Velferð og umhyggja í Rangárþingi eystra Árný Hrund Svavarsdóttir og Sigríður Karólína Viðarsdóttir skrifa 12. maí 2022 11:46 Öll erum við misjöfn eins og við erum mörg, við höfum misjafnar þarfir og væntingar. Sumir hafa sterkt bakland en aðrir ekki, sumir eru einmanna en aðrir ekki. Félagslegi þátturinn er því mjög mikilvægur hvort sem við erum ung eða gömul. Við viljum gera átak í því að hvetja eldri íbúa til þátttöku í félagsstarfi til að koma í veg fyrir einmannaleikann. Er við lítum til eldri íbúa okkar, sem njóta sinna efri ára, þá er nauðsynlegt að við tryggjum þeim góða þjónustu. Starf félags eldri borgara hér í Rangárvallasýslu er mjög gott og viljum við efla það enn frekar. Með því að finna þeim varanlegt húsnæði til félagsstarfs getum við skapað góðar aðstæður fyrir samveru, viðburði og iðkun tómstunda. Hlutverk þannig félagsmiðstöðvar eldra fólks tryggir, félagsskap, tómstundir og þá drögum við úr hættu á félagslegri einangrun. Einnig viljum við stuðla að heilsueflingu eldri íbúa og hvetja þá til fjölbreyttra hreyfinga. Við viljum kanna möguleika á því að byggja upp þjónustuíbúðakjarna þar sem heimili og þjónusta væru tengd saman. Íbúðirnar væru leiguíbúðir sem tengjast sameiginlegri þjónustu, með því skapast öryggi og samvera. Við viljum efla ýmsa þjónustu og aðstoð til dæmis með umhirðu garða og fleira fyrir eldri íbúana okkar. Í samfélaginu okkar er mikilvægt að eiga öfluga félagsþjónustu fyrir fólkið okkar. Við viljum að allir hafi jöfn tækifræi til að búa í sveitarfélaginu okkar. Við viljum bæta upplýsingagjöf um það hvað félagsþjónustan býður fólki upp á. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um skipan í öldungaráðs. Það ráð viljum við efla enn frekar og virkja aðkomu þess til ákvarðanatöku sveitastjórnar. Þannig getum við tengt samfélag eldri íbúa inn í stjórnsýsluna til að koma sínum málefnum á framfæri. Það er alveg ljóst að við þurfum að gera betur þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir því eftirliti á okkar svæði. Leitast er eftir því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti, gera því kleift að lifa eðlilegu lífi og skapa skilyrði fyrir þau að taka virkan þátt í lífinu. Við viljum bæta aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, með því að tryggja aðgengi við allar opinberar byggingar sveitarfélagsins auk gangstíga, gatna og annarra svæða. Einnig viljum við auka möguleika á hreyfingu fatlaðra meðal annars með því að koma upp lyftubúnaði við sundlaugina á Hvolsvelli. Við viljum byggja búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í samvinnu við Bergrisann bs, á kjörtímabilinu. Kæru kjósendur, það er trú okkar fólks á D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna að með samtali og samvinnu við íbúa er varðar málefni sveitarfélagsins, þá munum við uppskera gott samfélag. Við ætlum að vinna að heilindum fyrir sveitarfélagið okkar. Merktu X við D næstkomandi laugardag. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Öll erum við misjöfn eins og við erum mörg, við höfum misjafnar þarfir og væntingar. Sumir hafa sterkt bakland en aðrir ekki, sumir eru einmanna en aðrir ekki. Félagslegi þátturinn er því mjög mikilvægur hvort sem við erum ung eða gömul. Við viljum gera átak í því að hvetja eldri íbúa til þátttöku í félagsstarfi til að koma í veg fyrir einmannaleikann. Er við lítum til eldri íbúa okkar, sem njóta sinna efri ára, þá er nauðsynlegt að við tryggjum þeim góða þjónustu. Starf félags eldri borgara hér í Rangárvallasýslu er mjög gott og viljum við efla það enn frekar. Með því að finna þeim varanlegt húsnæði til félagsstarfs getum við skapað góðar aðstæður fyrir samveru, viðburði og iðkun tómstunda. Hlutverk þannig félagsmiðstöðvar eldra fólks tryggir, félagsskap, tómstundir og þá drögum við úr hættu á félagslegri einangrun. Einnig viljum við stuðla að heilsueflingu eldri íbúa og hvetja þá til fjölbreyttra hreyfinga. Við viljum kanna möguleika á því að byggja upp þjónustuíbúðakjarna þar sem heimili og þjónusta væru tengd saman. Íbúðirnar væru leiguíbúðir sem tengjast sameiginlegri þjónustu, með því skapast öryggi og samvera. Við viljum efla ýmsa þjónustu og aðstoð til dæmis með umhirðu garða og fleira fyrir eldri íbúana okkar. Í samfélaginu okkar er mikilvægt að eiga öfluga félagsþjónustu fyrir fólkið okkar. Við viljum að allir hafi jöfn tækifræi til að búa í sveitarfélaginu okkar. Við viljum bæta upplýsingagjöf um það hvað félagsþjónustan býður fólki upp á. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um skipan í öldungaráðs. Það ráð viljum við efla enn frekar og virkja aðkomu þess til ákvarðanatöku sveitastjórnar. Þannig getum við tengt samfélag eldri íbúa inn í stjórnsýsluna til að koma sínum málefnum á framfæri. Það er alveg ljóst að við þurfum að gera betur þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir því eftirliti á okkar svæði. Leitast er eftir því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti, gera því kleift að lifa eðlilegu lífi og skapa skilyrði fyrir þau að taka virkan þátt í lífinu. Við viljum bæta aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, með því að tryggja aðgengi við allar opinberar byggingar sveitarfélagsins auk gangstíga, gatna og annarra svæða. Einnig viljum við auka möguleika á hreyfingu fatlaðra meðal annars með því að koma upp lyftubúnaði við sundlaugina á Hvolsvelli. Við viljum byggja búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í samvinnu við Bergrisann bs, á kjörtímabilinu. Kæru kjósendur, það er trú okkar fólks á D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna að með samtali og samvinnu við íbúa er varðar málefni sveitarfélagsins, þá munum við uppskera gott samfélag. Við ætlum að vinna að heilindum fyrir sveitarfélagið okkar. Merktu X við D næstkomandi laugardag. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun