Hvers vegna er ekki meiri verðbólga? Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. maí 2020 08:00 Mikið ber á umræðu um verðbólgu þessa dagana en minna bólar á henni sjálfri. Þrátt fyrir að krónan okkar hafi fallið um einhver 14% frá áramótum og evran sé litin upp fyrir 160 kallinn virðist vísitala neysluverðs bara renna áfram í hlutlausum. En hvernig getur staðið á þessu? Hlýtur verðlag ekki að hækka þegar krónan veikist? Margir virðast taka því sem gefnu að verðbólgan muni nú rjúka upp úr öllu valdi. Okkur er minnistætt þegar krónan féll með látum í kjölfar fjármálahrunsins og verðbólgan át inn í eignir landsmanna í kjölfarið. En aðstæður eru ekki þær sömu nú og þær voru þá. 12 mánaða verðbólga mældist í apríl 2,2% og er enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans þó líkur séu á að hún muni gægjast upp fyrir það fyrir lok ársins. Vissulega hefur innflutningsverð hækkað vegna veikingar krónunnar en nokkuð sterkir kraftar draga verðlag niður á móti. Olíuverð hefur lækkað heilmikið sem og verð annarra hrávara erlendis auk þess sem minni eftirspurn hér á landi, vegna núverandi þrenginga, hvetur fyrirtæki til að hækka síður verð. Það er erfitt að spá fyrir um framhaldið en veigamiklir þættir á borð við íbúðaverð gefa frekar tilefni til að búast við hóflegri verðbólgu en mikilli hækkun neysluverðs. Úr Seðlabankanum berast skýr skilaboð um að verðbólgu verði ekki leyft að fara úr böndunum og beitir bankinn meðal annars digrum gjaldeyrisforða sínum til að styðja við krónuna og hemja verðlag. Krónan hefur vissulega veikst, en ekki meira en aðrir minni gjaldmiðlar hafa gefið eftir gagnvart þeim stóru. Tekjur ferðaþjónustu hafa vitaskuld hrapað en á móti er að draga verulega úr innflutningi og ekki eru Íslendingar að nota kortin sín mikið erlendis þessa dagana. Til þess að verðbólga aukist hér til muna þarf því ýmislegt að breytast. Bölsýnisspárnar um verðbólguna hafa ekki ræst og það lítur ekki út fyrir að svo verði í bráð en það borgar sig þó alltaf að hafa auga með íslensku verðbólgunni, henni er ekki alveg treystandi þó hún hafi hagað sér skikkanlega undanfarin ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björn Berg Gunnarsson Íslenska krónan Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Mikið ber á umræðu um verðbólgu þessa dagana en minna bólar á henni sjálfri. Þrátt fyrir að krónan okkar hafi fallið um einhver 14% frá áramótum og evran sé litin upp fyrir 160 kallinn virðist vísitala neysluverðs bara renna áfram í hlutlausum. En hvernig getur staðið á þessu? Hlýtur verðlag ekki að hækka þegar krónan veikist? Margir virðast taka því sem gefnu að verðbólgan muni nú rjúka upp úr öllu valdi. Okkur er minnistætt þegar krónan féll með látum í kjölfar fjármálahrunsins og verðbólgan át inn í eignir landsmanna í kjölfarið. En aðstæður eru ekki þær sömu nú og þær voru þá. 12 mánaða verðbólga mældist í apríl 2,2% og er enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans þó líkur séu á að hún muni gægjast upp fyrir það fyrir lok ársins. Vissulega hefur innflutningsverð hækkað vegna veikingar krónunnar en nokkuð sterkir kraftar draga verðlag niður á móti. Olíuverð hefur lækkað heilmikið sem og verð annarra hrávara erlendis auk þess sem minni eftirspurn hér á landi, vegna núverandi þrenginga, hvetur fyrirtæki til að hækka síður verð. Það er erfitt að spá fyrir um framhaldið en veigamiklir þættir á borð við íbúðaverð gefa frekar tilefni til að búast við hóflegri verðbólgu en mikilli hækkun neysluverðs. Úr Seðlabankanum berast skýr skilaboð um að verðbólgu verði ekki leyft að fara úr böndunum og beitir bankinn meðal annars digrum gjaldeyrisforða sínum til að styðja við krónuna og hemja verðlag. Krónan hefur vissulega veikst, en ekki meira en aðrir minni gjaldmiðlar hafa gefið eftir gagnvart þeim stóru. Tekjur ferðaþjónustu hafa vitaskuld hrapað en á móti er að draga verulega úr innflutningi og ekki eru Íslendingar að nota kortin sín mikið erlendis þessa dagana. Til þess að verðbólga aukist hér til muna þarf því ýmislegt að breytast. Bölsýnisspárnar um verðbólguna hafa ekki ræst og það lítur ekki út fyrir að svo verði í bráð en það borgar sig þó alltaf að hafa auga með íslensku verðbólgunni, henni er ekki alveg treystandi þó hún hafi hagað sér skikkanlega undanfarin ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun