Aðgerðin tókst vel – en sjúklingurinn er að deyja Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar 23. janúar 2023 07:00 Háir vextir íbúðalána eru að ganga frá efnahagslegri heilsu margra Íslendinga, fólki er að blæða út, fjárhagslega. Barátta Seðlabankans og almennings við rangt útreiknaða verðbólguna reynist mörgum fasteignakaupendum dýr. Sumir sjá fyrir sér að við óbreytt vaxtastig gangi greiðslubyrðin ekki upp, jafnvel þótt þeir vinni mikið og fái góð laun – og geti jafnvel ekki selt. Og hvað þá með alla hina, sem hafa minni laun. Á meðan ,,fitna“ hins vegar bankarnir, eigendur þeirra og aðrir stórir fjármagnseigendur, í boði Seðlabankans, Alþingis og ríkisstjórnarinnar. Ójöfnuður. Hvernig er verðbólgan samansett og hvernig er hún mæld? Stór hluti verðbólgu á Íslandi er erlendur, sem sagt innfluttur. Og hvernig eiga hærri vextir á almenning og fyrirtæki á Íslandi að að slá niður slíka verðbólgu? – Þeir geta það ekki. Og verðbólgan er að hluta mæld með verðbreytingum á íbúðarhúsnæði – sem sagt fasteignum, þrátt fyrir að mælieiningin heiti neysluverðsvísitala. Kaup fasteigna er ekki neysla, heldur fjárfesting. Í nágranna- og samanburðarlöndum Íslands er húsnæði almennt ekki í slíkri vísitölu – og ef mælingin væri eins á Íslandi, þá skilst mér að verðbólgan hér væri lægri en víða í samanburðarlöndunum. Spurning er - hvers vegna er verð íbúðarhúsnæðis haft inni í mælingum á neysluverðsvísitölu á Íslandi, andstætt við samanburðarlönd okkar? Sem ruglar vísitöluna, sem er grundvöllurinn þeirrar verðbólguprósentu sem Seðlabankinn reynir að berjast við? Hringavitleysa. Og fólk berst nú, sem oft áður, við vaxtaokur. Vextir eru nú meira en tvöfalt hærri en þeir voru fyrir nokkrum mánuðum, vegna einsleitrar baráttu Seðlabankans við verðbólgu. Verðbólgu sem er að stórum hluta erlend og innlendur hluti hennar að stórum hluta vegna rangrar mælingar, vegna fasteigna sem eru ranglega inni í mælingunni. Dapurleg hringavitleysa. Vaxtavopn Seðlabankans er fráleitt eina vopnið sem á að beita gegn verðbólgu, hvað þá þegar því er beitt allt of harkalega. Auk þess sem það færir bönkum, eigendum þeirra og öðrum stórum eigendum fjármagns enn meiri auð, á kostnað almúgans. Vitleysa og ójöfnuður. Til að kæla hagkerfið hljóta að vera til skilvirkari aðferðir, sem taka ekki fjármuni af fólkinu sem hefur unnið fyrir þeim og færir þá sjálfkrafa á silfurfati til bankanna. Eftir hrunið gleyptu fjármálafyrirtækin líklega um 15.000 íbúðaeignir, sem margar runnu svo síðar á undirverði til vildarvina eða einhverra sem ekki fékkst upplýst um. Spilling?Er búið að áætla hvað margar þúsundir eigna þetta verða núna? Og engin viðbrögð? Nýlegar aðgerðir hafa að miklu leyti fryst fasteignamarkaðinn, þannig að þeir sem ráða ekki við greiðslubyrðina geta jafnvel ekki selt, nema kannski á undirverði – þannig að þeir eru auðveld bráð fyrir bankana, svipað og áður – í ,,skjaldborginni“. Er spilling á Íslandi? – Sumir virðast ekki mega eiga og halda en svo mega aðrir fá, ódýrt, í skjóli leyndarinnar. Hvers vegna er verðtrygging leyfileg á íbúðalánum á Íslandi, andstætt við samanburðarlönd okkar? (Ég veit, hún finnst jú í Ísrael, af öllum löndum!) Margir hafa í mörg ár reynt að losna við verðtrygginguna á Íslandi, þessa baneitruðu fjármálaveiru, sem kostað hefur fjölda fólks húsnæði sitt og oft aleiguna, jafnvel heilsu og líf. En, það virðist vera einhver óútskýrð fyrirstaða. Ógeðslegt. Þetta eru ekki óbreytanleg lögmál, heldur mannanna verk, sem Alþingi gæti auðveldlega breytt, með breytingum á viðkomandi lögum. Vilji og framtak er allt sem þarf. En, er vilji þá ekki fyrir hendi? Hvers vegna? Gengur fjármálaráðherra og ráðuneyti hans ekki hagsmuna almennings í landinu, heldur fyrst og fremst hagsmuna fjármálafyrirtækja og fjármálaelítu landsins, ofurríkra fjármagnseigenda á Íslandi, innan og utan ættarinnar góðu – auk ríkissjóðs? Hvaða og hverra hagsmuna er annars verið að gæta, með því að breyta ekki þessum atriðum?Hvað getur og hvað á almenningur að halda? Stórt er spurt. Unga fólkið og líka það eldra þarf að sjá framtíð á Íslandi, en neyðast ekki til að flytja burt og setjast að erlendis, eins og raunin er nú. Og fyrirtæki neyðast nú líka til að loka, meðal annars vegna hárra vaxta. Vaxtaokursmeðalið má ekki drepa sjúklingana, þeim má ekki blæða út fjárhagslega, vegna allt of harkalegrar baráttuaðgerðar á gölluðum grundvelli, aðgerðar óbeint í þágu hagsmuna bankanna, sem minnir um margt á handrukkun frekar en skynsamlega efnahagsaðgerð. Frysta mætti fjármagn tímabundið, í stað þess að taka það. Fjármálaráðherra, -ráðuneyti og Alþingi, takið nú kíkinn frá blinda auganu, horfið á raunveruleikann, hugsið um almenning í landinu en ekki bara elítuna – takið til hendinni og breytið þessum sjálfsögðu atriðum; fellið húsnæði út úr neysluverðsmælingum og hendið verðtryggingu íbúðalána út í hafsauga, íslenskum almenningi og Íslandi til heilla og framþróunar. Höfundur er prófarkalesari og áhugamaður um velferð Íslendinga og Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Háir vextir íbúðalána eru að ganga frá efnahagslegri heilsu margra Íslendinga, fólki er að blæða út, fjárhagslega. Barátta Seðlabankans og almennings við rangt útreiknaða verðbólguna reynist mörgum fasteignakaupendum dýr. Sumir sjá fyrir sér að við óbreytt vaxtastig gangi greiðslubyrðin ekki upp, jafnvel þótt þeir vinni mikið og fái góð laun – og geti jafnvel ekki selt. Og hvað þá með alla hina, sem hafa minni laun. Á meðan ,,fitna“ hins vegar bankarnir, eigendur þeirra og aðrir stórir fjármagnseigendur, í boði Seðlabankans, Alþingis og ríkisstjórnarinnar. Ójöfnuður. Hvernig er verðbólgan samansett og hvernig er hún mæld? Stór hluti verðbólgu á Íslandi er erlendur, sem sagt innfluttur. Og hvernig eiga hærri vextir á almenning og fyrirtæki á Íslandi að að slá niður slíka verðbólgu? – Þeir geta það ekki. Og verðbólgan er að hluta mæld með verðbreytingum á íbúðarhúsnæði – sem sagt fasteignum, þrátt fyrir að mælieiningin heiti neysluverðsvísitala. Kaup fasteigna er ekki neysla, heldur fjárfesting. Í nágranna- og samanburðarlöndum Íslands er húsnæði almennt ekki í slíkri vísitölu – og ef mælingin væri eins á Íslandi, þá skilst mér að verðbólgan hér væri lægri en víða í samanburðarlöndunum. Spurning er - hvers vegna er verð íbúðarhúsnæðis haft inni í mælingum á neysluverðsvísitölu á Íslandi, andstætt við samanburðarlönd okkar? Sem ruglar vísitöluna, sem er grundvöllurinn þeirrar verðbólguprósentu sem Seðlabankinn reynir að berjast við? Hringavitleysa. Og fólk berst nú, sem oft áður, við vaxtaokur. Vextir eru nú meira en tvöfalt hærri en þeir voru fyrir nokkrum mánuðum, vegna einsleitrar baráttu Seðlabankans við verðbólgu. Verðbólgu sem er að stórum hluta erlend og innlendur hluti hennar að stórum hluta vegna rangrar mælingar, vegna fasteigna sem eru ranglega inni í mælingunni. Dapurleg hringavitleysa. Vaxtavopn Seðlabankans er fráleitt eina vopnið sem á að beita gegn verðbólgu, hvað þá þegar því er beitt allt of harkalega. Auk þess sem það færir bönkum, eigendum þeirra og öðrum stórum eigendum fjármagns enn meiri auð, á kostnað almúgans. Vitleysa og ójöfnuður. Til að kæla hagkerfið hljóta að vera til skilvirkari aðferðir, sem taka ekki fjármuni af fólkinu sem hefur unnið fyrir þeim og færir þá sjálfkrafa á silfurfati til bankanna. Eftir hrunið gleyptu fjármálafyrirtækin líklega um 15.000 íbúðaeignir, sem margar runnu svo síðar á undirverði til vildarvina eða einhverra sem ekki fékkst upplýst um. Spilling?Er búið að áætla hvað margar þúsundir eigna þetta verða núna? Og engin viðbrögð? Nýlegar aðgerðir hafa að miklu leyti fryst fasteignamarkaðinn, þannig að þeir sem ráða ekki við greiðslubyrðina geta jafnvel ekki selt, nema kannski á undirverði – þannig að þeir eru auðveld bráð fyrir bankana, svipað og áður – í ,,skjaldborginni“. Er spilling á Íslandi? – Sumir virðast ekki mega eiga og halda en svo mega aðrir fá, ódýrt, í skjóli leyndarinnar. Hvers vegna er verðtrygging leyfileg á íbúðalánum á Íslandi, andstætt við samanburðarlönd okkar? (Ég veit, hún finnst jú í Ísrael, af öllum löndum!) Margir hafa í mörg ár reynt að losna við verðtrygginguna á Íslandi, þessa baneitruðu fjármálaveiru, sem kostað hefur fjölda fólks húsnæði sitt og oft aleiguna, jafnvel heilsu og líf. En, það virðist vera einhver óútskýrð fyrirstaða. Ógeðslegt. Þetta eru ekki óbreytanleg lögmál, heldur mannanna verk, sem Alþingi gæti auðveldlega breytt, með breytingum á viðkomandi lögum. Vilji og framtak er allt sem þarf. En, er vilji þá ekki fyrir hendi? Hvers vegna? Gengur fjármálaráðherra og ráðuneyti hans ekki hagsmuna almennings í landinu, heldur fyrst og fremst hagsmuna fjármálafyrirtækja og fjármálaelítu landsins, ofurríkra fjármagnseigenda á Íslandi, innan og utan ættarinnar góðu – auk ríkissjóðs? Hvaða og hverra hagsmuna er annars verið að gæta, með því að breyta ekki þessum atriðum?Hvað getur og hvað á almenningur að halda? Stórt er spurt. Unga fólkið og líka það eldra þarf að sjá framtíð á Íslandi, en neyðast ekki til að flytja burt og setjast að erlendis, eins og raunin er nú. Og fyrirtæki neyðast nú líka til að loka, meðal annars vegna hárra vaxta. Vaxtaokursmeðalið má ekki drepa sjúklingana, þeim má ekki blæða út fjárhagslega, vegna allt of harkalegrar baráttuaðgerðar á gölluðum grundvelli, aðgerðar óbeint í þágu hagsmuna bankanna, sem minnir um margt á handrukkun frekar en skynsamlega efnahagsaðgerð. Frysta mætti fjármagn tímabundið, í stað þess að taka það. Fjármálaráðherra, -ráðuneyti og Alþingi, takið nú kíkinn frá blinda auganu, horfið á raunveruleikann, hugsið um almenning í landinu en ekki bara elítuna – takið til hendinni og breytið þessum sjálfsögðu atriðum; fellið húsnæði út úr neysluverðsmælingum og hendið verðtryggingu íbúðalána út í hafsauga, íslenskum almenningi og Íslandi til heilla og framþróunar. Höfundur er prófarkalesari og áhugamaður um velferð Íslendinga og Íslands.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun