Þagmælska Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 20. september 2021 15:43 Hugleiðingar vegna umræðu um málefni um sjúklinga í fjölmiðlum. Um daginn las ég viðtal heilbrigðisstarfsmann þar sem farið var töluvert nákvæmlega yfir sjúkrasögu sjúklings. Augljóst var um hvaða sjúkling var verið að ræða enda aðstæður sem leiddu til þess að þessi einstaklingur þurfti að leita á sjúkrahús mjög óvanalegar. Tekið var fram að sjúklingur hefði gefið leyfi fyrir birtingu upplýsinga. Úr siðareglum hjúkrunarfræðinga: „5. grein Hjúkrunarfræðingur deilir ekki persónugreinanlegum upplýsingum í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum eða annars staðar á veraldarvefnum“. Úr siðareglum lækna: „Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga…“ Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga getur sjúklingur veitt heimild til að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. En það má velta fyrir sér hvenær sjúklingur sannarlega er fær um að veita slíka heimild og skilja að fullu hvað í slíkri heimild felst. Samband heilbrigðisstarfsfólks við sjúkling getur verið mjög flókið og einkennst af valdaójafnvægi þar sem sjúklingur upplifir sig valdalausan og jafnvel að viðkomandi telji ekki öruggt til að gefa upp raunverulegar skoðanir eða álit. Þetta valdaójafnvægi getur þannig haft þau áhrif á að sjúklingur sé ekki fær um að veita upplýst óþvingað samþykki. Það er alltaf hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að standa vörð um réttindi sjúklinga, vera málsvari þeirra og ganga úr skugga að farið sé að lögum. Heilbrigðisstarfsmaður þarf að þekkja sína valdastöðu og gera sér grein fyrir að ýmislegt getur staðið í vegi fyrir því að sjúklingar hafi sannarlega allar upplýsingar sem þarf til að veita samþykki fyrir að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. Við verðum alltaf að hafa hagsmuni sjúklinga í öndvegi og vera málsvarar þeirra. Það er okkar hlutverk. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugleiðingar vegna umræðu um málefni um sjúklinga í fjölmiðlum. Um daginn las ég viðtal heilbrigðisstarfsmann þar sem farið var töluvert nákvæmlega yfir sjúkrasögu sjúklings. Augljóst var um hvaða sjúkling var verið að ræða enda aðstæður sem leiddu til þess að þessi einstaklingur þurfti að leita á sjúkrahús mjög óvanalegar. Tekið var fram að sjúklingur hefði gefið leyfi fyrir birtingu upplýsinga. Úr siðareglum hjúkrunarfræðinga: „5. grein Hjúkrunarfræðingur deilir ekki persónugreinanlegum upplýsingum í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum eða annars staðar á veraldarvefnum“. Úr siðareglum lækna: „Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga…“ Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga getur sjúklingur veitt heimild til að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. En það má velta fyrir sér hvenær sjúklingur sannarlega er fær um að veita slíka heimild og skilja að fullu hvað í slíkri heimild felst. Samband heilbrigðisstarfsfólks við sjúkling getur verið mjög flókið og einkennst af valdaójafnvægi þar sem sjúklingur upplifir sig valdalausan og jafnvel að viðkomandi telji ekki öruggt til að gefa upp raunverulegar skoðanir eða álit. Þetta valdaójafnvægi getur þannig haft þau áhrif á að sjúklingur sé ekki fær um að veita upplýst óþvingað samþykki. Það er alltaf hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að standa vörð um réttindi sjúklinga, vera málsvari þeirra og ganga úr skugga að farið sé að lögum. Heilbrigðisstarfsmaður þarf að þekkja sína valdastöðu og gera sér grein fyrir að ýmislegt getur staðið í vegi fyrir því að sjúklingar hafi sannarlega allar upplýsingar sem þarf til að veita samþykki fyrir að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. Við verðum alltaf að hafa hagsmuni sjúklinga í öndvegi og vera málsvarar þeirra. Það er okkar hlutverk. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar