Er lögreglan yfir gagnrýni hafin? Rúnar Freyr Júlíusson skrifar 21. febrúar 2022 12:01 Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu. Í sakleysi mínu taldi ég að um helgina hefðum við verið að nýta málfrelsi okkar í lýðræðisríki, en málið er greinilega ekki svo einfalt. Sjáðu til, lögreglan hefur engan eiginleika til þess að vinna sína vinnu ef múgurinn dirfist til þess að segja sína skoðun á aðgerðum hennar. Mikið er ég feginn að Brynjar fræddi mig í þessum málum. Brynjar sjálfur, sem og Bjarni Benediktsson, hafa varpað fram þeirri spurningu um hvort að blaðamenn séu yfir lög hafnir. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt fleirum, virðist þó sjálfur halda að lögreglan sé yfir gagnrýni hafin. Að það stofni lögreglunni sem stofnun einhvern veginn í hættu að tjá sig um störf hennar. Af spurningunum tveimur tel ég þessa mun mikilvægari og viðhorf Brynjars gagnvart henni hreinlega stórhættulegt. Af öllum stofnunum samfélagsins er það lögreglan sem brýnast er að almenningur hafi eftirlit með. Þegar það reynist nauðsynlegt í þágu samfélagsins að svipta fólk frelsi eða beita það líkamlegu valdi í nafni ríkisins er lögreglan ein með leyfi til þess. Þetta hlutverk má teljast nauðsynlegt, en það gefur auga leið að slíkt vald er vandmeðfarið og auðvelt að misnota. Viljum við búa í samfélagi þar sem lögreglan þarf ekki að svara til almennings? Þar sem góður samfélagsþegn er sá sem þegir og hlýðir, sama hvað gengur á? Slík samfélög er að finna víða um heim og ég leyfi mér að efast um að lesendur séu æstir í að flytja til þeirra ríkja. Ég er ekki sannfærður um að ég geti sagt það sama um aðstoðarmann dómsmálaráðherra. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Samherjaskjölin Lögreglan Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu. Í sakleysi mínu taldi ég að um helgina hefðum við verið að nýta málfrelsi okkar í lýðræðisríki, en málið er greinilega ekki svo einfalt. Sjáðu til, lögreglan hefur engan eiginleika til þess að vinna sína vinnu ef múgurinn dirfist til þess að segja sína skoðun á aðgerðum hennar. Mikið er ég feginn að Brynjar fræddi mig í þessum málum. Brynjar sjálfur, sem og Bjarni Benediktsson, hafa varpað fram þeirri spurningu um hvort að blaðamenn séu yfir lög hafnir. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt fleirum, virðist þó sjálfur halda að lögreglan sé yfir gagnrýni hafin. Að það stofni lögreglunni sem stofnun einhvern veginn í hættu að tjá sig um störf hennar. Af spurningunum tveimur tel ég þessa mun mikilvægari og viðhorf Brynjars gagnvart henni hreinlega stórhættulegt. Af öllum stofnunum samfélagsins er það lögreglan sem brýnast er að almenningur hafi eftirlit með. Þegar það reynist nauðsynlegt í þágu samfélagsins að svipta fólk frelsi eða beita það líkamlegu valdi í nafni ríkisins er lögreglan ein með leyfi til þess. Þetta hlutverk má teljast nauðsynlegt, en það gefur auga leið að slíkt vald er vandmeðfarið og auðvelt að misnota. Viljum við búa í samfélagi þar sem lögreglan þarf ekki að svara til almennings? Þar sem góður samfélagsþegn er sá sem þegir og hlýðir, sama hvað gengur á? Slík samfélög er að finna víða um heim og ég leyfi mér að efast um að lesendur séu æstir í að flytja til þeirra ríkja. Ég er ekki sannfærður um að ég geti sagt það sama um aðstoðarmann dómsmálaráðherra. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun