Samfylkingin, barnabætur og meðal(h)jón Kristófer Már Maronsson skrifar 26. ágúst 2021 11:01 Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Þar á að fara í stórsókn og “endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi”. Þarna kveður við nýjan og áhugaverðan tón í áherslumálum Samfylkingarinnar - að hjálpa fólki sem þarf ekki á því að halda. Í stefnunni stendur: „Greiða fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mánuði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði.” Mánaðarleg greiðsla barnabóta er löngu tímabær. Samfylkingin leggur þarna til frábæra breytingu sem ég vona að verði samþykkt með 63 atkvæðum á næsta kjörtímabili. En það er um það bil það eina frábæra við þetta loforð. Hvað hafa meðal(h)jónin í ráðstöfunartekjur fyrir bætur? Til þess að fara yfir staðreyndirnar, þá fengu tveir einstaklingar með meðaltekjur, 592 þúsund krónur á mann, samanlagt í vasann u.þ.b. 866 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2020. Er það ekki nóg til þess að lifa af mánuðinn fyrir tveggja barna fjölskyldu? Þurfa Logi og hans fylgdarlið að mæta á hvítum hestum með 54 þúsund krónur mánaðarlega til að bjarga þessum fjölskyldum frá notkun smálána til að klára mánuðinn? Ég leyfi mér að efast. Dæmigerð útgjöld þessarar fjölskyldu samkvæmt neysluviðmiðum Félagsmálaráðuneytisins eru 487 þúsund krónur á mánuði, án húsnæðiskostnaðar, en grunnviðmið eru 270 þúsund krónur. Ég myndi halda að tveggja barna hjón með meðaltekjur séu í góðum málum fjárhagslega og þurfi ekki á barnabótum að halda. Svona endurreisum við ekki stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi Sem giftur tveggja barna faðir get ég ekki verið sammála því að óskertar barnabætur fyrir meðaltekjufólk endurreisi stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur. Af hálfu ríkisins er stuðningskerfi fyrir barnafjölskyldur ágætt og þarfnast ekki endurreisnar, það eru helst sveitarfélögin sem þurfa að girða sig. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla myndi gera meira fyrir barnafjölskyldur. Það hefur reyndar verið stefna Samfylkingar í borgarstjórn lengi, en árangurinn lætur á sér standa þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins - af hálfu ríkisins. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Þar á að fara í stórsókn og “endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi”. Þarna kveður við nýjan og áhugaverðan tón í áherslumálum Samfylkingarinnar - að hjálpa fólki sem þarf ekki á því að halda. Í stefnunni stendur: „Greiða fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mánuði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði.” Mánaðarleg greiðsla barnabóta er löngu tímabær. Samfylkingin leggur þarna til frábæra breytingu sem ég vona að verði samþykkt með 63 atkvæðum á næsta kjörtímabili. En það er um það bil það eina frábæra við þetta loforð. Hvað hafa meðal(h)jónin í ráðstöfunartekjur fyrir bætur? Til þess að fara yfir staðreyndirnar, þá fengu tveir einstaklingar með meðaltekjur, 592 þúsund krónur á mann, samanlagt í vasann u.þ.b. 866 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2020. Er það ekki nóg til þess að lifa af mánuðinn fyrir tveggja barna fjölskyldu? Þurfa Logi og hans fylgdarlið að mæta á hvítum hestum með 54 þúsund krónur mánaðarlega til að bjarga þessum fjölskyldum frá notkun smálána til að klára mánuðinn? Ég leyfi mér að efast. Dæmigerð útgjöld þessarar fjölskyldu samkvæmt neysluviðmiðum Félagsmálaráðuneytisins eru 487 þúsund krónur á mánuði, án húsnæðiskostnaðar, en grunnviðmið eru 270 þúsund krónur. Ég myndi halda að tveggja barna hjón með meðaltekjur séu í góðum málum fjárhagslega og þurfi ekki á barnabótum að halda. Svona endurreisum við ekki stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi Sem giftur tveggja barna faðir get ég ekki verið sammála því að óskertar barnabætur fyrir meðaltekjufólk endurreisi stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur. Af hálfu ríkisins er stuðningskerfi fyrir barnafjölskyldur ágætt og þarfnast ekki endurreisnar, það eru helst sveitarfélögin sem þurfa að girða sig. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla myndi gera meira fyrir barnafjölskyldur. Það hefur reyndar verið stefna Samfylkingar í borgarstjórn lengi, en árangurinn lætur á sér standa þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins - af hálfu ríkisins. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun