Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 10:30 Raheem Sterling hjá Manchester City í samstuði við Virgil Van Dijk hjá Liverpool en það þarf væntanlega að fresta næsta leik liðanna inn á sumarið vegna þátttöku Manchester City í enska bikarnum. Getty/Alex Livesey Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú hörðum höndum að því að setja upp allt leikjaskipulagið fyrir sumardeildina en keppni á að hefjast aftur í ensku úrvalsdeildinni 17. júní næstkomandi. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars en öllum leikjum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Um tíma var óttast um að það yrði að flauta mótið af en fljótlega varð hins vegar ljóst að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og félögin tuttugu ætluðu að finna leiðir til þess að klára mótið. Nú er að koma betri mynd á þessa endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en í fyrsta sinn í sögu hennar verða leiknir leikir í júní og júlí eða þegar liðin eru vanalega í sumarfríi. Guardian fer yfir planið í frétt hjá sér en helstu útlínur tímabilsins eru komnar á hreint. Some clubs will face run of three matches in seven days when Premier League returns. Story by @DaveHytner https://t.co/3rLKtXWA1K— Guardian sport (@guardian_sport) June 2, 2020 Sex umferðir munu fara fram á löngum helgum, það er frá föstudegi til mánudags, en þrjár umferðir verða spilaðar í miðri viku. Leikirnir í miðri viku fara fram á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi en samkvæmt frétt Guardian þá verður spilað í miðri viku, 23. til 25. júní, 7. til 9. júlí og 14. til 16. júlí. Enska úrvalsdeildin hefst miðvikudaginn 17. júní en þá verða spilaðir þeir leikir sem liðin áttu inni það er Manchester City - Arsenal og Aston Villa - Sheffield United. Viðmunaðarreglan er að liðin spili ekki á tveggja sólarhringafresti en það má búast við að liðin spili þrisvar sinnum á einni viku. Sem dæmi um það þá gæti lið þurft að spila á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi og þar erum við að tala um þrjá leiki á aðeins sex dögum. Enska úrvalsdeildin á að klárast fyrir Verslunarmannahelgi eða helgina 25. til 26. júlí næstkomandi en bikarúrslitaleikurinn hefur verið settur á um þá helgi. Átta liða úrslit enska bikarsins hafa verið sett á helgina 27. til 28. júní og undanúrslitin eiga að fara fram 18. til 19. júlí. Einu vikurnar þar sem ekki eru leikir á núna eru vikurnar eftir þessa bikarleiki en þangað fara deildarleikirnir sem verða frestað vegna bikarleikjanna. Leikirnir sem þurfa væntanlega að fara vegna bikarleikjanna í átta liða úrslitunum eru Bournemouth-Newcastle, Arsenal-Norwich, Brighton-Manchester United, Everton-Leicester, Manchester City-Liverpool, Sheffield United-Tottenham og West Ham-Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú hörðum höndum að því að setja upp allt leikjaskipulagið fyrir sumardeildina en keppni á að hefjast aftur í ensku úrvalsdeildinni 17. júní næstkomandi. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars en öllum leikjum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Um tíma var óttast um að það yrði að flauta mótið af en fljótlega varð hins vegar ljóst að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og félögin tuttugu ætluðu að finna leiðir til þess að klára mótið. Nú er að koma betri mynd á þessa endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en í fyrsta sinn í sögu hennar verða leiknir leikir í júní og júlí eða þegar liðin eru vanalega í sumarfríi. Guardian fer yfir planið í frétt hjá sér en helstu útlínur tímabilsins eru komnar á hreint. Some clubs will face run of three matches in seven days when Premier League returns. Story by @DaveHytner https://t.co/3rLKtXWA1K— Guardian sport (@guardian_sport) June 2, 2020 Sex umferðir munu fara fram á löngum helgum, það er frá föstudegi til mánudags, en þrjár umferðir verða spilaðar í miðri viku. Leikirnir í miðri viku fara fram á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi en samkvæmt frétt Guardian þá verður spilað í miðri viku, 23. til 25. júní, 7. til 9. júlí og 14. til 16. júlí. Enska úrvalsdeildin hefst miðvikudaginn 17. júní en þá verða spilaðir þeir leikir sem liðin áttu inni það er Manchester City - Arsenal og Aston Villa - Sheffield United. Viðmunaðarreglan er að liðin spili ekki á tveggja sólarhringafresti en það má búast við að liðin spili þrisvar sinnum á einni viku. Sem dæmi um það þá gæti lið þurft að spila á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi og þar erum við að tala um þrjá leiki á aðeins sex dögum. Enska úrvalsdeildin á að klárast fyrir Verslunarmannahelgi eða helgina 25. til 26. júlí næstkomandi en bikarúrslitaleikurinn hefur verið settur á um þá helgi. Átta liða úrslit enska bikarsins hafa verið sett á helgina 27. til 28. júní og undanúrslitin eiga að fara fram 18. til 19. júlí. Einu vikurnar þar sem ekki eru leikir á núna eru vikurnar eftir þessa bikarleiki en þangað fara deildarleikirnir sem verða frestað vegna bikarleikjanna. Leikirnir sem þurfa væntanlega að fara vegna bikarleikjanna í átta liða úrslitunum eru Bournemouth-Newcastle, Arsenal-Norwich, Brighton-Manchester United, Everton-Leicester, Manchester City-Liverpool, Sheffield United-Tottenham og West Ham-Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira