Gloppótt löggjöf um brottkast? Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar 23. október 2022 11:01 Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti fiskveiðiskipa á Íslandsmiðum. Í framhaldinu hafa svo heyrst ýmsar gagnrýnisraddir á framkvæmd eftirlitsins. Engin umræða hefur hins vegar átt sér stað um orðalag lykilákvæðisins í lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar sem skyldar íslenskum fiskveiðiskipum að landa og vigta allan afla. Það ákvæði mætti vera betur útfært. Umrædd lög hafa það verðuga markmið að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina. Í samræmi við þetta markmið er III. kafli laganna helgaður vigtun sjávarafla. Upphafsákvæði kaflans, 1. mgr. 5. gr. laga nr. 57/1996, hljóðar svo: „Öllum afla, sem íslensk skip veiða úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal landað innan lands og hann veginn í innlendri höfn.“ Í útskýringum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpinu er ekki að finna skýringar á hvers vegna einungis er vísað til efnahagslögsögunnar en ekki annarra lögsögubelta sem eru fyrir innan hana, þ.e. innsævis og landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi. Það má ætla að hugtakið efnahagslögsaga í lögum nr. 57/1996 eiga að vera skýrt til samræmis við meginlöggjöfina um íslensk hafsvæði og meginsamninginn um málefni hafsins að þessu leyti. Jafnframt verður að hafa í huga að eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Á þetta m.a. við um margvíslegar valdheimildir Fiskistofu. Halda má því fram að í dómsmálum sem varða ákvæði 1. mgr. 5. gr. laganna um nytjastofn sjávar væri rétt, vegna þess að ákvæðið tekur ekki til allra íslenskra hafsvæða, að taka til umfjöllunar hvort þeir stofnar sem veiddir hafa verið haldi sig að hluta eða öllu leyti í efnahagslögsögunni (þeir væntanlega gera það í flestum tilvikum að hluta til). Án sönnunarfærslu um það atriði er varla hægt að slá því föstu að nægileg sönnun sé komin fram um sekt, enda má af tilvitnuðu ákvæði 5. gr. laganna ráða að hér sé um atriði að ræða sem gæti haft úrslitaáhrif á það hvort skynsamleg rök megi finna fyrir því að vefengja sök ákærða, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þrátt fyrir þetta verður ekki af dómaframkvæmd ráðið að slíkt sakarmat hafi farið fram. Dómar sem fallið hafa í málum þar sem ákært hefur verið fyrir brot af því tagi sem hér um ræðir bera ekki skýrlega með sér að þar hafi sérstaklega verið um það fjallað hvort brottkast eða löndun fram hjá vigt snerti stofna sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands. Út frá hagsmunum ákærðu í slíkum málum hefði ekki verið óréttmætt að kalla eftir slíkri umfjöllun, þar sem refsiábyrgð kann að ráðast af því hvort stofn haldi sig að hluta eða að öllu leyti í efnahagslögsögunni. Það er óþarfi að hafa ástæðulausar gloppur í löggjöf sem verjendur geta gert sér mat úr (ef þeir koma auga á þær). Hér mætti löggjafinn stíga inn í og breyta umræddu lagaákvæði um löndun og vigtun afla þannig að það tæki til allra íslenskra hafsvæða. Í því skyni væri hægt að skipta út hugtakinu efnahagslögsögu fyrir fiskveiðilandhelgi, eins og hún er skilgreind í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Hugtakið fiskveiðilandhelgi tekur ekki einungis til efnahagslögsögunnar heldur alls hafsvæðis frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Taka verður þó fram að hugtakið fiskveiðilandhelgi er ekki gallalaust. Inntak þess er annað en orðsins landhelgi eins og það er skilgreint í lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. En það er önnur saga. Höfundur er prófessor og fagstjóri ML náms við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Sjávarútvegur Dómsmál Alþingi Utanríkismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti fiskveiðiskipa á Íslandsmiðum. Í framhaldinu hafa svo heyrst ýmsar gagnrýnisraddir á framkvæmd eftirlitsins. Engin umræða hefur hins vegar átt sér stað um orðalag lykilákvæðisins í lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar sem skyldar íslenskum fiskveiðiskipum að landa og vigta allan afla. Það ákvæði mætti vera betur útfært. Umrædd lög hafa það verðuga markmið að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina. Í samræmi við þetta markmið er III. kafli laganna helgaður vigtun sjávarafla. Upphafsákvæði kaflans, 1. mgr. 5. gr. laga nr. 57/1996, hljóðar svo: „Öllum afla, sem íslensk skip veiða úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal landað innan lands og hann veginn í innlendri höfn.“ Í útskýringum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpinu er ekki að finna skýringar á hvers vegna einungis er vísað til efnahagslögsögunnar en ekki annarra lögsögubelta sem eru fyrir innan hana, þ.e. innsævis og landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi. Það má ætla að hugtakið efnahagslögsaga í lögum nr. 57/1996 eiga að vera skýrt til samræmis við meginlöggjöfina um íslensk hafsvæði og meginsamninginn um málefni hafsins að þessu leyti. Jafnframt verður að hafa í huga að eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Á þetta m.a. við um margvíslegar valdheimildir Fiskistofu. Halda má því fram að í dómsmálum sem varða ákvæði 1. mgr. 5. gr. laganna um nytjastofn sjávar væri rétt, vegna þess að ákvæðið tekur ekki til allra íslenskra hafsvæða, að taka til umfjöllunar hvort þeir stofnar sem veiddir hafa verið haldi sig að hluta eða öllu leyti í efnahagslögsögunni (þeir væntanlega gera það í flestum tilvikum að hluta til). Án sönnunarfærslu um það atriði er varla hægt að slá því föstu að nægileg sönnun sé komin fram um sekt, enda má af tilvitnuðu ákvæði 5. gr. laganna ráða að hér sé um atriði að ræða sem gæti haft úrslitaáhrif á það hvort skynsamleg rök megi finna fyrir því að vefengja sök ákærða, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þrátt fyrir þetta verður ekki af dómaframkvæmd ráðið að slíkt sakarmat hafi farið fram. Dómar sem fallið hafa í málum þar sem ákært hefur verið fyrir brot af því tagi sem hér um ræðir bera ekki skýrlega með sér að þar hafi sérstaklega verið um það fjallað hvort brottkast eða löndun fram hjá vigt snerti stofna sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands. Út frá hagsmunum ákærðu í slíkum málum hefði ekki verið óréttmætt að kalla eftir slíkri umfjöllun, þar sem refsiábyrgð kann að ráðast af því hvort stofn haldi sig að hluta eða að öllu leyti í efnahagslögsögunni. Það er óþarfi að hafa ástæðulausar gloppur í löggjöf sem verjendur geta gert sér mat úr (ef þeir koma auga á þær). Hér mætti löggjafinn stíga inn í og breyta umræddu lagaákvæði um löndun og vigtun afla þannig að það tæki til allra íslenskra hafsvæða. Í því skyni væri hægt að skipta út hugtakinu efnahagslögsögu fyrir fiskveiðilandhelgi, eins og hún er skilgreind í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Hugtakið fiskveiðilandhelgi tekur ekki einungis til efnahagslögsögunnar heldur alls hafsvæðis frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Taka verður þó fram að hugtakið fiskveiðilandhelgi er ekki gallalaust. Inntak þess er annað en orðsins landhelgi eins og það er skilgreint í lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. En það er önnur saga. Höfundur er prófessor og fagstjóri ML náms við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun