Manchester City vann 2-1 sigur á Everton í dag er liðin mættust á Etihad-leikvanginum. Gabriel Jesus skoraði bæði mörk City.
Phil Foden virtist vera koma City yfir í fyrri hálfleik en markið var svo dæmt af eftir skoðun í VARsjánni. Staðan var því markalaus í hálfleik.
Gabriel Jesus skoraði fyrsta markið á 51. mínútu og fjórum mínútum tvöfaldaði hann forystuna með sínu öðru marki. Skorar alltaf gegn Everton.
6 - Gabriel Jesus has scored more Premier League goals against Everton (6) than any other opponent, scoring these goals in just his last five appearances against them. Nemesis. pic.twitter.com/2ockCBnYRr
— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2020
Richarlison minnkaði muninn fyrir Everton nítján mínútum fyrir leikslok eftir fyrirgjöf Theo Walcott en nær komust gestirnir ekki og lokatölur 2-1.
City er í 3. sætinu með 44 stig en Everton er í 10. sætinu með 25 stig. Fyrsti tapleikur Carlo Ancelotti en Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 67 mínúturnar.
WWWWW
— Squawka Football (@Squawka) January 1, 2020
Manchester City have won five consecutive games against Everton for the first time in top-flight history. pic.twitter.com/gzM7XKML34
David Moyes byrjar frábærlega með West Ham en Hamrarnir unnu 4-0 sigur á Bournemouth í fyrsta leik Moyes með félagið eftir að hann tók við liðinu í annað sinn.
Staðan var 3-0 í hálfleik. Mark Noble hafði þá skorað í tvígang og Sebastian Haller gerði eitt mark. Felipe Anderson bætti við fjórða markinu í síðari hálfleiknum.
West Ham er í sextánda sætinu með 22 stig og komst upp úr fallsæti með sigrinum en Bournemouth er komið í fallsæti, 18. sætið með 20 stig.
@WestHam have won a home PL game by a 4+ goal margin for the first time since Sept 2005, when Alan Pardew’s side defeated Aston Villa 4-0 pic.twitter.com/ET4aqL2XPu
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 1, 2020
Norwich og Crystal Palace gerðu svo 1-1 jafntefli. Todd Cantwell kom Norwich yfir á fjórðu mínútu en Connor Wickham jafnaði metin á 85. mínútu.
Norwich er á botninum með fjórtán stig en Palace er í níunda sætinu með 28 stig.
FT
— BBC Sport (@BBCSport) January 1, 2020
A late goal from Crystal Palace sees it end level.
Crystal Palace 1-1 Norwich #PL reaction: https://t.co/bUjt0H6JRx#NORCRYpic.twitter.com/atPa1j6udh