Ein stærsta efnahagsinnspýting í sögu Bandaríkjanna samþykkt Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 09:37 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeildinni, fagna samþykkt aðgerðapakka Biden forseta í gær. Demókratar hafa nefnt pakkann „bandarísku björgunaráætlunina“. Vísir/EPA Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti endanlega eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. Aðgerðapakkinn var eitt stærsta stefnumál Joes Biden forseta og demókrata á Bandaríkjaþingi. Alls er aðgerðapakkinn metinn á um 1,9 biljónir dollara, jafnvirði um 243 milljón milljóna íslenskra króna. Af honum renna um 400 milljarðar dollara, jafnvirði um 51.100 milljarða króna, í ávísanir sem verða sendar flestum Bandaríkjunum upp á 1.400 dollara, jafnvirði um 179.000 króna. Þá fara 350 milljarðar dollara, jafnvirði um 44.700 milljarða króna, í aðstoð til ríkis- og sveitarstjórna, aukna barnabætur og fjármögnun bólusetninga, að því er segir í frétt Reuters. Samþykkt efnahagsinnspýtingarinnar er talin meiriháttar sigur fyrir Biden forseta. „Hjálpin er á leiðinni,“ tísti forsetinn eftir að þingið samþykkti aðgerðapakkann í gærkvöldi. Biden er sagður ætla að staðfesta lögin með undirskrift sinni á morgun. Enginn repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu, hvorki í fulltrúadeildinni né öldungadeildinni. Það var samþykkt með 220 atkvæðum þingmanna demókrata gegn 211 atkvæði repúblikana í fulltrúadeildinni. Repúblikanar héldu því fram að aðgerðapakkinn væri of dýr, í hænum væru of mikið að gæluverkefnum demókrata og að versti hluti faraldursins væri hvort eð er afstaðinn. Margir þeirra höfðu engu að síður stutt slíkar aðgerðir þegar Donald Trump var forseti. Janet Yellen, fjármálaráðherra, fagnaði aftur á móti samþykkt innspýtingarinnar. Að hennar mati mun hún hraða bata bandaríska hagkerfisins eftir skakkaföllin sem faraldurinn hefur valdið. Efnahagsaðgerðapakkinn virðist njóta almennra vinsælda í Bandaríkjunum. Í könnun Reuters í vikunni sögðust 70% svarenda styðja hann. Meirihluti stuðningsmanna beggja flokka voru fylgjani aðgerðunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira
Alls er aðgerðapakkinn metinn á um 1,9 biljónir dollara, jafnvirði um 243 milljón milljóna íslenskra króna. Af honum renna um 400 milljarðar dollara, jafnvirði um 51.100 milljarða króna, í ávísanir sem verða sendar flestum Bandaríkjunum upp á 1.400 dollara, jafnvirði um 179.000 króna. Þá fara 350 milljarðar dollara, jafnvirði um 44.700 milljarða króna, í aðstoð til ríkis- og sveitarstjórna, aukna barnabætur og fjármögnun bólusetninga, að því er segir í frétt Reuters. Samþykkt efnahagsinnspýtingarinnar er talin meiriháttar sigur fyrir Biden forseta. „Hjálpin er á leiðinni,“ tísti forsetinn eftir að þingið samþykkti aðgerðapakkann í gærkvöldi. Biden er sagður ætla að staðfesta lögin með undirskrift sinni á morgun. Enginn repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu, hvorki í fulltrúadeildinni né öldungadeildinni. Það var samþykkt með 220 atkvæðum þingmanna demókrata gegn 211 atkvæði repúblikana í fulltrúadeildinni. Repúblikanar héldu því fram að aðgerðapakkinn væri of dýr, í hænum væru of mikið að gæluverkefnum demókrata og að versti hluti faraldursins væri hvort eð er afstaðinn. Margir þeirra höfðu engu að síður stutt slíkar aðgerðir þegar Donald Trump var forseti. Janet Yellen, fjármálaráðherra, fagnaði aftur á móti samþykkt innspýtingarinnar. Að hennar mati mun hún hraða bata bandaríska hagkerfisins eftir skakkaföllin sem faraldurinn hefur valdið. Efnahagsaðgerðapakkinn virðist njóta almennra vinsælda í Bandaríkjunum. Í könnun Reuters í vikunni sögðust 70% svarenda styðja hann. Meirihluti stuðningsmanna beggja flokka voru fylgjani aðgerðunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira