Má trúin sjást í sjónvarpi? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 11. maí 2023 08:31 Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks. Það er fagnaðarefni en ég hef tilfinningu fyrir því að svo sé ekki með sama hætti þegar kemur að trú og trúarhefðum. Trú og trúariðkun hefur verið hrakin inn á svið einkalífsins á sama tíma og fjölbreytileiki trúarhefða á Íslandi hefur aldrei verið meiri með vaxandi fjölmenningu. Sýnileiki trúarhefða og fræðsla um þær, hafa ekki aukist að mínu mati sem skyldi. RÚV hefur ríkum skyldum að gegna í þessum efnum. Fréttastofa RÚV hefur sinnt hlutverki sínu, m.a. með vönduðu innslagi um Ramadan þann 26. mars síðastliðinn, en það er sláandi að Sjónvarpið er eina ríkissjónvarpið á Norðurlöndum til að sýna ekki guðsþjónustur á sunnudögum og sú eina sem sýndi enga trúarlega dagskrá í sjónvarpi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Það er sama hvar borið er niður, opinberar sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndum okkar sinna allar því hlutverki að sjónvarpa vikulega frá helgihaldi. DR starfrækir „DR kirken“ sem sýnir vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli kirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju en þar er lögð áhersla á að sýna frá sem fjölbreyttustum söfnuðum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út vikulegar guðsþjónustur frá kirkjum landsins og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Jafnvel Færeyingar sýna vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum á KFV. Fyrrnefndar sjónvarpsstöðvar sýndu jafnframt á páskum fjölbreytt trúarefni. Má þar nefna heimildamyndir um inntak páska sem trúarlegrar hátíðar í sænska sjónvarpinu, um páskahald í Vatikaninu sem undanfara lúterskrar- og rétttrúnaðarguðsþjónusta í Finnlandi og trúarlegt tónlistarefni á borð við Mattheusarpassíuna sjónvarpað á SVT. Sé litið til Þýskalands skiptist á ZDF á guðsþjónustur kaþólikka og mótmælenda en á pálmasunnudag var sýnt frá St. Jósefskirkju í Koblenz og á páskadag frá Samariterkirkjunni í Berlín. Hið sama má segja um flestar ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Evrópu. Á heimasíðu BBC er að finna útlistun á páskadagskrá stöðvarinnar sem ber yfirskriftina „trú og von“ en þar var sjónvarpað frá helgihaldi ensku biskupakirkjunnar í tvígang á páskadag, sýndir voru sjónvarpsþættir um páskahald kaþólikka annarsvegar og í ensku kirkjunni hinsvegar, sem og viðtalsþættir við múslima, hindúa, síka og gyðinga um þeirra trúarhefðir og hátíðir. Ríkissjónvarpið hefur sýnt fjölbreytt trúarefni á jólum en það á ekki við um helgustu hátíð kristninnar, páska. Sjónvarpið sýndi á síðasta ári helgistund með biskupi Íslands á föstudaginn langa (14. apríl 2022 kl. 17:00) og var það eina trúarlega efnið sem Sjónvarpið sýndi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Engin önnur trúfélög fengu þar rými að frátöldum sjónvarpsfréttum. Í ár sýndi Sjónvarpið enga trúarlega dagskrá frá pálmasunnudegi til annars í páskum. RÚV ber lögboðna skyldu til að fjalla um og sýna menningu á Íslandi og það er varhugaverð ákvörðun að birta ekki trúarmenningu Íslendinga. Besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu í samfélaginu er að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Hringbraut sýndi reglulega þætti sem framleiddir voru af Fríkirkjunni og N4 sýndi á páskum í fyrra sjónvarpsþáttinn „Gleðisveifla“. Í ár sýndi Vísir á páskadag þáttinn „Friður og fjölmenning“, þar sem fram komu fulltrúar ólíkra trúarbragða sem sameinuðust í bæn fyrir friði. Sá þáttur var tilraun til að iðka raunverulegan frið, með því að gefa trúarskoðunum og hefðum rými og sýnileika, og með því að fagna þeim fjölbreytileika sem einkennir okkur. Það hlutleysi sem kallar á ósýnileika trúarhefða er í beinni andstöðu við fjölmenningu. Friður og fjölmenning byggja á því að opna hjörtu okkar gagnvart náunganum og á því að opna augu okkar fyrir þeim sem hafa aðra hefð, aðra sýn, aðra menningu og aðra trú. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks. Það er fagnaðarefni en ég hef tilfinningu fyrir því að svo sé ekki með sama hætti þegar kemur að trú og trúarhefðum. Trú og trúariðkun hefur verið hrakin inn á svið einkalífsins á sama tíma og fjölbreytileiki trúarhefða á Íslandi hefur aldrei verið meiri með vaxandi fjölmenningu. Sýnileiki trúarhefða og fræðsla um þær, hafa ekki aukist að mínu mati sem skyldi. RÚV hefur ríkum skyldum að gegna í þessum efnum. Fréttastofa RÚV hefur sinnt hlutverki sínu, m.a. með vönduðu innslagi um Ramadan þann 26. mars síðastliðinn, en það er sláandi að Sjónvarpið er eina ríkissjónvarpið á Norðurlöndum til að sýna ekki guðsþjónustur á sunnudögum og sú eina sem sýndi enga trúarlega dagskrá í sjónvarpi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Það er sama hvar borið er niður, opinberar sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndum okkar sinna allar því hlutverki að sjónvarpa vikulega frá helgihaldi. DR starfrækir „DR kirken“ sem sýnir vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli kirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju en þar er lögð áhersla á að sýna frá sem fjölbreyttustum söfnuðum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út vikulegar guðsþjónustur frá kirkjum landsins og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Jafnvel Færeyingar sýna vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum á KFV. Fyrrnefndar sjónvarpsstöðvar sýndu jafnframt á páskum fjölbreytt trúarefni. Má þar nefna heimildamyndir um inntak páska sem trúarlegrar hátíðar í sænska sjónvarpinu, um páskahald í Vatikaninu sem undanfara lúterskrar- og rétttrúnaðarguðsþjónusta í Finnlandi og trúarlegt tónlistarefni á borð við Mattheusarpassíuna sjónvarpað á SVT. Sé litið til Þýskalands skiptist á ZDF á guðsþjónustur kaþólikka og mótmælenda en á pálmasunnudag var sýnt frá St. Jósefskirkju í Koblenz og á páskadag frá Samariterkirkjunni í Berlín. Hið sama má segja um flestar ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Evrópu. Á heimasíðu BBC er að finna útlistun á páskadagskrá stöðvarinnar sem ber yfirskriftina „trú og von“ en þar var sjónvarpað frá helgihaldi ensku biskupakirkjunnar í tvígang á páskadag, sýndir voru sjónvarpsþættir um páskahald kaþólikka annarsvegar og í ensku kirkjunni hinsvegar, sem og viðtalsþættir við múslima, hindúa, síka og gyðinga um þeirra trúarhefðir og hátíðir. Ríkissjónvarpið hefur sýnt fjölbreytt trúarefni á jólum en það á ekki við um helgustu hátíð kristninnar, páska. Sjónvarpið sýndi á síðasta ári helgistund með biskupi Íslands á föstudaginn langa (14. apríl 2022 kl. 17:00) og var það eina trúarlega efnið sem Sjónvarpið sýndi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Engin önnur trúfélög fengu þar rými að frátöldum sjónvarpsfréttum. Í ár sýndi Sjónvarpið enga trúarlega dagskrá frá pálmasunnudegi til annars í páskum. RÚV ber lögboðna skyldu til að fjalla um og sýna menningu á Íslandi og það er varhugaverð ákvörðun að birta ekki trúarmenningu Íslendinga. Besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu í samfélaginu er að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Hringbraut sýndi reglulega þætti sem framleiddir voru af Fríkirkjunni og N4 sýndi á páskum í fyrra sjónvarpsþáttinn „Gleðisveifla“. Í ár sýndi Vísir á páskadag þáttinn „Friður og fjölmenning“, þar sem fram komu fulltrúar ólíkra trúarbragða sem sameinuðust í bæn fyrir friði. Sá þáttur var tilraun til að iðka raunverulegan frið, með því að gefa trúarskoðunum og hefðum rými og sýnileika, og með því að fagna þeim fjölbreytileika sem einkennir okkur. Það hlutleysi sem kallar á ósýnileika trúarhefða er í beinni andstöðu við fjölmenningu. Friður og fjölmenning byggja á því að opna hjörtu okkar gagnvart náunganum og á því að opna augu okkar fyrir þeim sem hafa aðra hefð, aðra sýn, aðra menningu og aðra trú. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun