Blaðamennska í ágjöf norðlensks réttarfars Halldór Reynisson skrifar 31. ágúst 2022 13:01 Enn hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kallað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna tapaðs síma í eigu húskarls Samherja. Enn heyrist ekkert af yfirheyrslum yfir Samherjamönnum vegna meintar mútustarfssemi í þróunarlandi – örlítið stærra mál en tapaður sími. Á árum áður þegar ég starfaði við blaðamennsku kom það fyrir að valdamiklir einstaklingar í stjórnmálum sæktu að blaðamönnum. Í seinni tíð eru fjárgróðamenn helsta ógnin við góða blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Af hverju skiptir máli að rannsaka Samherjamenn og meintar mútur frekar en símastuld? Vegna þess að sótt er að lýðræðinu og réttarríkinu um allan heim – einnig á Íslandi. Erlendis eru það auðmenn og harðstjórar, hérlendis helst þau sem auði safna. Fólk sem felur jafnvel peningana sína (stundum aflað úr menguðum sjó kvótakerfis) en notar þá svo til að koma höggi á andstæðinga sína. Að manni læðist sá grunur að áhrifavald sjófurstanna á “gömlu góðu Akureyri” nái inn á borð lögreglustjórans þar í bæ. Nema að hann sé svo duglegur að leita uppi sérhvern stolinn síma í sínu umdæmi. Dugnaður sem ætti að vera sérstökum saksóknara til eftirbreytni í að leita uppi peningana í kjölfari Samherjamanna. Upp í hugann kemur réttarfarið á öldum áður þegar hungrað fólk var hengt fyrir stuld á snærisspotta á meðan valdsherrar komust upp með að sölsa undir sig lifibrauð annarra. Stundum er eina vörn lýðræðisins “fjórða valdið”, - gagnrýnir blaðamenn sem sjá það sem hlutverk sitt að afhjúpa peningaslóðina. Blaðamenn sem hafa sannleiksleit að leiðarljósi. Starfa í þágu “almannahagsmuna” eins og það heitir á lagamáli. Feður vestræns lýðræðis höfðu það í huga þegar þeir brýndu réttinn til frjálsrar fréttamennsku. Kannski ætti norðlensk löggæsla að rétta kúrsinn með því að leita í smiðju norðlensks skálds frá Gröf á Höfðastönd þegar það segir: Vei þeim dómara´, er veit og sér, Víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns, að víkja´ af götu sannleikans. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sjávarútvegur Lögreglan Fjölmiðlar Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kallað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna tapaðs síma í eigu húskarls Samherja. Enn heyrist ekkert af yfirheyrslum yfir Samherjamönnum vegna meintar mútustarfssemi í þróunarlandi – örlítið stærra mál en tapaður sími. Á árum áður þegar ég starfaði við blaðamennsku kom það fyrir að valdamiklir einstaklingar í stjórnmálum sæktu að blaðamönnum. Í seinni tíð eru fjárgróðamenn helsta ógnin við góða blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Af hverju skiptir máli að rannsaka Samherjamenn og meintar mútur frekar en símastuld? Vegna þess að sótt er að lýðræðinu og réttarríkinu um allan heim – einnig á Íslandi. Erlendis eru það auðmenn og harðstjórar, hérlendis helst þau sem auði safna. Fólk sem felur jafnvel peningana sína (stundum aflað úr menguðum sjó kvótakerfis) en notar þá svo til að koma höggi á andstæðinga sína. Að manni læðist sá grunur að áhrifavald sjófurstanna á “gömlu góðu Akureyri” nái inn á borð lögreglustjórans þar í bæ. Nema að hann sé svo duglegur að leita uppi sérhvern stolinn síma í sínu umdæmi. Dugnaður sem ætti að vera sérstökum saksóknara til eftirbreytni í að leita uppi peningana í kjölfari Samherjamanna. Upp í hugann kemur réttarfarið á öldum áður þegar hungrað fólk var hengt fyrir stuld á snærisspotta á meðan valdsherrar komust upp með að sölsa undir sig lifibrauð annarra. Stundum er eina vörn lýðræðisins “fjórða valdið”, - gagnrýnir blaðamenn sem sjá það sem hlutverk sitt að afhjúpa peningaslóðina. Blaðamenn sem hafa sannleiksleit að leiðarljósi. Starfa í þágu “almannahagsmuna” eins og það heitir á lagamáli. Feður vestræns lýðræðis höfðu það í huga þegar þeir brýndu réttinn til frjálsrar fréttamennsku. Kannski ætti norðlensk löggæsla að rétta kúrsinn með því að leita í smiðju norðlensks skálds frá Gröf á Höfðastönd þegar það segir: Vei þeim dómara´, er veit og sér, Víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns, að víkja´ af götu sannleikans. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar