„Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 21:54 Stuðningsmenn Liverpool fagna um allan heim í kvöld en Klopp hvetur fólk til að halda sig í smáum hópum. VÍSIR/GETTY „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. Liverpool hefur haft algjöra yfirburði á leiktíðinni og eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea í kvöld var titillinn í höfn, þó að enn væru sjö umferðir eftir. „Þetta er meira en ég hefði nokkurn tímann talið mögulegt. Vitandi það hvernig Kenny [Dalglish] studdi okkur, þá er þetta fyrir hann. Hann beið í 30 ár, og þetta er fyrir Stevie [Gerrard]. Strákarnir dást að ykkur öllum og það er auðvelt að gíra upp liðið vegna þeirrar miklu sögu sem félagið á,“ sagði Klopp við Sky Sports. Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að besta liði Englands, því langbesta miðað við þessa leiktíð.VÍSIR/GETTY „Þetta voru taugatrekkjandi 100 mínútur í leiknum hjá City. Ég vildi helst ekki spá í þessu en maður gerir það þegar maður horfir. Þetta er ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum og gríðarlega ánægjulegt fyrir mig að þjálfa þá. Ég er ekki búinn að bíða í 30 ár. Ég er búinn að vera hérna í fjögur og hálft ár, en þetta er talsvert afrek, sérstaklega eftir þetta þriggja mánaða hlé því enginn vissi hvort við gætum haldið áfram,“ sagði Klopp. Crowds on Seel Street in Liverpool city centre already have their celebrations in full swing pic.twitter.com/PwMl73vMYp— Jenny Kirkham (@PJ_Kirkham) June 25, 2020 „Leikurinn í gær [sigur á Crystal Palace] fullvissaði mig um að við værum í góðum málum og kvöldið í kvöld er fyrir stuðningsmennina. Ég vona að þið haldið ykkur heima og það er mjög gaman að geta fært ykkur þetta. Faraldurinn er ekki búinn og við horfðum á leikinn saman á hóteli og munum njóta augnabliksins,“ sagði Klopp. „Ég veit að þetta er erfitt fyrir fólk á svona stundu en við gátum ekki haldið aftur af okkur. Við munum fagna þessu með stuðningsmönnum um leið og við getum,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. Liverpool hefur haft algjöra yfirburði á leiktíðinni og eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea í kvöld var titillinn í höfn, þó að enn væru sjö umferðir eftir. „Þetta er meira en ég hefði nokkurn tímann talið mögulegt. Vitandi það hvernig Kenny [Dalglish] studdi okkur, þá er þetta fyrir hann. Hann beið í 30 ár, og þetta er fyrir Stevie [Gerrard]. Strákarnir dást að ykkur öllum og það er auðvelt að gíra upp liðið vegna þeirrar miklu sögu sem félagið á,“ sagði Klopp við Sky Sports. Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að besta liði Englands, því langbesta miðað við þessa leiktíð.VÍSIR/GETTY „Þetta voru taugatrekkjandi 100 mínútur í leiknum hjá City. Ég vildi helst ekki spá í þessu en maður gerir það þegar maður horfir. Þetta er ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum og gríðarlega ánægjulegt fyrir mig að þjálfa þá. Ég er ekki búinn að bíða í 30 ár. Ég er búinn að vera hérna í fjögur og hálft ár, en þetta er talsvert afrek, sérstaklega eftir þetta þriggja mánaða hlé því enginn vissi hvort við gætum haldið áfram,“ sagði Klopp. Crowds on Seel Street in Liverpool city centre already have their celebrations in full swing pic.twitter.com/PwMl73vMYp— Jenny Kirkham (@PJ_Kirkham) June 25, 2020 „Leikurinn í gær [sigur á Crystal Palace] fullvissaði mig um að við værum í góðum málum og kvöldið í kvöld er fyrir stuðningsmennina. Ég vona að þið haldið ykkur heima og það er mjög gaman að geta fært ykkur þetta. Faraldurinn er ekki búinn og við horfðum á leikinn saman á hóteli og munum njóta augnabliksins,“ sagði Klopp. „Ég veit að þetta er erfitt fyrir fólk á svona stundu en við gátum ekki haldið aftur af okkur. Við munum fagna þessu með stuðningsmönnum um leið og við getum,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira