Lán fyrir áhættufíkla eða venjulegt fólk Jón Steindór Valdimarsson skrifar 27. ágúst 2021 09:01 Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er oftast kaup á þaki yfir höfuðið. Fæst höfum við ráð á því án þess að taka háar fjárhæðir að láni til margra ára. Höfðuðmáli skiptir að vita hver greiðslubyrðin verður í framtíðinni. Eins og staða mála er í dag vitum við bara í besta falli hver fyrsta afborgun verður. Síðan ekki söguna meir. Þörf fyrir kristalskúlu Á að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt, á það vera með föstum eða breytilegum vöxtum? Hvað á að gera þegar gluggi opnast fyrir endurfjármögnun á lánstímanum? Það má með sanni segja að hér séu lántakendur settir í stöðu sem er helst fyrir áhættufíkla. Þeir þurfa að velta fyrir sér hver verðbólgan verður, vaxtastigi, gengi krónunnar og þróun launa. Ætti að láta kristalskúlu fylgja hverju láni til að geta rýnt í framtíðina? Byrðin þyngist og þyngist Seðlabankinn hækkaði nýverið vexti úr 1% í 1,25%. Stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Vaxtakostnaður af 30 milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að 75 þúsund krónur á ári eða rúmar 6.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Frekari vaxtahækkunum er spáð og greiðslubyrðin mun hækka enn. Þessu til viðbótar er verðbólga mikil, liðlega 4% og ekki útlit fyrir að hún lækki á næstunni. Ávísun á vandræði Það er full ástæða til þess að óttast að þessi þróun leiði til þess að margar fjölskyldur lendi í erfiðleikum, ekki síst ungt fólk, sem hefur spennt bogann til hins ýtrasta. Staða þessara lántaka verður erfið, jafnvel óbærileg. Þeir fagna trúlega ekki vaxtahækkuninni eins og Seðlabankastjórinn! Tækifæri til úrbóta Aldrei verður hægt að eyða allri óvissu eða áhættu en það er hægt að draga verulega úr henni. Það verður helst gert með því að auka stöðugleika, draga úr gengissveiflum, minnka verðbólgu og halda vaxtastigi lágu. Leiðin til þess er að tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu og í fyllingu tímans með því ganga í ESB og taka upp evru. Það mun skapa nýjar forsendur í fjármálum heimila, fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild. Þess vegna er það stefna Viðreisnar. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Utanríkismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er oftast kaup á þaki yfir höfuðið. Fæst höfum við ráð á því án þess að taka háar fjárhæðir að láni til margra ára. Höfðuðmáli skiptir að vita hver greiðslubyrðin verður í framtíðinni. Eins og staða mála er í dag vitum við bara í besta falli hver fyrsta afborgun verður. Síðan ekki söguna meir. Þörf fyrir kristalskúlu Á að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt, á það vera með föstum eða breytilegum vöxtum? Hvað á að gera þegar gluggi opnast fyrir endurfjármögnun á lánstímanum? Það má með sanni segja að hér séu lántakendur settir í stöðu sem er helst fyrir áhættufíkla. Þeir þurfa að velta fyrir sér hver verðbólgan verður, vaxtastigi, gengi krónunnar og þróun launa. Ætti að láta kristalskúlu fylgja hverju láni til að geta rýnt í framtíðina? Byrðin þyngist og þyngist Seðlabankinn hækkaði nýverið vexti úr 1% í 1,25%. Stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Vaxtakostnaður af 30 milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að 75 þúsund krónur á ári eða rúmar 6.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Frekari vaxtahækkunum er spáð og greiðslubyrðin mun hækka enn. Þessu til viðbótar er verðbólga mikil, liðlega 4% og ekki útlit fyrir að hún lækki á næstunni. Ávísun á vandræði Það er full ástæða til þess að óttast að þessi þróun leiði til þess að margar fjölskyldur lendi í erfiðleikum, ekki síst ungt fólk, sem hefur spennt bogann til hins ýtrasta. Staða þessara lántaka verður erfið, jafnvel óbærileg. Þeir fagna trúlega ekki vaxtahækkuninni eins og Seðlabankastjórinn! Tækifæri til úrbóta Aldrei verður hægt að eyða allri óvissu eða áhættu en það er hægt að draga verulega úr henni. Það verður helst gert með því að auka stöðugleika, draga úr gengissveiflum, minnka verðbólgu og halda vaxtastigi lágu. Leiðin til þess er að tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu og í fyllingu tímans með því ganga í ESB og taka upp evru. Það mun skapa nýjar forsendur í fjármálum heimila, fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild. Þess vegna er það stefna Viðreisnar. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun