Ekkert hús á Seyðisfirði á hættusvæði C vegna aurflóðahættu Elvar Snær Kristjánsson skrifar 7. apríl 2022 08:31 Þann 18. desember 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði. Skriðan var um 73.000 rúmmetrar. Á einhvern ótrúlegan hátt slasaðist enginn né lét lífið. Skriðan skildi eftir sig stórt sár í fjallinu. En hún skildi líka eftir stórt sár í hugum og hjörtum margra Seyðfirðinga. Traust til þeirra sérfræðinga sem sjá um hættumöt ofanflóða og eftirlit minnkaði. Jafnvel traust fjallana sem hafa varið okkur fyrir veðri og vindum frá örófi alda (og reyndar sólinni líka) minnkaði. En traustið jókst jafn og þétt aftur með fjölmörgum upplýsingafundum og greinagóðum svörum sérfræðinganna. Sumarið 2021 var kynnt nýtt bráðabirgðahættumat sem færði öll hús í Botnahlíð á C svæði sem er mesta hætta og gerir það að verkum að ekki má búa þar nema með vörnum. Þetta var áfellisdómur fyrir heila götu. Nú tók löng og erfið bið fyrir Seyðfirðinga, ekki síst íbúa Botnahlíðar sem sumir hverjir höfðu hug á sölu eða miklar framkvæmdir áður en skriðurnar féllu. Ekkert hús á C svæði, eitt á B svæði Þann 6. apríl síðastliðinn eða tæpu einu og hálfu ári frá skriðunum kynnti Jón Haukur Steingrímsson jarðfræðingur hjá EFLU svokallaða áfangaskýrslu á nýju hættumati sem nær yfir svæðið frá Búðará að Dagmálalæk. Stóru fréttirnar eru þær að hægt er að verja öll hús á svæðinu fyrir aurflóðum og koma þeim niður á hættusvæði A. Raunar verða öll hús í bænum á A svæði gagnvart aurflóðum fyrir utan eitt, Þórshamar sem verður á B svæði. Í huga þess sem þetta skrifar eru þetta betri niðurstöður en hægt var að vona og jafnvel var óttast að einhver hús þyrfti að fjarlægja til að koma vörnum fyrir. En hvers vegna er þessu hættumati treystandi? Mynd frá fundinum. Raunveruleg gögn, ekkert gisk Veðurstofan og EFLA hafa nýtt tímann frá skriðunum til að koma upp heilmiklu eftirlitskerfi og líklega því umfangsmesta á landinu. Einnig hafa skriðurnar sjálfar verið rannsakaðar og voru gögn úr borholum í Botnum sem voru til staðar áður mjög mikilvægar en þær mæla vatnshæð og þar með þrýsting vatnsins í jarðveginum. Allar þessar upplýsingar voru nýttar til að keyra flóðaherma til að reyna að átta sig á hvað gerist ef fleiri skriður falla í byggð á Seyðisfirði. Það sem gerir þessar niðurstöður úr flóðahermunum sérstakar er einkum tvennt. Í fyrsta lagi þær upplýsingar úr borholum fyrir skriður og þá daga sem skriðurnar voru að falla. Í öðru lagi það tækifæri sem stóra skriðan gaf til rannsókna. Þetta tvennt ásamt öðrum mælingum gerir það að verkum að hægt er að setja raunverulegar staðbundnar upplýsingar í flóðahermana. Þannig byggir nýtt mat á raunverulegum aðstæðum sem hægt var að mæla og setja saman. Gott eftirlit má ekki vinna gegn Seyðfirðingum Varnarkerfið sem kynnt var er þríþætt. Í fyrsta lagi eru það drenaðgerðir með skurðum og drenlögnum. Í öðru lagi öflugt og gott eftirlit. Og í þriðja lagi varnirnar sjálfar. Eins og fram kom í máli Jóns Hauks haldast þessir þrír þættir kerfisins í hendur og ekkert má taka út til þess að það virki. Því er brýnt að draga ekki lappirnar við að koma kerfinu í gagnið og ætla að stóla eingöngu á gott eftirlitskerfi. Ljóst er að þetta mun kosta töluvert og taka allmörg ár að fullklára en þetta er sá veruleiki sem Seyðfirðingar þurfa að horfast í augu við og ef líf á þrífast á landsbyggðinni er þetta sá veruleiki sem Íslendingar þurfa að horfast í augu við. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Skoðun: Kosningar 2022 Byggðamál Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. desember 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði. Skriðan var um 73.000 rúmmetrar. Á einhvern ótrúlegan hátt slasaðist enginn né lét lífið. Skriðan skildi eftir sig stórt sár í fjallinu. En hún skildi líka eftir stórt sár í hugum og hjörtum margra Seyðfirðinga. Traust til þeirra sérfræðinga sem sjá um hættumöt ofanflóða og eftirlit minnkaði. Jafnvel traust fjallana sem hafa varið okkur fyrir veðri og vindum frá örófi alda (og reyndar sólinni líka) minnkaði. En traustið jókst jafn og þétt aftur með fjölmörgum upplýsingafundum og greinagóðum svörum sérfræðinganna. Sumarið 2021 var kynnt nýtt bráðabirgðahættumat sem færði öll hús í Botnahlíð á C svæði sem er mesta hætta og gerir það að verkum að ekki má búa þar nema með vörnum. Þetta var áfellisdómur fyrir heila götu. Nú tók löng og erfið bið fyrir Seyðfirðinga, ekki síst íbúa Botnahlíðar sem sumir hverjir höfðu hug á sölu eða miklar framkvæmdir áður en skriðurnar féllu. Ekkert hús á C svæði, eitt á B svæði Þann 6. apríl síðastliðinn eða tæpu einu og hálfu ári frá skriðunum kynnti Jón Haukur Steingrímsson jarðfræðingur hjá EFLU svokallaða áfangaskýrslu á nýju hættumati sem nær yfir svæðið frá Búðará að Dagmálalæk. Stóru fréttirnar eru þær að hægt er að verja öll hús á svæðinu fyrir aurflóðum og koma þeim niður á hættusvæði A. Raunar verða öll hús í bænum á A svæði gagnvart aurflóðum fyrir utan eitt, Þórshamar sem verður á B svæði. Í huga þess sem þetta skrifar eru þetta betri niðurstöður en hægt var að vona og jafnvel var óttast að einhver hús þyrfti að fjarlægja til að koma vörnum fyrir. En hvers vegna er þessu hættumati treystandi? Mynd frá fundinum. Raunveruleg gögn, ekkert gisk Veðurstofan og EFLA hafa nýtt tímann frá skriðunum til að koma upp heilmiklu eftirlitskerfi og líklega því umfangsmesta á landinu. Einnig hafa skriðurnar sjálfar verið rannsakaðar og voru gögn úr borholum í Botnum sem voru til staðar áður mjög mikilvægar en þær mæla vatnshæð og þar með þrýsting vatnsins í jarðveginum. Allar þessar upplýsingar voru nýttar til að keyra flóðaherma til að reyna að átta sig á hvað gerist ef fleiri skriður falla í byggð á Seyðisfirði. Það sem gerir þessar niðurstöður úr flóðahermunum sérstakar er einkum tvennt. Í fyrsta lagi þær upplýsingar úr borholum fyrir skriður og þá daga sem skriðurnar voru að falla. Í öðru lagi það tækifæri sem stóra skriðan gaf til rannsókna. Þetta tvennt ásamt öðrum mælingum gerir það að verkum að hægt er að setja raunverulegar staðbundnar upplýsingar í flóðahermana. Þannig byggir nýtt mat á raunverulegum aðstæðum sem hægt var að mæla og setja saman. Gott eftirlit má ekki vinna gegn Seyðfirðingum Varnarkerfið sem kynnt var er þríþætt. Í fyrsta lagi eru það drenaðgerðir með skurðum og drenlögnum. Í öðru lagi öflugt og gott eftirlit. Og í þriðja lagi varnirnar sjálfar. Eins og fram kom í máli Jóns Hauks haldast þessir þrír þættir kerfisins í hendur og ekkert má taka út til þess að það virki. Því er brýnt að draga ekki lappirnar við að koma kerfinu í gagnið og ætla að stóla eingöngu á gott eftirlitskerfi. Ljóst er að þetta mun kosta töluvert og taka allmörg ár að fullklára en þetta er sá veruleiki sem Seyðfirðingar þurfa að horfast í augu við og ef líf á þrífast á landsbyggðinni er þetta sá veruleiki sem Íslendingar þurfa að horfast í augu við. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun