Samskipta- og upplýsingatækni og grænn ferðamáti – eru allir á sömu línu? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 25. febrúar 2022 09:00 Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra? Notkun stafrænnar tækni og umherfisvænn ferðamáti hefur verið mikið í umræðunni á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er án efa af hinu góða og hefur haldið samfélaginu gangandi, en hentar það öllum? Til dæmis var nýlega tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó, sem gerir pappamiða nánast óþarfa í augum margra. Nú er það staðreynd að ákveðin hópur fólks á borð við fólk með fötlun og eldri borgara á erfitt með að nýta sér þá tækni sem þarf til að nýta sér tæknina. Þó hefur verið brugðist við því með því að bjóða þeim hópi upp á plastkort til að bera með sér, sem er jákvætt, en þá gleymist nú samt eitthvað? Í fæstum vögnunum eru rafknúnir rampar og aðstaða til að skanna kortið þar sem komið er inn í vagnana á hjólastól. Þá getur það einnig verið flókið fyrir aðstoðarmenn að fara fram í, einkum vegna persónuverndar. Úr þessu þyrfti að bæta. Þá er einnig gleymdur sá hópur ferðamanna sem mun koma til íslands og getur ekki nýtt sér tæknina. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á pappírsmiða, þó þeir verði notaðir í minni mæli. Nú á tímum kórónuveirunnar notaðist skólakerfið við fjarkennslu. Slík notkun er af hinu góða, sérstaklega fyrir langveika og fatlaða nemendur sem eiga oft erfitt með að sækja skóla af ýmsum ástæðum. Á undanförnum misserum hefur mikið verið fjallað um nemendur sem búa við geðrænar áskoranir og reglulega kemur fram umræða u8m stöðu nemenda með sérþarfir í skólakerfinu. Margt hefur áunnist á undanförnum árum með tilkomu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf, en betur má ef duga skal. Það væri því gott ef borgin gæti lært af heimsfaraldri og boðið upp á fjarkennslu þegar nemendur geta ekki mætt í skólann vegna veikinda af einhverju tagi. Það þyrfti að þróa heildstæða áætlun um slíka notkun, því með fjarkennslu væri einnig hægt að sinna þeim félagslegu tengslum sem fylgja því að vera í skóla. Það er frábært að við séum farin að nýta tæknina, en gleymum ekki fjölbreytileikanum, það geta ekki allir verið eins. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og í framboði í prófkjöri Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Upplýsingatækni Píratar Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra? Notkun stafrænnar tækni og umherfisvænn ferðamáti hefur verið mikið í umræðunni á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er án efa af hinu góða og hefur haldið samfélaginu gangandi, en hentar það öllum? Til dæmis var nýlega tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó, sem gerir pappamiða nánast óþarfa í augum margra. Nú er það staðreynd að ákveðin hópur fólks á borð við fólk með fötlun og eldri borgara á erfitt með að nýta sér þá tækni sem þarf til að nýta sér tæknina. Þó hefur verið brugðist við því með því að bjóða þeim hópi upp á plastkort til að bera með sér, sem er jákvætt, en þá gleymist nú samt eitthvað? Í fæstum vögnunum eru rafknúnir rampar og aðstaða til að skanna kortið þar sem komið er inn í vagnana á hjólastól. Þá getur það einnig verið flókið fyrir aðstoðarmenn að fara fram í, einkum vegna persónuverndar. Úr þessu þyrfti að bæta. Þá er einnig gleymdur sá hópur ferðamanna sem mun koma til íslands og getur ekki nýtt sér tæknina. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á pappírsmiða, þó þeir verði notaðir í minni mæli. Nú á tímum kórónuveirunnar notaðist skólakerfið við fjarkennslu. Slík notkun er af hinu góða, sérstaklega fyrir langveika og fatlaða nemendur sem eiga oft erfitt með að sækja skóla af ýmsum ástæðum. Á undanförnum misserum hefur mikið verið fjallað um nemendur sem búa við geðrænar áskoranir og reglulega kemur fram umræða u8m stöðu nemenda með sérþarfir í skólakerfinu. Margt hefur áunnist á undanförnum árum með tilkomu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf, en betur má ef duga skal. Það væri því gott ef borgin gæti lært af heimsfaraldri og boðið upp á fjarkennslu þegar nemendur geta ekki mætt í skólann vegna veikinda af einhverju tagi. Það þyrfti að þróa heildstæða áætlun um slíka notkun, því með fjarkennslu væri einnig hægt að sinna þeim félagslegu tengslum sem fylgja því að vera í skóla. Það er frábært að við séum farin að nýta tæknina, en gleymum ekki fjölbreytileikanum, það geta ekki allir verið eins. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og í framboði í prófkjöri Viðreisnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun