Úthverfin ekki útundan Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 13. mars 2022 20:02 Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni. Viðhald á göngustígum og eignum borgarinnar Það er þó margt sem mætti gera til að styrkja úthverfi borgarinnar. Komið er að viðhaldi á eignum borgarinnar og innviðum svo sem göngustígum. Gott ástand á stígum er allt í senn aðgengis-, öryggis- og umhverfismál. Einn versti óvinur rafskútunnar og samgönguhjólreiða eru mölbrotnir göngustígar, svo ekki sé talað um fólk sem ferðast um í hjólastól eða með barnavagn. Skólahúsnæði þarf að mæta gæða- og heilsukröfum og vinna þarf upp þann viðhaldshalla sem safnaðist upp á árunum eftir fjármálahrunið árið 2008. Greiðar leiðir Íbúar úthverfa þurfa að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Flest fjölskyldufólk vantar fleiri mínútur í sólarhringinn en tafsöm umferð er þar að auki ekki til hagsbóta fyrir umhverfið. Grunnþjónusta í nærumhverfi minnkar skutl en mikilvægt að foreldrar fái pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum og leikskólum í sínu hverfi og það án þess að bíða í óvissu á löngum biðlistum. Einnig skiptir máli að glæða úthverfin lífi með menningartengdri starfsemi og viðburðum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á hagkvæmu byggingarlandi Loks þarf að tryggja að þessi lífsgæði standi fleirum til boða með því að hefja uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir ungt fjölskyldufólk í útjaðri borgarinnar. Það má bæði gera með því að stækka og þétta þau úthverfi sem fyrir eru og með því að byggja nýtt hverfi að Keldum. Ég vil leggja áherslu á að úthverfin séu efld til muna, tryggja frelsi fólks til að velja sér hvar það vill búa og byggja sér upp heimili. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi til 4. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars 2022 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni. Viðhald á göngustígum og eignum borgarinnar Það er þó margt sem mætti gera til að styrkja úthverfi borgarinnar. Komið er að viðhaldi á eignum borgarinnar og innviðum svo sem göngustígum. Gott ástand á stígum er allt í senn aðgengis-, öryggis- og umhverfismál. Einn versti óvinur rafskútunnar og samgönguhjólreiða eru mölbrotnir göngustígar, svo ekki sé talað um fólk sem ferðast um í hjólastól eða með barnavagn. Skólahúsnæði þarf að mæta gæða- og heilsukröfum og vinna þarf upp þann viðhaldshalla sem safnaðist upp á árunum eftir fjármálahrunið árið 2008. Greiðar leiðir Íbúar úthverfa þurfa að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Flest fjölskyldufólk vantar fleiri mínútur í sólarhringinn en tafsöm umferð er þar að auki ekki til hagsbóta fyrir umhverfið. Grunnþjónusta í nærumhverfi minnkar skutl en mikilvægt að foreldrar fái pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum og leikskólum í sínu hverfi og það án þess að bíða í óvissu á löngum biðlistum. Einnig skiptir máli að glæða úthverfin lífi með menningartengdri starfsemi og viðburðum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á hagkvæmu byggingarlandi Loks þarf að tryggja að þessi lífsgæði standi fleirum til boða með því að hefja uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir ungt fjölskyldufólk í útjaðri borgarinnar. Það má bæði gera með því að stækka og þétta þau úthverfi sem fyrir eru og með því að byggja nýtt hverfi að Keldum. Ég vil leggja áherslu á að úthverfin séu efld til muna, tryggja frelsi fólks til að velja sér hvar það vill búa og byggja sér upp heimili. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi til 4. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars 2022
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun