Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 10:30 Raheem Sterling hjá Manchester City í samstuði við Virgil Van Dijk hjá Liverpool en það þarf væntanlega að fresta næsta leik liðanna inn á sumarið vegna þátttöku Manchester City í enska bikarnum. Getty/Alex Livesey Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú hörðum höndum að því að setja upp allt leikjaskipulagið fyrir sumardeildina en keppni á að hefjast aftur í ensku úrvalsdeildinni 17. júní næstkomandi. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars en öllum leikjum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Um tíma var óttast um að það yrði að flauta mótið af en fljótlega varð hins vegar ljóst að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og félögin tuttugu ætluðu að finna leiðir til þess að klára mótið. Nú er að koma betri mynd á þessa endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en í fyrsta sinn í sögu hennar verða leiknir leikir í júní og júlí eða þegar liðin eru vanalega í sumarfríi. Guardian fer yfir planið í frétt hjá sér en helstu útlínur tímabilsins eru komnar á hreint. Some clubs will face run of three matches in seven days when Premier League returns. Story by @DaveHytner https://t.co/3rLKtXWA1K— Guardian sport (@guardian_sport) June 2, 2020 Sex umferðir munu fara fram á löngum helgum, það er frá föstudegi til mánudags, en þrjár umferðir verða spilaðar í miðri viku. Leikirnir í miðri viku fara fram á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi en samkvæmt frétt Guardian þá verður spilað í miðri viku, 23. til 25. júní, 7. til 9. júlí og 14. til 16. júlí. Enska úrvalsdeildin hefst miðvikudaginn 17. júní en þá verða spilaðir þeir leikir sem liðin áttu inni það er Manchester City - Arsenal og Aston Villa - Sheffield United. Viðmunaðarreglan er að liðin spili ekki á tveggja sólarhringafresti en það má búast við að liðin spili þrisvar sinnum á einni viku. Sem dæmi um það þá gæti lið þurft að spila á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi og þar erum við að tala um þrjá leiki á aðeins sex dögum. Enska úrvalsdeildin á að klárast fyrir Verslunarmannahelgi eða helgina 25. til 26. júlí næstkomandi en bikarúrslitaleikurinn hefur verið settur á um þá helgi. Átta liða úrslit enska bikarsins hafa verið sett á helgina 27. til 28. júní og undanúrslitin eiga að fara fram 18. til 19. júlí. Einu vikurnar þar sem ekki eru leikir á núna eru vikurnar eftir þessa bikarleiki en þangað fara deildarleikirnir sem verða frestað vegna bikarleikjanna. Leikirnir sem þurfa væntanlega að fara vegna bikarleikjanna í átta liða úrslitunum eru Bournemouth-Newcastle, Arsenal-Norwich, Brighton-Manchester United, Everton-Leicester, Manchester City-Liverpool, Sheffield United-Tottenham og West Ham-Chelsea. Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú hörðum höndum að því að setja upp allt leikjaskipulagið fyrir sumardeildina en keppni á að hefjast aftur í ensku úrvalsdeildinni 17. júní næstkomandi. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars en öllum leikjum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Um tíma var óttast um að það yrði að flauta mótið af en fljótlega varð hins vegar ljóst að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og félögin tuttugu ætluðu að finna leiðir til þess að klára mótið. Nú er að koma betri mynd á þessa endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en í fyrsta sinn í sögu hennar verða leiknir leikir í júní og júlí eða þegar liðin eru vanalega í sumarfríi. Guardian fer yfir planið í frétt hjá sér en helstu útlínur tímabilsins eru komnar á hreint. Some clubs will face run of three matches in seven days when Premier League returns. Story by @DaveHytner https://t.co/3rLKtXWA1K— Guardian sport (@guardian_sport) June 2, 2020 Sex umferðir munu fara fram á löngum helgum, það er frá föstudegi til mánudags, en þrjár umferðir verða spilaðar í miðri viku. Leikirnir í miðri viku fara fram á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi en samkvæmt frétt Guardian þá verður spilað í miðri viku, 23. til 25. júní, 7. til 9. júlí og 14. til 16. júlí. Enska úrvalsdeildin hefst miðvikudaginn 17. júní en þá verða spilaðir þeir leikir sem liðin áttu inni það er Manchester City - Arsenal og Aston Villa - Sheffield United. Viðmunaðarreglan er að liðin spili ekki á tveggja sólarhringafresti en það má búast við að liðin spili þrisvar sinnum á einni viku. Sem dæmi um það þá gæti lið þurft að spila á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi og þar erum við að tala um þrjá leiki á aðeins sex dögum. Enska úrvalsdeildin á að klárast fyrir Verslunarmannahelgi eða helgina 25. til 26. júlí næstkomandi en bikarúrslitaleikurinn hefur verið settur á um þá helgi. Átta liða úrslit enska bikarsins hafa verið sett á helgina 27. til 28. júní og undanúrslitin eiga að fara fram 18. til 19. júlí. Einu vikurnar þar sem ekki eru leikir á núna eru vikurnar eftir þessa bikarleiki en þangað fara deildarleikirnir sem verða frestað vegna bikarleikjanna. Leikirnir sem þurfa væntanlega að fara vegna bikarleikjanna í átta liða úrslitunum eru Bournemouth-Newcastle, Arsenal-Norwich, Brighton-Manchester United, Everton-Leicester, Manchester City-Liverpool, Sheffield United-Tottenham og West Ham-Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira