Ókláraður sálmur vegna bruna í kirkjuorgeli Ingi Vífill Guðmundsson skrifar 21. mars 2022 12:31 Um streymi jarðarfara og minningarathafna Mikil aukning hefur orðið á að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á internetið. Í kjölfar COVID-19 faraldursins var það af nauðsyn sökum samkomutakmarkanna, en nú er sífellt algengara að þeim sé streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sökum heilsu, aldurs eða veðurs, og eru þá ógleymdir aðstandendur sem búa erlendis eða utan borgarmarkanna. Þessi þróun er jákvæð og mikið fagnaðarefni - enda bæði atvinnuskapandi og jákvæð í ljósi breyttra tíma þar sem áhersla á stafræna miðlun er í veldisvexti. En þó er einn þáttur sem staðið hefur í stað frá byrjun faraldurs en það er aðstaða og netaðgengi til streymis í kirkjum landsins. Með fáum framsýnum undantekningum (grínlaust töldum á fingrum annarrar handar!) er aðstaðan til streymis hjartnær alls staðar ófullnægjandi. Víðast hvar í kirkjum er ekki aðgengt að interneti, víða er takmarkaður og óljós aðgangur að rafmagni, og víða hefur rafmagn ekki verið uppfært frá byggingu kirkjunnar. Við erum fámennur en einarður hópur þjónustuaðila í streymi sem þjónustum hundruði, stundum jafnvel þúsundir manns í einu. Okkar hlutverk er að veita óaðfinnanlega þjónustu á viðkvæmri stund hjá aðstandendum. Þessari ábyrgð fögnum við og tökum henni af einurð. En rétt eins og organistinn, sem getur ekki klárað sálminn ef það af einhverjum ástæðum kviknar í orgelinu í miðjum sálmi, eru líkurnar á vel heppnaðri útsendingu hverfandi ef bæði rafmagn er óáreiðanlegt og netsamband stopult eða ekki til staðar. Flestir, ef ekki allir, erum við búnir því besta sem fæst af 4G búnaði (langt umfram það sem fæst á almennum neytendamarkaði) en því miður veitir slíkur búnaður aðeins aukna vernd gegn útsendingarrofi, en ekki tryggingu. Hér þurfa kirkjurnar að taka þátt af dugnaði. Við þjónustuaðilar gerum okkar besta og gerum það yfirleitt vel. En rétt eins og organistinn getur ekki tekið ábyrgð á að brunnið orgel hljómi illa, getum við ekki tekið ábyrgð á að innviðir kirkja séu, árið 2022 (!), þannig að ekki sé hægt að veita þjónustu sem krefst jafn sjálfsagðrar aðstöðu sem áreiðanlegs rafmagns og stöðugrar internettengingar. Þessi pistill er skrifaður með þá von að framkvæmdaráð kirkja nær og fjær taki þessi mál höndum tveim í sinni heimasókn. Oftast er þetta lítil framkvæmd þannig að allir geti vel við unað. Höfundur er eigandi streymisþjónustufyrirtækis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Fjarskipti Stafræn þróun Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Um streymi jarðarfara og minningarathafna Mikil aukning hefur orðið á að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á internetið. Í kjölfar COVID-19 faraldursins var það af nauðsyn sökum samkomutakmarkanna, en nú er sífellt algengara að þeim sé streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sökum heilsu, aldurs eða veðurs, og eru þá ógleymdir aðstandendur sem búa erlendis eða utan borgarmarkanna. Þessi þróun er jákvæð og mikið fagnaðarefni - enda bæði atvinnuskapandi og jákvæð í ljósi breyttra tíma þar sem áhersla á stafræna miðlun er í veldisvexti. En þó er einn þáttur sem staðið hefur í stað frá byrjun faraldurs en það er aðstaða og netaðgengi til streymis í kirkjum landsins. Með fáum framsýnum undantekningum (grínlaust töldum á fingrum annarrar handar!) er aðstaðan til streymis hjartnær alls staðar ófullnægjandi. Víðast hvar í kirkjum er ekki aðgengt að interneti, víða er takmarkaður og óljós aðgangur að rafmagni, og víða hefur rafmagn ekki verið uppfært frá byggingu kirkjunnar. Við erum fámennur en einarður hópur þjónustuaðila í streymi sem þjónustum hundruði, stundum jafnvel þúsundir manns í einu. Okkar hlutverk er að veita óaðfinnanlega þjónustu á viðkvæmri stund hjá aðstandendum. Þessari ábyrgð fögnum við og tökum henni af einurð. En rétt eins og organistinn, sem getur ekki klárað sálminn ef það af einhverjum ástæðum kviknar í orgelinu í miðjum sálmi, eru líkurnar á vel heppnaðri útsendingu hverfandi ef bæði rafmagn er óáreiðanlegt og netsamband stopult eða ekki til staðar. Flestir, ef ekki allir, erum við búnir því besta sem fæst af 4G búnaði (langt umfram það sem fæst á almennum neytendamarkaði) en því miður veitir slíkur búnaður aðeins aukna vernd gegn útsendingarrofi, en ekki tryggingu. Hér þurfa kirkjurnar að taka þátt af dugnaði. Við þjónustuaðilar gerum okkar besta og gerum það yfirleitt vel. En rétt eins og organistinn getur ekki tekið ábyrgð á að brunnið orgel hljómi illa, getum við ekki tekið ábyrgð á að innviðir kirkja séu, árið 2022 (!), þannig að ekki sé hægt að veita þjónustu sem krefst jafn sjálfsagðrar aðstöðu sem áreiðanlegs rafmagns og stöðugrar internettengingar. Þessi pistill er skrifaður með þá von að framkvæmdaráð kirkja nær og fjær taki þessi mál höndum tveim í sinni heimasókn. Oftast er þetta lítil framkvæmd þannig að allir geti vel við unað. Höfundur er eigandi streymisþjónustufyrirtækis.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar