Með eða ekki, áfram eða stopp? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 4. mars 2021 09:32 Möguleikar hins stafræn hafa gríðarmikil áhrif á viðskipti og markaðsmál dagsins í dag. Með eiginleikum stafrænnar umbreytingar, nákvæmra mælistika og gagnvirkni hafa komið fram nýir möguleikar til markaðssetningar sem bjóða upp ný tækifæri í því hvernig við komum til móts við viðskiptavini. Áfram gakk með stafrænni umbreytingu, eða stopp? Hvað þarf að gera, er eitthvað staðnað og stíft, hversu langt til framtíðar er verið að horfa, hugsanlega þarf að kollvarpa núgildandi viðskiptamódeli. Við erum að ræða um framtíðarrekstur og rekstrarhæfni. Byggjum á reynslu og þekkingu, það er verðmætt en höfum þor til að sækja fram og aldrei hugsa: „þetta hefur alltaf virkað svona“– því það er ekki í boði. Grunnurinn að frekari framþróun er að nýjungar og tækni ásamt hinum stafrænu möguleikum hafa breytt samskiptum fyrirtækja við viðskiptavini og viðskiptasamböndum þar á milli. Hin stafræna umbylting hefur fært fyrirtæki nær viðskiptavinum um leið og hún hefur gjörbylt hegðun neytenda, allt frá kaupum yfir í eftirfylgni. Kemur ekki á óvart, þróun og vísbendingar hafa borið að sama brunni undanfarin ár, annaðhvort ert þú með eða ekki. Ætlar þú að liggja í rólegheitum í heita pottinum á meðan aðrir stinga sér til sunds og keppa að settu marki? Breytingin er óhjákvæmilega Þótt hugtakið „stafræn umbreyting“ geti hljómað þokukennt og eins og eitt af tískuorðunum sem sérfræðingar nota til að slá um sig með, er hún rökrétt framhald af þróun undanfarinna ára og þar sem árangur hefur náðst er hann mjög greinilegur. Núna er breytingin orðin býsna hröð þó að þörf sé á meiri inngjöf. Þegar talað er um stafræna umbreytingu er meðal annars átt við hvernig ný hugsun er innleidd, notuð og samþætt hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Stafræn umbreyting er t.d. eitthvað gagnlegt líkt og rafrænar heilsufarsskrár eða einfaldara ferli við að nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Stafræn umbreyting hefur sýnt hvað hún getur gert fyrir smásölu þar sem framsýnum fyrirtækjum hefur með stafrænni hugsun tekist að bæta hefðbundna viðskiptaþætti eins og afgreiðslu og sölu og náð forskoti á samkeppnisaðila. Gagnvirkni og nýsköpun til sóknar Stafræn umbreyting hefur haft gríðarmikil áhrif á gagnvirkni þar sem neytandanum er gefið færi á að velja sér kynningarefni, hvar, hvenær og hvernig hann notar það og hverjum hann deilir því með. Með því að nýta tæki og tól rétt fáum við aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga sem við getum nýtt til að þjónusta viðskiptavininn betur og mæta honum þar sem hann er með þeirri vöru eða þjónustu sem hann vantar. Mikil nýsköpun er á sviði greininga og til eru mörg verkfæri sem nútímavæða búnað og ferla og kalla fram gögn með hraðari og áreiðanlegri hætti en áður. Allt hjálpar þetta leiðtogum að taka betri og sneggri ákvarðanir sem styrkja fyrirtæki í sókn á markaði. Viðskiptavinurinn er ekki passívur áhorfandi, heldur blanda sér í leikinn og krefst svara þar sem viðkomandi er staddur. Slík samskipti, t.d. á samfélagsmiðlum breyta öllu. Viðskiptavinurinn er við stjórn og er hinn eini sanni áhrifavaldur. Fyrirtæki ættu ekki að fara á mis við tækifæri til tenginga, samtals og nýta þá stafrænu möguleika sem hrannast inn á markaðinn og fela í sér gagnvirkni sem var ekki möguleg fyrir nokkrum árum, en umbyltir umfangi og eðli þess hvernig snjallt markaðsfólk nálgast markmið sín. Sem er frábært. Áfram gakk Stafræn umbreyting hefur áhrif á stórt svið viðskipta. Lykillinn er að skilja hvað felst í breytingunni, að læra af forystufólki í stafrænni hugsun þvert á svið og tryggja að fyrirtækið hafi yfir að ráða tækni, hugsuninni, ferlunum og hæfileikunum til að vaxa og dafna. Til að ná lengra með stafrænum tækifærum er hollt að horfa út fyrir kassann sinn í átt til landa sem lengra eru komin. Vera óhrædd við að leita ráðgjafar, vilji til að læra er nauðsynlegur og svo þor til að prófa. Með skýrt leiðarljós, í bland við styrka þróun og stuðning þeirra sem um veskið halda, er engin ástæða til annars en að ætla að íslensk fyrirtæki geti tekið afgerandi skref upp heimslistann. Það er að segja ef stjórnendur og eigendur stefna þangað og ætla að leggja undir það sem þarf. Stafræn umbreyting á að vera áskorun, sérstaklega fyrirtæki sem eru þung í vöfum þar sem búið er að fjárfesta mikið í eigin ferlum, kerfum og menningu. Það þarf ekki að vera að sofnað hafi verið á verðinum, hugsanlega var fólk bara aðeins of lengi í heita pottinum en það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að venda sínu kvæði í kross. Ef ekki núna, hvenær þá? Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Stafræn þróun Nýsköpun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Möguleikar hins stafræn hafa gríðarmikil áhrif á viðskipti og markaðsmál dagsins í dag. Með eiginleikum stafrænnar umbreytingar, nákvæmra mælistika og gagnvirkni hafa komið fram nýir möguleikar til markaðssetningar sem bjóða upp ný tækifæri í því hvernig við komum til móts við viðskiptavini. Áfram gakk með stafrænni umbreytingu, eða stopp? Hvað þarf að gera, er eitthvað staðnað og stíft, hversu langt til framtíðar er verið að horfa, hugsanlega þarf að kollvarpa núgildandi viðskiptamódeli. Við erum að ræða um framtíðarrekstur og rekstrarhæfni. Byggjum á reynslu og þekkingu, það er verðmætt en höfum þor til að sækja fram og aldrei hugsa: „þetta hefur alltaf virkað svona“– því það er ekki í boði. Grunnurinn að frekari framþróun er að nýjungar og tækni ásamt hinum stafrænu möguleikum hafa breytt samskiptum fyrirtækja við viðskiptavini og viðskiptasamböndum þar á milli. Hin stafræna umbylting hefur fært fyrirtæki nær viðskiptavinum um leið og hún hefur gjörbylt hegðun neytenda, allt frá kaupum yfir í eftirfylgni. Kemur ekki á óvart, þróun og vísbendingar hafa borið að sama brunni undanfarin ár, annaðhvort ert þú með eða ekki. Ætlar þú að liggja í rólegheitum í heita pottinum á meðan aðrir stinga sér til sunds og keppa að settu marki? Breytingin er óhjákvæmilega Þótt hugtakið „stafræn umbreyting“ geti hljómað þokukennt og eins og eitt af tískuorðunum sem sérfræðingar nota til að slá um sig með, er hún rökrétt framhald af þróun undanfarinna ára og þar sem árangur hefur náðst er hann mjög greinilegur. Núna er breytingin orðin býsna hröð þó að þörf sé á meiri inngjöf. Þegar talað er um stafræna umbreytingu er meðal annars átt við hvernig ný hugsun er innleidd, notuð og samþætt hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Stafræn umbreyting er t.d. eitthvað gagnlegt líkt og rafrænar heilsufarsskrár eða einfaldara ferli við að nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Stafræn umbreyting hefur sýnt hvað hún getur gert fyrir smásölu þar sem framsýnum fyrirtækjum hefur með stafrænni hugsun tekist að bæta hefðbundna viðskiptaþætti eins og afgreiðslu og sölu og náð forskoti á samkeppnisaðila. Gagnvirkni og nýsköpun til sóknar Stafræn umbreyting hefur haft gríðarmikil áhrif á gagnvirkni þar sem neytandanum er gefið færi á að velja sér kynningarefni, hvar, hvenær og hvernig hann notar það og hverjum hann deilir því með. Með því að nýta tæki og tól rétt fáum við aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga sem við getum nýtt til að þjónusta viðskiptavininn betur og mæta honum þar sem hann er með þeirri vöru eða þjónustu sem hann vantar. Mikil nýsköpun er á sviði greininga og til eru mörg verkfæri sem nútímavæða búnað og ferla og kalla fram gögn með hraðari og áreiðanlegri hætti en áður. Allt hjálpar þetta leiðtogum að taka betri og sneggri ákvarðanir sem styrkja fyrirtæki í sókn á markaði. Viðskiptavinurinn er ekki passívur áhorfandi, heldur blanda sér í leikinn og krefst svara þar sem viðkomandi er staddur. Slík samskipti, t.d. á samfélagsmiðlum breyta öllu. Viðskiptavinurinn er við stjórn og er hinn eini sanni áhrifavaldur. Fyrirtæki ættu ekki að fara á mis við tækifæri til tenginga, samtals og nýta þá stafrænu möguleika sem hrannast inn á markaðinn og fela í sér gagnvirkni sem var ekki möguleg fyrir nokkrum árum, en umbyltir umfangi og eðli þess hvernig snjallt markaðsfólk nálgast markmið sín. Sem er frábært. Áfram gakk Stafræn umbreyting hefur áhrif á stórt svið viðskipta. Lykillinn er að skilja hvað felst í breytingunni, að læra af forystufólki í stafrænni hugsun þvert á svið og tryggja að fyrirtækið hafi yfir að ráða tækni, hugsuninni, ferlunum og hæfileikunum til að vaxa og dafna. Til að ná lengra með stafrænum tækifærum er hollt að horfa út fyrir kassann sinn í átt til landa sem lengra eru komin. Vera óhrædd við að leita ráðgjafar, vilji til að læra er nauðsynlegur og svo þor til að prófa. Með skýrt leiðarljós, í bland við styrka þróun og stuðning þeirra sem um veskið halda, er engin ástæða til annars en að ætla að íslensk fyrirtæki geti tekið afgerandi skref upp heimslistann. Það er að segja ef stjórnendur og eigendur stefna þangað og ætla að leggja undir það sem þarf. Stafræn umbreyting á að vera áskorun, sérstaklega fyrirtæki sem eru þung í vöfum þar sem búið er að fjárfesta mikið í eigin ferlum, kerfum og menningu. Það þarf ekki að vera að sofnað hafi verið á verðinum, hugsanlega var fólk bara aðeins of lengi í heita pottinum en það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að venda sínu kvæði í kross. Ef ekki núna, hvenær þá? Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar