Áslaug Arna, hvað er glæpur? Þorgerður M Þorbjarnardóttir skrifar 20. maí 2021 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi væru áhyggjuefni og að mati ríkislögreglustjóra næmu skattaundanskot um 4% af vergri þjóðarframleiðslu. Til að takast á við þennan vanda einblína stjórnvöld á innflytjendur og herða landamæraeftirlit. Í stað þess að beita sér af krafti gegn peningaþvætti og skattaundanskotum og beina sviðsljósinu þangað er einblínt á glæpagengi. Orðræðan er til þess fallin að vekja óhug hjá almenningi og til að réttlæta hertar aðgerðir á landamærunum. Ég gæti nýtt tækifærið hér og bent á alls kyns aðferðir til að minnka skaðann, s.s. afglæpavæðingu fíkniefna og fleira til að hjálpa þeim sem leiðast inn á braut glæpa og annarar áhættuhegðunar vegna áfalla og félagsstöðu. Hins vegar ætla ég að beina athyglinni að hópi fólks sem verður fyrir barðinu ómannúðlegri meðferð hér á landi, af hálfu hins opinbera. Íslensk stjórnvöld brjóta ítrekað á viðkvæmum hópi fólks, flóttamönnum. Flóttamenn á Íslandi eru að flýja ýmsar og oft mjög slæmar aðstæður. Þeir koma hingað til lands í von um betra líf. Til þess að komast hingað þurfa flestir að fara í gegnum Grikkland. Til þess að forðast það að vera látin sækja um hæli í Grikklandi gegn vilja sínum grípa sumir til þess ráðs að kaupa fölsuð skilríki eða fara huldu höfði til að komast fram hjá landamæraeftirliti. Það er einmitt þetta fólk sem í neyð sinni borga háar upphæðir til skipulagðrar glæpastarfsemi til að komast hingað til lands og fá hér hæli þar sem þau eru ekki með hæli í Grikklandi. Aðrir flóttamenn eru látnir skanna vegabréf sín í Grikklandi og sækja þar með sjálfkrafa um hæli þar í landi. Í stað þess að hjálpa þessum hópi vísum við þeim aftur til Grikklands með vísun í Dyflinnarreglugerðina sem ráðherra er þó ekki skylt að fara eftir. Það er nefnilega ekkert mál fyrir þá sem standa að skipulagðri glæpastarfsemi að tryggja sér leið fram hjá þessum ferlum. Því er það blásaklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þessum aðgerðum stjórnvalda. Ég neita að sitja þegjandi og hljóðalaust undir orðræðu ráðherra sem réttlætir þessar aðgerðir. Hræsnin er þrúgandi! Á bak við hvert tilfelli er manneskja sem verið er að senda í ómannúðlegar aðstæður. Í mínum huga er það mjög alvarlegur glæpur og þetta fólk er ekki fólk sem við þurfum að óttast í okkar samfélagi. Höfundur er aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi væru áhyggjuefni og að mati ríkislögreglustjóra næmu skattaundanskot um 4% af vergri þjóðarframleiðslu. Til að takast á við þennan vanda einblína stjórnvöld á innflytjendur og herða landamæraeftirlit. Í stað þess að beita sér af krafti gegn peningaþvætti og skattaundanskotum og beina sviðsljósinu þangað er einblínt á glæpagengi. Orðræðan er til þess fallin að vekja óhug hjá almenningi og til að réttlæta hertar aðgerðir á landamærunum. Ég gæti nýtt tækifærið hér og bent á alls kyns aðferðir til að minnka skaðann, s.s. afglæpavæðingu fíkniefna og fleira til að hjálpa þeim sem leiðast inn á braut glæpa og annarar áhættuhegðunar vegna áfalla og félagsstöðu. Hins vegar ætla ég að beina athyglinni að hópi fólks sem verður fyrir barðinu ómannúðlegri meðferð hér á landi, af hálfu hins opinbera. Íslensk stjórnvöld brjóta ítrekað á viðkvæmum hópi fólks, flóttamönnum. Flóttamenn á Íslandi eru að flýja ýmsar og oft mjög slæmar aðstæður. Þeir koma hingað til lands í von um betra líf. Til þess að komast hingað þurfa flestir að fara í gegnum Grikkland. Til þess að forðast það að vera látin sækja um hæli í Grikklandi gegn vilja sínum grípa sumir til þess ráðs að kaupa fölsuð skilríki eða fara huldu höfði til að komast fram hjá landamæraeftirliti. Það er einmitt þetta fólk sem í neyð sinni borga háar upphæðir til skipulagðrar glæpastarfsemi til að komast hingað til lands og fá hér hæli þar sem þau eru ekki með hæli í Grikklandi. Aðrir flóttamenn eru látnir skanna vegabréf sín í Grikklandi og sækja þar með sjálfkrafa um hæli þar í landi. Í stað þess að hjálpa þessum hópi vísum við þeim aftur til Grikklands með vísun í Dyflinnarreglugerðina sem ráðherra er þó ekki skylt að fara eftir. Það er nefnilega ekkert mál fyrir þá sem standa að skipulagðri glæpastarfsemi að tryggja sér leið fram hjá þessum ferlum. Því er það blásaklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þessum aðgerðum stjórnvalda. Ég neita að sitja þegjandi og hljóðalaust undir orðræðu ráðherra sem réttlætir þessar aðgerðir. Hræsnin er þrúgandi! Á bak við hvert tilfelli er manneskja sem verið er að senda í ómannúðlegar aðstæður. Í mínum huga er það mjög alvarlegur glæpur og þetta fólk er ekki fólk sem við þurfum að óttast í okkar samfélagi. Höfundur er aktivisti.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun