Ókláraður sálmur vegna bruna í kirkjuorgeli Ingi Vífill Guðmundsson skrifar 21. mars 2022 12:31 Um streymi jarðarfara og minningarathafna Mikil aukning hefur orðið á að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á internetið. Í kjölfar COVID-19 faraldursins var það af nauðsyn sökum samkomutakmarkanna, en nú er sífellt algengara að þeim sé streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sökum heilsu, aldurs eða veðurs, og eru þá ógleymdir aðstandendur sem búa erlendis eða utan borgarmarkanna. Þessi þróun er jákvæð og mikið fagnaðarefni - enda bæði atvinnuskapandi og jákvæð í ljósi breyttra tíma þar sem áhersla á stafræna miðlun er í veldisvexti. En þó er einn þáttur sem staðið hefur í stað frá byrjun faraldurs en það er aðstaða og netaðgengi til streymis í kirkjum landsins. Með fáum framsýnum undantekningum (grínlaust töldum á fingrum annarrar handar!) er aðstaðan til streymis hjartnær alls staðar ófullnægjandi. Víðast hvar í kirkjum er ekki aðgengt að interneti, víða er takmarkaður og óljós aðgangur að rafmagni, og víða hefur rafmagn ekki verið uppfært frá byggingu kirkjunnar. Við erum fámennur en einarður hópur þjónustuaðila í streymi sem þjónustum hundruði, stundum jafnvel þúsundir manns í einu. Okkar hlutverk er að veita óaðfinnanlega þjónustu á viðkvæmri stund hjá aðstandendum. Þessari ábyrgð fögnum við og tökum henni af einurð. En rétt eins og organistinn, sem getur ekki klárað sálminn ef það af einhverjum ástæðum kviknar í orgelinu í miðjum sálmi, eru líkurnar á vel heppnaðri útsendingu hverfandi ef bæði rafmagn er óáreiðanlegt og netsamband stopult eða ekki til staðar. Flestir, ef ekki allir, erum við búnir því besta sem fæst af 4G búnaði (langt umfram það sem fæst á almennum neytendamarkaði) en því miður veitir slíkur búnaður aðeins aukna vernd gegn útsendingarrofi, en ekki tryggingu. Hér þurfa kirkjurnar að taka þátt af dugnaði. Við þjónustuaðilar gerum okkar besta og gerum það yfirleitt vel. En rétt eins og organistinn getur ekki tekið ábyrgð á að brunnið orgel hljómi illa, getum við ekki tekið ábyrgð á að innviðir kirkja séu, árið 2022 (!), þannig að ekki sé hægt að veita þjónustu sem krefst jafn sjálfsagðrar aðstöðu sem áreiðanlegs rafmagns og stöðugrar internettengingar. Þessi pistill er skrifaður með þá von að framkvæmdaráð kirkja nær og fjær taki þessi mál höndum tveim í sinni heimasókn. Oftast er þetta lítil framkvæmd þannig að allir geti vel við unað. Höfundur er eigandi streymisþjónustufyrirtækis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Fjarskipti Stafræn þróun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um streymi jarðarfara og minningarathafna Mikil aukning hefur orðið á að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á internetið. Í kjölfar COVID-19 faraldursins var það af nauðsyn sökum samkomutakmarkanna, en nú er sífellt algengara að þeim sé streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sökum heilsu, aldurs eða veðurs, og eru þá ógleymdir aðstandendur sem búa erlendis eða utan borgarmarkanna. Þessi þróun er jákvæð og mikið fagnaðarefni - enda bæði atvinnuskapandi og jákvæð í ljósi breyttra tíma þar sem áhersla á stafræna miðlun er í veldisvexti. En þó er einn þáttur sem staðið hefur í stað frá byrjun faraldurs en það er aðstaða og netaðgengi til streymis í kirkjum landsins. Með fáum framsýnum undantekningum (grínlaust töldum á fingrum annarrar handar!) er aðstaðan til streymis hjartnær alls staðar ófullnægjandi. Víðast hvar í kirkjum er ekki aðgengt að interneti, víða er takmarkaður og óljós aðgangur að rafmagni, og víða hefur rafmagn ekki verið uppfært frá byggingu kirkjunnar. Við erum fámennur en einarður hópur þjónustuaðila í streymi sem þjónustum hundruði, stundum jafnvel þúsundir manns í einu. Okkar hlutverk er að veita óaðfinnanlega þjónustu á viðkvæmri stund hjá aðstandendum. Þessari ábyrgð fögnum við og tökum henni af einurð. En rétt eins og organistinn, sem getur ekki klárað sálminn ef það af einhverjum ástæðum kviknar í orgelinu í miðjum sálmi, eru líkurnar á vel heppnaðri útsendingu hverfandi ef bæði rafmagn er óáreiðanlegt og netsamband stopult eða ekki til staðar. Flestir, ef ekki allir, erum við búnir því besta sem fæst af 4G búnaði (langt umfram það sem fæst á almennum neytendamarkaði) en því miður veitir slíkur búnaður aðeins aukna vernd gegn útsendingarrofi, en ekki tryggingu. Hér þurfa kirkjurnar að taka þátt af dugnaði. Við þjónustuaðilar gerum okkar besta og gerum það yfirleitt vel. En rétt eins og organistinn getur ekki tekið ábyrgð á að brunnið orgel hljómi illa, getum við ekki tekið ábyrgð á að innviðir kirkja séu, árið 2022 (!), þannig að ekki sé hægt að veita þjónustu sem krefst jafn sjálfsagðrar aðstöðu sem áreiðanlegs rafmagns og stöðugrar internettengingar. Þessi pistill er skrifaður með þá von að framkvæmdaráð kirkja nær og fjær taki þessi mál höndum tveim í sinni heimasókn. Oftast er þetta lítil framkvæmd þannig að allir geti vel við unað. Höfundur er eigandi streymisþjónustufyrirtækis.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar