Kennarar höfum hátt! Davíð Sól Pálsson skrifar 17. október 2021 14:31 Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn. Samfélagið í dag gerir sér ekki grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að eiga barn. Það fylgja margar skyldur og auðvitað á samfélagið að gera það sem er þægilegast og best fyrir fjölskyldur. En margir misnota stöðu sína og börn eiga alltaf að vera í umsjá foreldris nema eitthvað annað kemur í ljós. Fullorðnir velja að eignast barn og þá ber þeim skylda að sinna barninu sínu; að það fái gott uppeldi, menntun, mat, þak yfir höfuð og að Barnasáttmálanum sé fylgt eftir. Við búum í samfélagi þar sem það kemur til móts við einstaklinga, æðislegt að það eru leikskólar í boði sem eru opnir á daginn og eru partur af skólakerfinu svo börnin fá að dafna, þroskast og mennta sig. Enda þarf fimm ára háskólanám til þess að fá kennararéttindi. Því megum við alls ekki vanmeta það góða starf sem er í boði nú þegar. Kennarastarf hefur verið lengi vanmetið, oft eru laun ekki í takt við mikilvægi þess starfs. Á Covid tímum þá fann landinn vel fyrir því hversu mikilvægir leikskólar voru. Það var ekki hægt að loka leikskólum því þá myndi heilbrigðiskerfið enda í molum. Meira álag og aukin mannekla er því miður algengt í skólum í dag. Faglærðir kennarar gefast upp að lokum og finna sér eitthvað annað að gera því þeir fá kulnun í starfi. Faglærðir leikskólakennarar eru mikilvægir fyrir leikskólana og það væri mikill missir ef þeir hættu starfi sínu og færu að gera eitthvað annað. Það væri tap fyrir samfélagið. Þótt auðvitað megi ekki vanmeta getu ófaglærðs starfsfólks sem vinnur í leikskólum og sinnir góðu starfi þá á samt alltaf að vera hvatning að mennta sig. Vandamálið sem ríkir í dag er að fólk vill ekki mennta sig sem leikskólakennarar, þótt það hafi unnið á leikskóla mjög lengi, vegna þess að laun eru ekki í takt við álag og erfiða vinnu sem felst í því. Það vill enginn hækka um 10.000 kr fyrir sömu vinnu, en hins vegar væri fólk meira tilbúið að hækka um 100.000-150.000 kr fyrir meira álag og ábyrgð. Því skiptir máli að við metum starf út frá mikilvægi þess og náminu. Það er ekki sjálfgefið að vera í fimm ár í háskóla og fá þau laun sem nú eru. Því má aftur snúa sér að umræðunni með því að hafa leikskóla opina allan sólarhringinn og allan ársins hring. Þá ertu að vanmeta getu og stöðu leikskólakennara. Þá eru þau ekki lengur kennarar heldur sinna ummönnun eða pössun. Leikskóli er skólakerfi og það má ekki gleyma að það eru kennarar sem vinna á leikskóla. Það má vel hugsa sér að koma upp öðru kerfi sem myndi þá koma til móts við alla, vaktavinnufólk t.d., en við þurfum að gæta þess að það heyri ekki undir leikskólakerfið. Það er nú þegar erfitt að fara að kenna börnum eftir klukkan 15:00 og börn, eins og við fullorðna fólkið, hafa ekki úthald að vera í skóla allan daginn. Því styð ég að það þurfi að koma með annað úrræði og hafa annað val fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu og er einstætt. Leikskóli er ekki lausnin á því vandamáli og það mun bara búa til annað vandamál með því að leysa eitt. Kennarar hafa verið meðvirkir með því sem hefur verið að gerast varðandi starf þeirra, álagið eykst og launin ekki en samt erum við alltaf tilbúin að koma til móts við alla. Við sem kennarar ættum að hætta þessari meðvirkni og ættum að fá námið okkar og starf metið eins og það er í raun. Ef við berum okkur saman við önnur störf fólk sem er svipað lengi í háskóla þá eru sálfræði og lögfræði greinar sem eru góðar til samanburðar. Næstu kynslóðir eru framtíð Íslands og ég held að það ættu allir vera búnir að kynna sér að leikskóli er ekki staður þar sem börn eru í pössun eða gæslu því foreldrarnir hafa ekkert annað val. Leikskóli er fyrsta menntastig og þar fer menntun í gangi sem börn fá hvergi annars staðar. Félagsfærni, samskiptahæfni, vinatengsl, sjálfsöryggi, málörvun, kurteisi, mannasiði og fleira sem ég gæti talið upp. En ótrúlegt en satt þá er einmitt þessi þekking vanmetin í samfélaginu og svo lengi sem þú ert ekki með góða einkunn og getur sýnt getu þína í ákveðnum málum þá er öllum sama. Er það samfélag sem við viljum búa í? Er hamingja, sjálfsöryggi og að vera góð manneskja ekki meira en nóg? Berum virðingu fyrir kennurum, menntun þeirra og starfi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla og er að klára meistaranám í leikskólamenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn. Samfélagið í dag gerir sér ekki grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að eiga barn. Það fylgja margar skyldur og auðvitað á samfélagið að gera það sem er þægilegast og best fyrir fjölskyldur. En margir misnota stöðu sína og börn eiga alltaf að vera í umsjá foreldris nema eitthvað annað kemur í ljós. Fullorðnir velja að eignast barn og þá ber þeim skylda að sinna barninu sínu; að það fái gott uppeldi, menntun, mat, þak yfir höfuð og að Barnasáttmálanum sé fylgt eftir. Við búum í samfélagi þar sem það kemur til móts við einstaklinga, æðislegt að það eru leikskólar í boði sem eru opnir á daginn og eru partur af skólakerfinu svo börnin fá að dafna, þroskast og mennta sig. Enda þarf fimm ára háskólanám til þess að fá kennararéttindi. Því megum við alls ekki vanmeta það góða starf sem er í boði nú þegar. Kennarastarf hefur verið lengi vanmetið, oft eru laun ekki í takt við mikilvægi þess starfs. Á Covid tímum þá fann landinn vel fyrir því hversu mikilvægir leikskólar voru. Það var ekki hægt að loka leikskólum því þá myndi heilbrigðiskerfið enda í molum. Meira álag og aukin mannekla er því miður algengt í skólum í dag. Faglærðir kennarar gefast upp að lokum og finna sér eitthvað annað að gera því þeir fá kulnun í starfi. Faglærðir leikskólakennarar eru mikilvægir fyrir leikskólana og það væri mikill missir ef þeir hættu starfi sínu og færu að gera eitthvað annað. Það væri tap fyrir samfélagið. Þótt auðvitað megi ekki vanmeta getu ófaglærðs starfsfólks sem vinnur í leikskólum og sinnir góðu starfi þá á samt alltaf að vera hvatning að mennta sig. Vandamálið sem ríkir í dag er að fólk vill ekki mennta sig sem leikskólakennarar, þótt það hafi unnið á leikskóla mjög lengi, vegna þess að laun eru ekki í takt við álag og erfiða vinnu sem felst í því. Það vill enginn hækka um 10.000 kr fyrir sömu vinnu, en hins vegar væri fólk meira tilbúið að hækka um 100.000-150.000 kr fyrir meira álag og ábyrgð. Því skiptir máli að við metum starf út frá mikilvægi þess og náminu. Það er ekki sjálfgefið að vera í fimm ár í háskóla og fá þau laun sem nú eru. Því má aftur snúa sér að umræðunni með því að hafa leikskóla opina allan sólarhringinn og allan ársins hring. Þá ertu að vanmeta getu og stöðu leikskólakennara. Þá eru þau ekki lengur kennarar heldur sinna ummönnun eða pössun. Leikskóli er skólakerfi og það má ekki gleyma að það eru kennarar sem vinna á leikskóla. Það má vel hugsa sér að koma upp öðru kerfi sem myndi þá koma til móts við alla, vaktavinnufólk t.d., en við þurfum að gæta þess að það heyri ekki undir leikskólakerfið. Það er nú þegar erfitt að fara að kenna börnum eftir klukkan 15:00 og börn, eins og við fullorðna fólkið, hafa ekki úthald að vera í skóla allan daginn. Því styð ég að það þurfi að koma með annað úrræði og hafa annað val fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu og er einstætt. Leikskóli er ekki lausnin á því vandamáli og það mun bara búa til annað vandamál með því að leysa eitt. Kennarar hafa verið meðvirkir með því sem hefur verið að gerast varðandi starf þeirra, álagið eykst og launin ekki en samt erum við alltaf tilbúin að koma til móts við alla. Við sem kennarar ættum að hætta þessari meðvirkni og ættum að fá námið okkar og starf metið eins og það er í raun. Ef við berum okkur saman við önnur störf fólk sem er svipað lengi í háskóla þá eru sálfræði og lögfræði greinar sem eru góðar til samanburðar. Næstu kynslóðir eru framtíð Íslands og ég held að það ættu allir vera búnir að kynna sér að leikskóli er ekki staður þar sem börn eru í pössun eða gæslu því foreldrarnir hafa ekkert annað val. Leikskóli er fyrsta menntastig og þar fer menntun í gangi sem börn fá hvergi annars staðar. Félagsfærni, samskiptahæfni, vinatengsl, sjálfsöryggi, málörvun, kurteisi, mannasiði og fleira sem ég gæti talið upp. En ótrúlegt en satt þá er einmitt þessi þekking vanmetin í samfélaginu og svo lengi sem þú ert ekki með góða einkunn og getur sýnt getu þína í ákveðnum málum þá er öllum sama. Er það samfélag sem við viljum búa í? Er hamingja, sjálfsöryggi og að vera góð manneskja ekki meira en nóg? Berum virðingu fyrir kennurum, menntun þeirra og starfi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla og er að klára meistaranám í leikskólamenntun.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun