Opnum hliðin – stækkum dalinn Stefán Pálsson skrifar 23. apríl 2022 12:00 Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi. Stofnun safnsins var mikil gæfa því þannig tókst að bjarga ómetanlegum menningarverðmætum undan jarðýtum og skóflukjöftum. Síðar áttu þó viðhorf í húsaverndunarmálum eftir að þroskast enn frekar og sú stefna varð almennt ofaná að reyna að vernda hús í sínu upprunalega umhverfi eða sem næst því. Fyrstu árin hefði Árbæjarsafn vart getað verið meira í alfaraleið þar sem sjálfur Suðurlandsvegurinn til og frá Reykjavík lá um hlaðið. Nýjar vegatengingar og uppbygging Árbæjar- og Ártúnshverfa hafa hins vegar gert það að verkum að aðkoman að safninu er fjarri því eins áberandi nú um stundir og áður var. Árbæjarsafnið er perla, en spurningin er hvort ekki megi leita leiða til að lyfta því enn frekar og um leið nýta það til að styrkja Elliðaárdalinn, sem er eitt mikilvægasta útivistarsvæði borgarbúa. Frábærar gönguleiðir Við í Vinstri grænum viljum láta kanna alvarlega þann möguleika að opna safnsvæðið og láta það og stígakerfi þess verða hluta af göngu- og hjólastígum Elliðaárdalsins. Þannig gætu borgarbúar rölt sér til ánægju innan um hin gömlu og fallegu hús. Það sem helst hefur staðið í veginum fyrir því að girðingunum umhverfis Árbæjarsafn verði einfaldlega rutt úr vegi er sú staðreynd að safninu er gert að afla sér tekna með miðasölu. Með nútímatækni ætti það þó ekki lengur að vera vandamál. Auðveldlega mætti selja inn í einstök hús eða sýningar með einföldum tæknilegum lausnum þótt svæðið sjálft yrði opnað. Aukin umferð um safnsvæðið gæti líka styrkt veitingasölu í kaffihúsi safnsins, Dillonshúsi – en lengi hefur verið kallað eftir veitingasölu í Elliðaárdal. Með því að hætta að líta á Árbæjarsafn sem einangraða eyju en skipuleggja safnsvæðið þess í stað sem hluta af stærri heild, má ætla að margfalt fleira fólk skoði hin sögufrægu hús að utan. Það mun væntanlega kveikja áhuga enn fleiri en nú er á að fá að fræðast um sögu þeirra og kynna sér þau að innan. Sláum tvær flugur í einu höggi og styrkjum eina okkar mikilvægustu menningarstofnunum og eflum um leið dýrmætt útivistarsvæði. Höfundur er sagnfræðingur og skipar 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsavernd Söfn Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi. Stofnun safnsins var mikil gæfa því þannig tókst að bjarga ómetanlegum menningarverðmætum undan jarðýtum og skóflukjöftum. Síðar áttu þó viðhorf í húsaverndunarmálum eftir að þroskast enn frekar og sú stefna varð almennt ofaná að reyna að vernda hús í sínu upprunalega umhverfi eða sem næst því. Fyrstu árin hefði Árbæjarsafn vart getað verið meira í alfaraleið þar sem sjálfur Suðurlandsvegurinn til og frá Reykjavík lá um hlaðið. Nýjar vegatengingar og uppbygging Árbæjar- og Ártúnshverfa hafa hins vegar gert það að verkum að aðkoman að safninu er fjarri því eins áberandi nú um stundir og áður var. Árbæjarsafnið er perla, en spurningin er hvort ekki megi leita leiða til að lyfta því enn frekar og um leið nýta það til að styrkja Elliðaárdalinn, sem er eitt mikilvægasta útivistarsvæði borgarbúa. Frábærar gönguleiðir Við í Vinstri grænum viljum láta kanna alvarlega þann möguleika að opna safnsvæðið og láta það og stígakerfi þess verða hluta af göngu- og hjólastígum Elliðaárdalsins. Þannig gætu borgarbúar rölt sér til ánægju innan um hin gömlu og fallegu hús. Það sem helst hefur staðið í veginum fyrir því að girðingunum umhverfis Árbæjarsafn verði einfaldlega rutt úr vegi er sú staðreynd að safninu er gert að afla sér tekna með miðasölu. Með nútímatækni ætti það þó ekki lengur að vera vandamál. Auðveldlega mætti selja inn í einstök hús eða sýningar með einföldum tæknilegum lausnum þótt svæðið sjálft yrði opnað. Aukin umferð um safnsvæðið gæti líka styrkt veitingasölu í kaffihúsi safnsins, Dillonshúsi – en lengi hefur verið kallað eftir veitingasölu í Elliðaárdal. Með því að hætta að líta á Árbæjarsafn sem einangraða eyju en skipuleggja safnsvæðið þess í stað sem hluta af stærri heild, má ætla að margfalt fleira fólk skoði hin sögufrægu hús að utan. Það mun væntanlega kveikja áhuga enn fleiri en nú er á að fá að fræðast um sögu þeirra og kynna sér þau að innan. Sláum tvær flugur í einu höggi og styrkjum eina okkar mikilvægustu menningarstofnunum og eflum um leið dýrmætt útivistarsvæði. Höfundur er sagnfræðingur og skipar 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar