Hraðalækkanir: Fyrir hvern? Egill Þór Jónsson og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifa 17. apríl 2021 16:31 Snemma á níunda áratug síðustu aldar hafði fólk tekið eftir fjölgun umferðaróhappa og slysa áratugina á undan. Orsakaþættirnir þóttu vera mikil aukning á akandi og gangandi vegfarendum í umferð en einnig að umgjörðin í kringum aukinn mannfjölda á ferð hafði ekki þróast í sama takt og mannfjöldinn sjálfur. Í kjölfarið fór Reykjavíkurborg undir stjórn Sjálfstæðisflokksins í átak og kynnti til leiks svokölluð 30 km hverfi, þar sem hámarkshraðinn var hafður 30 km/klst inni í íbúðarhverfum ásamt því að lyfta grettistaki í öðrum áhrifaþáttum umferðaröryggis gatnakerfisins í heild sinni eins og uppsetningu umferðarljósa og gangbrautarljósa og fjölgun hringtorga en fjöldi þeirra tvöfaldaðist yfir næstu tvo áratugi. Annað sem skipti miklu máli var að aðgreina vel keyrandi vegfarendur og gangandi á aðalgatnabrautum eins og stofnbrautum og tengibrautum. Árangurinn stóð ekki á sér og í rannsókn sinni á umferðaróhöppum frá árinu 2006 komst Stefán Agnar Finnsson að þeirri niðurstöðu að slysum hefði fækkað um 27% og alvarlegum slysum um 62% á 30 km svæðum. Hvað umferðaröryggi í Reykjavík í heild varðar sýndu þeir Haraldur Sigþórsson og Stefán í rannsókn sinni frá 2008 að þessar aðgerðir og þær fyrrnefndu sem varða umgjörð umferðarinnar höfðu með réttu bætt umferðaröryggi í Reykjavík til muna. Stundum er einfaldasta lausnin hreinlega besta lausnin Fæstir hafa farið varhluta að því að meirihlutinn í borgarstjórn hefur ákveðið töluverða hraðalækkun á öllum götum í umsjá borgarinnar og vísar í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar um tengsl milli hraða ökutækja og framleiðslu svifryks sér til réttlætingar. Það er svo sem ekki nýtt að meiri hraði og þyngd ökutækis slíti malbiki meira en minni hraði og þyngd, né þá að nagladekk séu þar helsta skaðræðið, en rannsóknin er þó ágæt lesning enda mjög fræðandi og gætir að snerta á sem flestum punktum. Í rannsókninni áréttar höfundur þó að mikið af því svifryki sem myndast vegna slits getur skolast í burtu með afrennsli og þá sér í lagi með því að úða göturnar. Raunar tiltekur höfundur í rannsókn sinni ágæti þess að hreinsa göturnar á magn svifryks í andrúmsloftinu á nokkrum stöðum og segir: „Ef hraðinn er minnkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst (40% lækkun hraða) fyrir bíla á fólksbíla (sic) á nöglum myndi draga úr framleiðslu svifryks um 47%. Mjög mikilvægt er að gera hér skýran mun á uppsprettu vegryks (PM10) og svifryki í andrúmslofti. Mikið af svifryki á vegum safnast upp og „hverfur“ síðan með afrennsli og úða og fyrir vikið verður ekki að svifryki í andrúmslofti“. - bls. 17 Ásamt þessu tekur höfundur fram að: „Einnig er rétt að benda á að rakar eða blautar götur koma í veg fyrir uppþyrlun af yfirborði, en svifryk í útblæstri ætti greiða leið”. Sannarlega leysist vandamálið með svifryk í útblæstri að miklu leyti með rafvæðingu bílaflotans þó rafmagnsbílar séu auðvitað ekki stikkfrí hvað varðar framleiðslu svifryks. Út frá rannsókn Þrastar má hugsa sér að niðurstaðan sé sú að helst séu tvær leiðir í boði til að koma höggi á svifryksvandann í Reykjavík og þær eru: ● Þrífa göturnar mjög reglulega eins og gert er víða á Norðurlöndunum og draga þannig úr svifryki í andrúmslofti. Kostirnir við þá leið eru hreinar og fínar götur og lítið sem ekkert svifryk í andrúmslofti en gallinn er sá að það kostar meira að þjónusta borgarbúa vel. ●Lækka hámarkshraða alls staðar til að draga úr framleiðslu svifryks. Kostir eru að það yrði þá vonandi um helmingi minna svifryk, en gallar að það kostar um 2-300 milljónir á ári ef þetta er gert á 5 árum, auk þess að hæg umferð ber með sér aukinn þjóðhagslegan kostnað og það heggur ekki jafn vel á magn svifryks í andrúmsloftinu og vel og reglulega þrifnar götur. Þjónusta Strætó versnar Annar vandasamur fylgifiskur þess að lækka umferðarhraðann á þessum götum milli þjónustukjarna í Reykjavík er áhrif þess á leiðakerfi Strætó og umferðaþyngsl inni í íbúðarhverfunum. Í umsögn sinni um hraðalækkun í Reykjavík áréttaði Strætó bs. að því miður myndi það valda því að strætó gæti ekki haldið uppi sömu ferðatíðni og núna (ferðatíðni er núverandi og framtíðarfarþegum strætó mjög mikilvæg) án þess að fjölga vögnum í umferð til muna. Það mun sannarlega kosta drjúgan skilding en að auki skýtur það skökku við markmið hraðalækkunar, enda eru þá bara fleiri vagnar í umferð að framleiða svifryk þó þeir keyri hægar. Hitt er að þegar þrengt var að umferð á Hofsvallagötunni árið 2014 jókst umferð í nærliggjandi götum um 1.000 bíla á sólarhring samkvæmt umferðartalningu borgarinnar. Hæg umferð á þessum aðalgötum er því líkleg til að valda því að fólk seilist frekar inn í hverfin til að komast hjá umferðarþunganum. Ef einn orsakaþáttur umferðaróhappa hérna á árum áður var fjöldi bíla í umferð inni í íbúðarhverfum segir það sig sjálft að þetta er ekki til þess fallið að bæta öryggi fólks á ferðalagi óháð því hvort það sé á tveimur jafnfljótum, hjóli eða bíl. Síðast en ekki síst má velta fyrir sér hvað þessar hraðalækkanir þýða fyrir nauðsyn sérrýmis fyrir Borgarlínu. Því sérrýmið er forsenda þess að vagnarnir komist hratt og örugglega leiðar sinnar, en það mun eflaust þurfa að endurhugsa það eitthvað ef þeir mega bara keyra um rýmið á 30-40 km hraða. Þegar öllu er á botninn hvolft Það er því frekar merkilegt að meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur sé það illa við að splæsa í betri þrif á götunum að þeir eru tilbúnir að sætta sig við verri strætó og aukna umferð inni í íbúðargötum á sama tíma og þeir eyða 2-300 milljónum á ári næstu 5 árin í breytinguna, alls einn og hálfur milljarður. Í stað þess hreinlega að verja peningum í betri þrif og þar með betri loftgæði. Að lokum má hugsa sér hvort meirihluti borgarstjórnar hafi í raun það markmið að bæta umferðaröryggi, svona í ljósi þess sömu flokkar hafa ítrekað frestað framkvæmdum og lagfæringum á slysamestu og hættulegustu gatnamótum borgarinnar. En það er efni í annan pistil. Höfundar eru Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Umferð Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skipulag Egill Þór Jónsson Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Snemma á níunda áratug síðustu aldar hafði fólk tekið eftir fjölgun umferðaróhappa og slysa áratugina á undan. Orsakaþættirnir þóttu vera mikil aukning á akandi og gangandi vegfarendum í umferð en einnig að umgjörðin í kringum aukinn mannfjölda á ferð hafði ekki þróast í sama takt og mannfjöldinn sjálfur. Í kjölfarið fór Reykjavíkurborg undir stjórn Sjálfstæðisflokksins í átak og kynnti til leiks svokölluð 30 km hverfi, þar sem hámarkshraðinn var hafður 30 km/klst inni í íbúðarhverfum ásamt því að lyfta grettistaki í öðrum áhrifaþáttum umferðaröryggis gatnakerfisins í heild sinni eins og uppsetningu umferðarljósa og gangbrautarljósa og fjölgun hringtorga en fjöldi þeirra tvöfaldaðist yfir næstu tvo áratugi. Annað sem skipti miklu máli var að aðgreina vel keyrandi vegfarendur og gangandi á aðalgatnabrautum eins og stofnbrautum og tengibrautum. Árangurinn stóð ekki á sér og í rannsókn sinni á umferðaróhöppum frá árinu 2006 komst Stefán Agnar Finnsson að þeirri niðurstöðu að slysum hefði fækkað um 27% og alvarlegum slysum um 62% á 30 km svæðum. Hvað umferðaröryggi í Reykjavík í heild varðar sýndu þeir Haraldur Sigþórsson og Stefán í rannsókn sinni frá 2008 að þessar aðgerðir og þær fyrrnefndu sem varða umgjörð umferðarinnar höfðu með réttu bætt umferðaröryggi í Reykjavík til muna. Stundum er einfaldasta lausnin hreinlega besta lausnin Fæstir hafa farið varhluta að því að meirihlutinn í borgarstjórn hefur ákveðið töluverða hraðalækkun á öllum götum í umsjá borgarinnar og vísar í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar um tengsl milli hraða ökutækja og framleiðslu svifryks sér til réttlætingar. Það er svo sem ekki nýtt að meiri hraði og þyngd ökutækis slíti malbiki meira en minni hraði og þyngd, né þá að nagladekk séu þar helsta skaðræðið, en rannsóknin er þó ágæt lesning enda mjög fræðandi og gætir að snerta á sem flestum punktum. Í rannsókninni áréttar höfundur þó að mikið af því svifryki sem myndast vegna slits getur skolast í burtu með afrennsli og þá sér í lagi með því að úða göturnar. Raunar tiltekur höfundur í rannsókn sinni ágæti þess að hreinsa göturnar á magn svifryks í andrúmsloftinu á nokkrum stöðum og segir: „Ef hraðinn er minnkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst (40% lækkun hraða) fyrir bíla á fólksbíla (sic) á nöglum myndi draga úr framleiðslu svifryks um 47%. Mjög mikilvægt er að gera hér skýran mun á uppsprettu vegryks (PM10) og svifryki í andrúmslofti. Mikið af svifryki á vegum safnast upp og „hverfur“ síðan með afrennsli og úða og fyrir vikið verður ekki að svifryki í andrúmslofti“. - bls. 17 Ásamt þessu tekur höfundur fram að: „Einnig er rétt að benda á að rakar eða blautar götur koma í veg fyrir uppþyrlun af yfirborði, en svifryk í útblæstri ætti greiða leið”. Sannarlega leysist vandamálið með svifryk í útblæstri að miklu leyti með rafvæðingu bílaflotans þó rafmagnsbílar séu auðvitað ekki stikkfrí hvað varðar framleiðslu svifryks. Út frá rannsókn Þrastar má hugsa sér að niðurstaðan sé sú að helst séu tvær leiðir í boði til að koma höggi á svifryksvandann í Reykjavík og þær eru: ● Þrífa göturnar mjög reglulega eins og gert er víða á Norðurlöndunum og draga þannig úr svifryki í andrúmslofti. Kostirnir við þá leið eru hreinar og fínar götur og lítið sem ekkert svifryk í andrúmslofti en gallinn er sá að það kostar meira að þjónusta borgarbúa vel. ●Lækka hámarkshraða alls staðar til að draga úr framleiðslu svifryks. Kostir eru að það yrði þá vonandi um helmingi minna svifryk, en gallar að það kostar um 2-300 milljónir á ári ef þetta er gert á 5 árum, auk þess að hæg umferð ber með sér aukinn þjóðhagslegan kostnað og það heggur ekki jafn vel á magn svifryks í andrúmsloftinu og vel og reglulega þrifnar götur. Þjónusta Strætó versnar Annar vandasamur fylgifiskur þess að lækka umferðarhraðann á þessum götum milli þjónustukjarna í Reykjavík er áhrif þess á leiðakerfi Strætó og umferðaþyngsl inni í íbúðarhverfunum. Í umsögn sinni um hraðalækkun í Reykjavík áréttaði Strætó bs. að því miður myndi það valda því að strætó gæti ekki haldið uppi sömu ferðatíðni og núna (ferðatíðni er núverandi og framtíðarfarþegum strætó mjög mikilvæg) án þess að fjölga vögnum í umferð til muna. Það mun sannarlega kosta drjúgan skilding en að auki skýtur það skökku við markmið hraðalækkunar, enda eru þá bara fleiri vagnar í umferð að framleiða svifryk þó þeir keyri hægar. Hitt er að þegar þrengt var að umferð á Hofsvallagötunni árið 2014 jókst umferð í nærliggjandi götum um 1.000 bíla á sólarhring samkvæmt umferðartalningu borgarinnar. Hæg umferð á þessum aðalgötum er því líkleg til að valda því að fólk seilist frekar inn í hverfin til að komast hjá umferðarþunganum. Ef einn orsakaþáttur umferðaróhappa hérna á árum áður var fjöldi bíla í umferð inni í íbúðarhverfum segir það sig sjálft að þetta er ekki til þess fallið að bæta öryggi fólks á ferðalagi óháð því hvort það sé á tveimur jafnfljótum, hjóli eða bíl. Síðast en ekki síst má velta fyrir sér hvað þessar hraðalækkanir þýða fyrir nauðsyn sérrýmis fyrir Borgarlínu. Því sérrýmið er forsenda þess að vagnarnir komist hratt og örugglega leiðar sinnar, en það mun eflaust þurfa að endurhugsa það eitthvað ef þeir mega bara keyra um rýmið á 30-40 km hraða. Þegar öllu er á botninn hvolft Það er því frekar merkilegt að meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur sé það illa við að splæsa í betri þrif á götunum að þeir eru tilbúnir að sætta sig við verri strætó og aukna umferð inni í íbúðargötum á sama tíma og þeir eyða 2-300 milljónum á ári næstu 5 árin í breytinguna, alls einn og hálfur milljarður. Í stað þess hreinlega að verja peningum í betri þrif og þar með betri loftgæði. Að lokum má hugsa sér hvort meirihluti borgarstjórnar hafi í raun það markmið að bæta umferðaröryggi, svona í ljósi þess sömu flokkar hafa ítrekað frestað framkvæmdum og lagfæringum á slysamestu og hættulegustu gatnamótum borgarinnar. En það er efni í annan pistil. Höfundar eru Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun