Sport

Fram­kvæmda­stjóri enska knatt­spyrnu­sam­bandsins segir „mark­mið allra að klára tíma­bilið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roberto Firmino og félagar eiga þá væntanlega möguleika á að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.
vísir/getty

Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, segir að helsta markmið allra innan sambandsins sé að klára ensku deildirnar eftir að EM var frestað þangað til næsta sumar á fundi UEFA í gær.

Nú er deildin í fríi vegna kórónuveirunnar og er fyrsti leikdagur sagður 4. apríl en margir segjast eiga erfitt með að sjá tímabilið byrja aftur á þeim tímapunkti. Bellingham segir að allir innan sambandsins leggji sitt að mörkum til þess að tímabilið byrji aftur og geti klárast.

„Helsta markmið allra er að klára tímabilið. Það er ein helsta ástæðan fyrir því að Evrópumótinu var frestað, til þess að fá glugga til að klára mótið, svo ef vírusinn lagast þá er möguleiki á að klára tímabilið,“ sagði Bullingham. Góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool.

„Á þessum tímapunkti er óvíst hvað gerist. Við skipuleggjum hverja einustu atburðarás svo við getum brugðist við en það mikilvægasta í þessari stöðu er heilsa fólksins.“

„Á þessum tímapunkti erum við með nokkur möguleg plön og við munum halda áfram að skipuleggja okkur þegar við fáum fleiri upplýsingar. Það eru mismunandi atburðarrásir og einn er að klára í enda júní og annar er að fara inn í júlí.“

Mörg félög sjá fyrir sér að lenda í nokkrum fjárhagserfiðleikum en Bullingham segir mikilvægt að menn standi haman.

„Við erum meðvituð um það að þetta hefur áhrif á mörg félög í neðri deildunum og grasrótinni. Við munum halda áfram að tala við stjórnvöld um þetta og alla fótboltafjölskylduna því við ættum öll að sameinast í þessu. Ég get ekki farið í nánari upplýsingar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×