Lán fyrir áhættufíkla eða venjulegt fólk Jón Steindór Valdimarsson skrifar 27. ágúst 2021 09:01 Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er oftast kaup á þaki yfir höfuðið. Fæst höfum við ráð á því án þess að taka háar fjárhæðir að láni til margra ára. Höfðuðmáli skiptir að vita hver greiðslubyrðin verður í framtíðinni. Eins og staða mála er í dag vitum við bara í besta falli hver fyrsta afborgun verður. Síðan ekki söguna meir. Þörf fyrir kristalskúlu Á að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt, á það vera með föstum eða breytilegum vöxtum? Hvað á að gera þegar gluggi opnast fyrir endurfjármögnun á lánstímanum? Það má með sanni segja að hér séu lántakendur settir í stöðu sem er helst fyrir áhættufíkla. Þeir þurfa að velta fyrir sér hver verðbólgan verður, vaxtastigi, gengi krónunnar og þróun launa. Ætti að láta kristalskúlu fylgja hverju láni til að geta rýnt í framtíðina? Byrðin þyngist og þyngist Seðlabankinn hækkaði nýverið vexti úr 1% í 1,25%. Stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Vaxtakostnaður af 30 milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að 75 þúsund krónur á ári eða rúmar 6.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Frekari vaxtahækkunum er spáð og greiðslubyrðin mun hækka enn. Þessu til viðbótar er verðbólga mikil, liðlega 4% og ekki útlit fyrir að hún lækki á næstunni. Ávísun á vandræði Það er full ástæða til þess að óttast að þessi þróun leiði til þess að margar fjölskyldur lendi í erfiðleikum, ekki síst ungt fólk, sem hefur spennt bogann til hins ýtrasta. Staða þessara lántaka verður erfið, jafnvel óbærileg. Þeir fagna trúlega ekki vaxtahækkuninni eins og Seðlabankastjórinn! Tækifæri til úrbóta Aldrei verður hægt að eyða allri óvissu eða áhættu en það er hægt að draga verulega úr henni. Það verður helst gert með því að auka stöðugleika, draga úr gengissveiflum, minnka verðbólgu og halda vaxtastigi lágu. Leiðin til þess er að tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu og í fyllingu tímans með því ganga í ESB og taka upp evru. Það mun skapa nýjar forsendur í fjármálum heimila, fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild. Þess vegna er það stefna Viðreisnar. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Utanríkismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er oftast kaup á þaki yfir höfuðið. Fæst höfum við ráð á því án þess að taka háar fjárhæðir að láni til margra ára. Höfðuðmáli skiptir að vita hver greiðslubyrðin verður í framtíðinni. Eins og staða mála er í dag vitum við bara í besta falli hver fyrsta afborgun verður. Síðan ekki söguna meir. Þörf fyrir kristalskúlu Á að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt, á það vera með föstum eða breytilegum vöxtum? Hvað á að gera þegar gluggi opnast fyrir endurfjármögnun á lánstímanum? Það má með sanni segja að hér séu lántakendur settir í stöðu sem er helst fyrir áhættufíkla. Þeir þurfa að velta fyrir sér hver verðbólgan verður, vaxtastigi, gengi krónunnar og þróun launa. Ætti að láta kristalskúlu fylgja hverju láni til að geta rýnt í framtíðina? Byrðin þyngist og þyngist Seðlabankinn hækkaði nýverið vexti úr 1% í 1,25%. Stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Vaxtakostnaður af 30 milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að 75 þúsund krónur á ári eða rúmar 6.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Frekari vaxtahækkunum er spáð og greiðslubyrðin mun hækka enn. Þessu til viðbótar er verðbólga mikil, liðlega 4% og ekki útlit fyrir að hún lækki á næstunni. Ávísun á vandræði Það er full ástæða til þess að óttast að þessi þróun leiði til þess að margar fjölskyldur lendi í erfiðleikum, ekki síst ungt fólk, sem hefur spennt bogann til hins ýtrasta. Staða þessara lántaka verður erfið, jafnvel óbærileg. Þeir fagna trúlega ekki vaxtahækkuninni eins og Seðlabankastjórinn! Tækifæri til úrbóta Aldrei verður hægt að eyða allri óvissu eða áhættu en það er hægt að draga verulega úr henni. Það verður helst gert með því að auka stöðugleika, draga úr gengissveiflum, minnka verðbólgu og halda vaxtastigi lágu. Leiðin til þess er að tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu og í fyllingu tímans með því ganga í ESB og taka upp evru. Það mun skapa nýjar forsendur í fjármálum heimila, fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild. Þess vegna er það stefna Viðreisnar. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar