Matarskortur – samvinnuverkefni þjóða Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 27. október 2022 07:00 Í liðnum mánuði lagði undirrituð land undir fót ásamt þremur öðrum þingmönnum. Ferð okkar var heitið á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þessi heimsókn okkar var virkilega fróðleg og upplýsandi. En meðan á heimsókninni stóð var haldinn neyðarfundur í þinginu þar sem til umræðu var ályktun aðildarríkja þar sem innlimun Rússa á fjórum héruðum í austanverðri Úkraínu var fordæmd. Þessi neyðarfundur var sá 11. frá upphafi en Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Hér var því um sögulegan viðburð að ræða, enda lifum við sögulega tíma. Hungursneyðin eykst Í ferðinni sóttum við heim nokkrar undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, greina mátti þunga undiröldu hjá stofnunum, enda stríð í Úkraínu, yfirvofandi matvælaskortur í heiminum, afleiðingar Covid og loftslagsváin allt umlykjandi. Í kynningu á starfsemi Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP komu fram sláandi staðreyndir. Búist er við að nærri 350 milljónir manna í 82 löndum standi fram fyrir matvælaskorti á komandi ári og er það nærri fjórðungs aukning frá byrjun þessa árs, þar af eru um helmingur börn. Þessar staðreyndir eru ógnvænlegar. Þótt við hér á Íslandi búum ekki við hungur eða matarskort, þá erum við samt sem áður hluti af þessari heild. Staðreyndin er sú að matarverð í Evrópu fer hækkandi og á sama tíma er orkuskortur yfirvofandi í álfunni með ófyrirséðum afleiðingum. Framboð á hrávöru minnkar stöðug á meðan Rússar halda Úkraínu í heljargreipum. Þótt framleiðslan haldi áfram í landinu þá eru flutningsleiðir takmarkaðar til Evrópu. Það er áskorun og mjög mikilvægt að halda flutningsleiðum opnum í stríði, að öðrum kosti liggja hráefni undir skemmdum og ná ekki til þeirra sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda. Við erum hluti af stóru myndinni Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sinnir mikilvægum störfum með sinni dyggu aðstoð. Ísland hefur lagt fram fjárhagslegan stuðning við verkefnið og nýlega ákváðu íslensk stjórnvöld að tvöfalda kjarnaframlög sín til tveggja mannúðarstofnana annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna og til Flóttamannastofnunar UNHCR, vegna alvarlegs mannúðarástands víðs vegar um heim. Viðbótarframlagið nemur alls 200 m.kr. og renna 100 m.kr. til hvorrar stofnunar. Matvælaáætlun SÞ hefur lagt áherslu á skólamáltíðir. Það er ekki bara mikilvægt að börnin nærist heldur eru skólamáltíðir einnig hvati til að börn mæti í skólann og þannig fengið nauðsynlega fræðslu og eftirfylgni. Auk þess njóta 1500 bændur á svæðinu góðs af átakinu í formi framleiðsluþróunar og geta þar með bætt afkomu sína. Verðum að fylgjast vel með þróun mála Hér er ekki verið að fara með heimsósóma og hrakspár. Staðreyndir tala sýnu máli og mikilvægt er að þjóðir heims sameinist um styrkja þau svæði sem þurfa á neyðaraðstoð að halda. Lausn á fyrirliggjandi vanda er meðal annars sú að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styrki þjóðir til að virkja og nýta sínar auðlindir sem best til að bjarga mannslífum. Það er nefnilega samvinnuverkefni þjóða að lágmarka þann skaða sem er að verða vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem og þegar aðrar hörmungar skekja heiminn. Það er nefnilega mannlegt að standa saman. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Börn og uppeldi Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í liðnum mánuði lagði undirrituð land undir fót ásamt þremur öðrum þingmönnum. Ferð okkar var heitið á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þessi heimsókn okkar var virkilega fróðleg og upplýsandi. En meðan á heimsókninni stóð var haldinn neyðarfundur í þinginu þar sem til umræðu var ályktun aðildarríkja þar sem innlimun Rússa á fjórum héruðum í austanverðri Úkraínu var fordæmd. Þessi neyðarfundur var sá 11. frá upphafi en Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Hér var því um sögulegan viðburð að ræða, enda lifum við sögulega tíma. Hungursneyðin eykst Í ferðinni sóttum við heim nokkrar undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, greina mátti þunga undiröldu hjá stofnunum, enda stríð í Úkraínu, yfirvofandi matvælaskortur í heiminum, afleiðingar Covid og loftslagsváin allt umlykjandi. Í kynningu á starfsemi Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP komu fram sláandi staðreyndir. Búist er við að nærri 350 milljónir manna í 82 löndum standi fram fyrir matvælaskorti á komandi ári og er það nærri fjórðungs aukning frá byrjun þessa árs, þar af eru um helmingur börn. Þessar staðreyndir eru ógnvænlegar. Þótt við hér á Íslandi búum ekki við hungur eða matarskort, þá erum við samt sem áður hluti af þessari heild. Staðreyndin er sú að matarverð í Evrópu fer hækkandi og á sama tíma er orkuskortur yfirvofandi í álfunni með ófyrirséðum afleiðingum. Framboð á hrávöru minnkar stöðug á meðan Rússar halda Úkraínu í heljargreipum. Þótt framleiðslan haldi áfram í landinu þá eru flutningsleiðir takmarkaðar til Evrópu. Það er áskorun og mjög mikilvægt að halda flutningsleiðum opnum í stríði, að öðrum kosti liggja hráefni undir skemmdum og ná ekki til þeirra sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda. Við erum hluti af stóru myndinni Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sinnir mikilvægum störfum með sinni dyggu aðstoð. Ísland hefur lagt fram fjárhagslegan stuðning við verkefnið og nýlega ákváðu íslensk stjórnvöld að tvöfalda kjarnaframlög sín til tveggja mannúðarstofnana annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna og til Flóttamannastofnunar UNHCR, vegna alvarlegs mannúðarástands víðs vegar um heim. Viðbótarframlagið nemur alls 200 m.kr. og renna 100 m.kr. til hvorrar stofnunar. Matvælaáætlun SÞ hefur lagt áherslu á skólamáltíðir. Það er ekki bara mikilvægt að börnin nærist heldur eru skólamáltíðir einnig hvati til að börn mæti í skólann og þannig fengið nauðsynlega fræðslu og eftirfylgni. Auk þess njóta 1500 bændur á svæðinu góðs af átakinu í formi framleiðsluþróunar og geta þar með bætt afkomu sína. Verðum að fylgjast vel með þróun mála Hér er ekki verið að fara með heimsósóma og hrakspár. Staðreyndir tala sýnu máli og mikilvægt er að þjóðir heims sameinist um styrkja þau svæði sem þurfa á neyðaraðstoð að halda. Lausn á fyrirliggjandi vanda er meðal annars sú að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styrki þjóðir til að virkja og nýta sínar auðlindir sem best til að bjarga mannslífum. Það er nefnilega samvinnuverkefni þjóða að lágmarka þann skaða sem er að verða vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem og þegar aðrar hörmungar skekja heiminn. Það er nefnilega mannlegt að standa saman. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun