Sport

Gerrard ekki öruggur með stjórastólinn á Anfield þegar Klopp yfirgefur félagið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steven Gerrard og lærisveinar hafa gert góða hluti í Evrópudeildinni en ekki eins vel í deild og bikar heima fyrir.
vísir/getty

Það hefur verið lengi talað um að þegar Jurgen Klopp stjóri Liverpool yfirgefi félagið þá muni goðsögn félagsins, Steven Gerrard, taka við stjórastöðunni. En það er víst ekki svo einfalt.

Gerrard hefur verið stjóri Rangers undanfarið eitt og hálft ár en á undan því þjálfaði hann í akademíu Liverpool með góðum árangri. Tími hans hjá Rangers hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

Það hefur vakið umhugsunarefni hjá forráðamönnum Liverpool sem eru einfaldlega ekki vissir hvort að Gerrard sé rétti maðurinn en samkvæmt The Athletic þá kemur Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari Liverpool, vel til greina.

Hann er talinn í miklum metum hjá eigendum félagsins og er talið að hann sé ofarlega á listanum en einnig hefur landi Klopp, Julian Nagelsmann, vakið áhuga Liverpool-manna.

Lijnders hefur verið tvisvar hjá félaginu en hann var einnig aðstoðarstjóri Brendan Rodgers áður en hann tók við NEC Nijmegen í Hollandi. Nagelsmann er yngsti stjórinn til þess að koma liði í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en hann er einungis 32 ára gamall og stýrir Leipzig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×