Málaflokkur fatlaðra er skilinn eftir Guðbrandur Einarsson skrifar 26. nóvember 2022 08:01 Allt frá því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi árið 2018 hefur málaflokkurinn verið rekinn með halla og er sá hallarekstur er farinn að sliga mörg sveitarfélög. Svo virðist að kostnaðarmatið sem var framkvæmt í upphafi hafi hreinlega ekki náð utan um þær breytingar sem voru fólgnar í frumvarpinu og þjónustuskylduna sem lögð var á sveitarfélögin. Strax á árinu 2018 var halli upp á tæpa þrjá milljarða króna og hefur síðan þá vaxið stöðugt. Hann var 5,6 milljarðar árið 2019 og tæpir 9 milljarðar árið 2020. Allt útlit er fyrir að halli hvers árs sé nú kominn vel á annan tug milljarða króna. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur haldið því fram, meðal annars í þingsal, að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kostnaðarmat frumvarpsins þegar það varð að lögum. Þessi fullyrðing ráðherra stenst ekki skoðun. Umsagnir ASÍ og Reykjavíkurborgar til dæmis staðfesta að þessir aðilar voru ekki sammála kostnaðarmatinu sem lagt var til grundvallar, og gerðu fyrirvara þar að lútandi. Innviðaráðherra hefur í viðtölum nefnt að koma þurfi til móts við sveitarfélögin en sú upphæð sem hann nefndi dugar hvergi nærri til og hefur í þokkabót ekki verið samþykkt á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá er ekki hægt að sjá að verið sé að bæta sveitarfélögunum þetta, hvorki í fjáraukalögum þessa árs né í fjárlögum ársins 2023. Í síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir 2,2 milljörðum í NPA samninga og sú upphæð átti að duga fyrir 172 samningum. Það þýðir að hver samningur mátti kosta 13 milljónir að meðaltali. Niðurstaðan er hins vegar sú skv. skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar, hagfræðings og fyrrverandi bæjarstjóra, að hver samningur kostar að meðaltali 30 milljónir. Upphæðin dugar því aðeins fyrir 74 samningum. Þessir 98 samningar sem út af standa verða ýmist ekki gerðir eða ef þeir verða gerðir þá er það á kostnað sveitarfélaganna. Ríkisstjórnin þarf að gera betur en þetta ef standa á við stjórnaráttmálann. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Málefni fatlaðs fólks Suðurkjördæmi Viðreisn Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Allt frá því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi árið 2018 hefur málaflokkurinn verið rekinn með halla og er sá hallarekstur er farinn að sliga mörg sveitarfélög. Svo virðist að kostnaðarmatið sem var framkvæmt í upphafi hafi hreinlega ekki náð utan um þær breytingar sem voru fólgnar í frumvarpinu og þjónustuskylduna sem lögð var á sveitarfélögin. Strax á árinu 2018 var halli upp á tæpa þrjá milljarða króna og hefur síðan þá vaxið stöðugt. Hann var 5,6 milljarðar árið 2019 og tæpir 9 milljarðar árið 2020. Allt útlit er fyrir að halli hvers árs sé nú kominn vel á annan tug milljarða króna. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur haldið því fram, meðal annars í þingsal, að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kostnaðarmat frumvarpsins þegar það varð að lögum. Þessi fullyrðing ráðherra stenst ekki skoðun. Umsagnir ASÍ og Reykjavíkurborgar til dæmis staðfesta að þessir aðilar voru ekki sammála kostnaðarmatinu sem lagt var til grundvallar, og gerðu fyrirvara þar að lútandi. Innviðaráðherra hefur í viðtölum nefnt að koma þurfi til móts við sveitarfélögin en sú upphæð sem hann nefndi dugar hvergi nærri til og hefur í þokkabót ekki verið samþykkt á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá er ekki hægt að sjá að verið sé að bæta sveitarfélögunum þetta, hvorki í fjáraukalögum þessa árs né í fjárlögum ársins 2023. Í síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir 2,2 milljörðum í NPA samninga og sú upphæð átti að duga fyrir 172 samningum. Það þýðir að hver samningur mátti kosta 13 milljónir að meðaltali. Niðurstaðan er hins vegar sú skv. skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar, hagfræðings og fyrrverandi bæjarstjóra, að hver samningur kostar að meðaltali 30 milljónir. Upphæðin dugar því aðeins fyrir 74 samningum. Þessir 98 samningar sem út af standa verða ýmist ekki gerðir eða ef þeir verða gerðir þá er það á kostnað sveitarfélaganna. Ríkisstjórnin þarf að gera betur en þetta ef standa á við stjórnaráttmálann. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun