissulega hefur innflutningsverð hækkað vegna veikingar krónunnar en nokkuð sterkir kraftar draga verðlag niður á móti. Olíuverð hefur lækkað heilmikið sem og verð annarra hrávara erlendis auk þess sem minni eftirspurn hér á landi, vegna núverandi þrenginga, hvetur fyrirtæki til að hækka síður verð. Það er erfitt að spá fyrir um framhaldið en veigamiklir þættir á borð við íbúðaverð gefa frekar tilefni til að búast við hóflegri verðbólgu en mikilli hækkun neysluverðs. Úr Seðlabankanum berast skýr skilaboð um að verðbólgu verði ekki leyft að fara úr böndunum og beitir bankinn meðal annars digrum gjaldeyrisforða sínum til að styðja við krónuna og hemja verðlag. Krónan hefur vissulega veikst, en ekki meira en aðrir minni gjaldmiðlar hafa gefið eftir gagnvart þeim stóru. Tekjur ferðaþjónustu hafa vitaskuld hrapað en á móti er að draga verulega úr innflutningi og ekki eru Íslendingar að nota kortin sín mikið erlendis þessa dagana. Til þess að verðbólga aukist hér til muna þarf því ýmislegt að breytast. Bölsýnisspárnar um verðbólguna hafa ekki ræst og það lítur ekki út fyrir að svo verði í bráð en það borgar sig þó alltaf að hafa auga með íslensku verðbólgunni, henni er ekki alveg treystandi þó hún hafi hagað sér skikkanlega undanfarin ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar