Heimilisfjármál í verðbólgu og hækkandi vöxtum Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. júní 2022 08:00 Það ætlaði allt um koll að keyra fyrir um fimm árum þegar viðtal við ástralska fasteignabraskarann Tim Gurner birtist í 60 mínútum. Gurner sagði ungt fólk eiga mun greiðari leið inn á fasteignamarkaðinn ef það hættir bara að skófla í sig ristuðu brauði með avókadó, eða lárperu eins og við í tilgerðarlegri kantinum köllum hana. Gurner er einn af þessum sem sleikir hárið aftur gegn vilja þess. Hann var alltaf að fara að stuða með þessum ummælum sínum og þó svo túlka mætti þau sem ágætis ábendingu um mikilvægi þess að huga að útgjöldum þótti mörgum þau frekar endurspegla vanþekkingu á erfiðri stöðu ungs fólks í dag. Það er ekki nóg að skipta lárperunni út fyrir kæfu. En hvað er þá raunverulega til bragðs að taka þegar aðstæður versna? Staðan í dag gerir lífið erfiðara Margt jákvætt má segja um stöðu efnahagsmála hér á landi í dag. Atvinnuleysi er á svipuðum slóðum og fyrir Covid, krónan er sterk, horfur á hagvexti og heimilin standa almennt nokkuð vel í sögulegum samanburði. En að undanförnu höfum við þó öll fundið fyrir óþægilegum breytingum í heimilisbókhaldinu. Verðbólgan er allt of mikil og farin að valda talsverðum vandræðum. Einn helsti drifkraftur hennar er húsnæðisverðið, sem gerir ungu fólki enn erfiðara að koma sér þaki yfir höfuðið og Seðlabankinn hefur brugðist við með mjög skörpum vaxtahækkunum. Meiri verðbólga og hærri vextir auka kostnaðinn við það að vera til. Dagsdagleg fjármál okkar verða því erfiðari og ástandið virðist ekki ætla að skána að ráði í bráð. Við í Greiningu Íslandsbanka spáum því að Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti út árið en draga taki úr hækkunartakti íbúðaverðs og verðbólga hjaðni hægt og rólega síðar á þessu ári og fram á það næsta. Hvað er hægt að gera til að laga þessa stöðu? Seðlabankinn reynir sitt, ríkið réðst í beinar aðgerðir fyrir viðkvæma hópa og biðlað er til smásöluaðila að hækka vöruverð ekki of mikið og vinnumarkaðarins að kynda ekki frekar undir bálið. En hvað með okkur hvert og eitt? Hvað getum við gert varðandi okkar persónulegu fjármál til þess að lágmarka þá áhættu sem ástandinu fylgir? Útgjöld Við þurfum öll að líta vandlega á hver staðan er. Það er ekki það skemmtilegasta sem við gerum en við bítum bara á jaxlinn. Ef það getur orðið fjárhagslega erfitt að aðstæður versni enn frekar og útgjöldin aukist þurfum við að freista þess að grípa inn í núna strax. Eitt einfalt dæmi um slíkt er að það er bara hálft ár í jólin og það tekur því varla úr þessu að taka niður seríuna. Desember er öllu jöfnu dýrari en aðrir mánuðir og jólin í ár verða enn dýrari en jólin í fyrra. Eigum við fyrir því eða þurfum við strax að byrja að undirbúa okkur svo þessi skemmtilega hátíð breytist ekki í magaverk og áhyggjur? Lausnin er ekkert endilega að hætta að borða avókadó eða eins og trúðurinn Herschel Krustofsky sagði, að borða færri kondóreggjaommelettur, en eitt besta sparnaðarráðið er þó vissulega að skera niður daglega neyslu, ef mögulegt er. Sú sígilda regla að kaupa ekkert sem við getum ekki staðgreitt á sérstaklega við í dag. Að sjálfsögðu er fjárhagsstaða fólks ólík og hjá sumum jafnvel ekkert svigrúm en ef við getum forðast neyslulán með öllu skulum við fyrir alla muni gera það því vextirnir á þeim eru eflaust líka að fara að hækka. Sparnaður Ef við höfum færi á að spara duglega búum við með því til svigrúm fyrir verri tíma sem við getum nýtt ef á reynir í stað þess að þurfa að sækja í kostnaðarsöm neyslulán. Ef allt fer á besta veg eigum við sparnað og töpum engu á því. En hvar geymum við peninga við þessar aðstæður? Það er augljóslega ekki í boði að geyma reiðufé í 8% verðbólgu og því mikilvægt að fá einhverja vexti. Til skamms tíma getur verið erfitt, jafnvel ógerlegt, að ávöxtun haldi í við verðbólguna en það er einn fylgifiskur þessarar stöðu. Við verðum bara að láta okkur hafa það að fá laka raunvexti nema við viljum freista þess að sækja enn meiri ávöxtun með því ýmist að verðtryggja innlán (sem bundin eru í þrjú ár að lágmarki) eða með áhættusamari fjárfestingum. Rétta leiðin til að nálgast slíkt er, sem fyrr, að ráðfæra sig við sérfræðinga, halda sig frá því sem við skiljum ekki og muna að taka ekki ákvarðanir byggðar á því sem þegar hefur átt sér stað heldur væntingum um framtíðina. Í fjárfestingum, rétt eins og í efnahagslífinu í heild, er óvissan afar mikil þessa stundina og því ástæða til að vanda sig. Auk fjárfestinga má svo ekki gleyma þeim valkosti að greiða niður lán. Lánin okkar Lánum fylgir alltaf áhætta. Verðtryggð lán geta þanist út í verðbólgu og greiðslubyrði óverðtryggðra lána þyngst við vaxtahækkanir. Nú sjáum við hvort tveggja raungerast. Sum kjósa að festa vexti, færa sig úr verðtryggðum vöxtum í óverðtryggða eða jafnvel öfugt, en hvað svo sem við gerum verðum við að gera ráð fyrir að það verði dýrara að borga af lánunum okkar í hverjum mánuði. Þó svo við festum vextina okkar í dag er óvíst hvað verður í boði að lokinni bindingu og miðað við spár er ekki ólíklegt að vextir verði þá enn hærri. Þess vegna er svigrúmið sem ég nefndi svo ákaflega mikilvægt. Þegar öllu er á botninn hvolft má segja að engar töfralausnir séu við núverandi ástandi en margt hægt að skoða til að draga úr áhættu og þeim kostnaði sem því fylgir. Við munum væntanlega mörg hafa minna á milli handanna og launin okkar duga skemur en áður. Það verður varla umflúið þó svo við reynum að verja okkur eins og við frekast getum. Þetta getur orðið sárt, leiðinlegt og krafist fórna, en það er betra að vita af því fyrirfram og búa sig undir slíkt en að leysa úr vandamálum sem upp koma síðar. Sé fjárhagslegt svigrúm lítið sem ekkert og engin færi á að draga úr útgjöldum er staðan auðvitað enn alvarlegri og ástæða til að ræða við fagfólk án tafar. Óttalegar bölmóður er þetta. Það hljómar eins og ég sé sötrandi úr botninum á glasinu en það er þó bara hálf tómt, eða hálf fullt, eftir því hvernig við lítum á það. Þrátt fyrir þetta allt saman eru þessar vaxta- og verðbólgutölur aldeilis ekkert nýjar fyrir okkur hér á Íslandi og horfurnar til lengri tíma mjög bjartar. Ef við pössum hvert og eitt vel upp á persónuleg fjármál okkar og hagstjórnaraðilar standa sig í stykkinu er engin ástæða til annars en að þetta verði bara stutt óþægindatímabil. Að því loknu er okkur svo öllum velkomið að úða í okkur avókadóbrauði eins og við fáum borgað fyrir það. Höfundur er deildarstjóri hjá Greiningu og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra fyrir um fimm árum þegar viðtal við ástralska fasteignabraskarann Tim Gurner birtist í 60 mínútum. Gurner sagði ungt fólk eiga mun greiðari leið inn á fasteignamarkaðinn ef það hættir bara að skófla í sig ristuðu brauði með avókadó, eða lárperu eins og við í tilgerðarlegri kantinum köllum hana. Gurner er einn af þessum sem sleikir hárið aftur gegn vilja þess. Hann var alltaf að fara að stuða með þessum ummælum sínum og þó svo túlka mætti þau sem ágætis ábendingu um mikilvægi þess að huga að útgjöldum þótti mörgum þau frekar endurspegla vanþekkingu á erfiðri stöðu ungs fólks í dag. Það er ekki nóg að skipta lárperunni út fyrir kæfu. En hvað er þá raunverulega til bragðs að taka þegar aðstæður versna? Staðan í dag gerir lífið erfiðara Margt jákvætt má segja um stöðu efnahagsmála hér á landi í dag. Atvinnuleysi er á svipuðum slóðum og fyrir Covid, krónan er sterk, horfur á hagvexti og heimilin standa almennt nokkuð vel í sögulegum samanburði. En að undanförnu höfum við þó öll fundið fyrir óþægilegum breytingum í heimilisbókhaldinu. Verðbólgan er allt of mikil og farin að valda talsverðum vandræðum. Einn helsti drifkraftur hennar er húsnæðisverðið, sem gerir ungu fólki enn erfiðara að koma sér þaki yfir höfuðið og Seðlabankinn hefur brugðist við með mjög skörpum vaxtahækkunum. Meiri verðbólga og hærri vextir auka kostnaðinn við það að vera til. Dagsdagleg fjármál okkar verða því erfiðari og ástandið virðist ekki ætla að skána að ráði í bráð. Við í Greiningu Íslandsbanka spáum því að Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti út árið en draga taki úr hækkunartakti íbúðaverðs og verðbólga hjaðni hægt og rólega síðar á þessu ári og fram á það næsta. Hvað er hægt að gera til að laga þessa stöðu? Seðlabankinn reynir sitt, ríkið réðst í beinar aðgerðir fyrir viðkvæma hópa og biðlað er til smásöluaðila að hækka vöruverð ekki of mikið og vinnumarkaðarins að kynda ekki frekar undir bálið. En hvað með okkur hvert og eitt? Hvað getum við gert varðandi okkar persónulegu fjármál til þess að lágmarka þá áhættu sem ástandinu fylgir? Útgjöld Við þurfum öll að líta vandlega á hver staðan er. Það er ekki það skemmtilegasta sem við gerum en við bítum bara á jaxlinn. Ef það getur orðið fjárhagslega erfitt að aðstæður versni enn frekar og útgjöldin aukist þurfum við að freista þess að grípa inn í núna strax. Eitt einfalt dæmi um slíkt er að það er bara hálft ár í jólin og það tekur því varla úr þessu að taka niður seríuna. Desember er öllu jöfnu dýrari en aðrir mánuðir og jólin í ár verða enn dýrari en jólin í fyrra. Eigum við fyrir því eða þurfum við strax að byrja að undirbúa okkur svo þessi skemmtilega hátíð breytist ekki í magaverk og áhyggjur? Lausnin er ekkert endilega að hætta að borða avókadó eða eins og trúðurinn Herschel Krustofsky sagði, að borða færri kondóreggjaommelettur, en eitt besta sparnaðarráðið er þó vissulega að skera niður daglega neyslu, ef mögulegt er. Sú sígilda regla að kaupa ekkert sem við getum ekki staðgreitt á sérstaklega við í dag. Að sjálfsögðu er fjárhagsstaða fólks ólík og hjá sumum jafnvel ekkert svigrúm en ef við getum forðast neyslulán með öllu skulum við fyrir alla muni gera það því vextirnir á þeim eru eflaust líka að fara að hækka. Sparnaður Ef við höfum færi á að spara duglega búum við með því til svigrúm fyrir verri tíma sem við getum nýtt ef á reynir í stað þess að þurfa að sækja í kostnaðarsöm neyslulán. Ef allt fer á besta veg eigum við sparnað og töpum engu á því. En hvar geymum við peninga við þessar aðstæður? Það er augljóslega ekki í boði að geyma reiðufé í 8% verðbólgu og því mikilvægt að fá einhverja vexti. Til skamms tíma getur verið erfitt, jafnvel ógerlegt, að ávöxtun haldi í við verðbólguna en það er einn fylgifiskur þessarar stöðu. Við verðum bara að láta okkur hafa það að fá laka raunvexti nema við viljum freista þess að sækja enn meiri ávöxtun með því ýmist að verðtryggja innlán (sem bundin eru í þrjú ár að lágmarki) eða með áhættusamari fjárfestingum. Rétta leiðin til að nálgast slíkt er, sem fyrr, að ráðfæra sig við sérfræðinga, halda sig frá því sem við skiljum ekki og muna að taka ekki ákvarðanir byggðar á því sem þegar hefur átt sér stað heldur væntingum um framtíðina. Í fjárfestingum, rétt eins og í efnahagslífinu í heild, er óvissan afar mikil þessa stundina og því ástæða til að vanda sig. Auk fjárfestinga má svo ekki gleyma þeim valkosti að greiða niður lán. Lánin okkar Lánum fylgir alltaf áhætta. Verðtryggð lán geta þanist út í verðbólgu og greiðslubyrði óverðtryggðra lána þyngst við vaxtahækkanir. Nú sjáum við hvort tveggja raungerast. Sum kjósa að festa vexti, færa sig úr verðtryggðum vöxtum í óverðtryggða eða jafnvel öfugt, en hvað svo sem við gerum verðum við að gera ráð fyrir að það verði dýrara að borga af lánunum okkar í hverjum mánuði. Þó svo við festum vextina okkar í dag er óvíst hvað verður í boði að lokinni bindingu og miðað við spár er ekki ólíklegt að vextir verði þá enn hærri. Þess vegna er svigrúmið sem ég nefndi svo ákaflega mikilvægt. Þegar öllu er á botninn hvolft má segja að engar töfralausnir séu við núverandi ástandi en margt hægt að skoða til að draga úr áhættu og þeim kostnaði sem því fylgir. Við munum væntanlega mörg hafa minna á milli handanna og launin okkar duga skemur en áður. Það verður varla umflúið þó svo við reynum að verja okkur eins og við frekast getum. Þetta getur orðið sárt, leiðinlegt og krafist fórna, en það er betra að vita af því fyrirfram og búa sig undir slíkt en að leysa úr vandamálum sem upp koma síðar. Sé fjárhagslegt svigrúm lítið sem ekkert og engin færi á að draga úr útgjöldum er staðan auðvitað enn alvarlegri og ástæða til að ræða við fagfólk án tafar. Óttalegar bölmóður er þetta. Það hljómar eins og ég sé sötrandi úr botninum á glasinu en það er þó bara hálf tómt, eða hálf fullt, eftir því hvernig við lítum á það. Þrátt fyrir þetta allt saman eru þessar vaxta- og verðbólgutölur aldeilis ekkert nýjar fyrir okkur hér á Íslandi og horfurnar til lengri tíma mjög bjartar. Ef við pössum hvert og eitt vel upp á persónuleg fjármál okkar og hagstjórnaraðilar standa sig í stykkinu er engin ástæða til annars en að þetta verði bara stutt óþægindatímabil. Að því loknu er okkur svo öllum velkomið að úða í okkur avókadóbrauði eins og við fáum borgað fyrir það. Höfundur er deildarstjóri hjá Greiningu og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun