Sértrúarsöfnuður ásækir Íslendinga Örn Karlsson skrifar 19. september 2023 10:00 Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands. Vandamál Íslendinga, þau sem tengjast sífelldum sveiflum og verðbólguböli eiga sterkar rætur til hóps fólks sem hefur hreiðrað um sig í æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands hvar það fær óáreitt að sinna hugðarefnum sínum við tilbeiðslu verðtryggingar. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á steypunni í kringum verðtrygginguna. Alla þessa öld hefur fast að 80% almennings óskað henni feigðar þegar hann hefur fengið tækifæri til að tjá sig í skoðanakönnunum. Almenningur valdi sér grundvöll stjórnarskrár árið 2012, sem hefði fært honum lýðræðistól til að kveða verðtrygginguna í kútinn, en valdablokkir hafa séð til þess að sjónarmið sértrúarsöfnuðarins ráða enn för Íslendinga. Hagfræðin sem kennd er við bestu skóla heimsins fjallar ekki um verðtryggingu því hún er ekki til í þróuðustu samfélögunum hvar bestu menntastofnanirnar í hagfræði eru. Sértrúarsöfnuðurinn hefur því frítt spil til að bulla, stunda trúarbrögð sín og þvinga þau upp á almúgann sem á ekki annars völ en að troða marvaðann til að halda lífi. Íslenskt samfélag hefur orðið samdauna sértrúnni um verðtryggingu. Það er sama hvar gripið er niður, hún ræður ríkjum. Lítum á dómstólana, stjórnvöld, Alþingi, Umboðsmann Alþingis, stjórnmálaflokka og fjármálastofnanir, þar er allt á sömu bókina lært, bókina um verðtryggingu, sem smíðuð var í æðstu menntastofnun Íslands. Lítum aftur á orð fjármálaráðherra. Vissulega má finna orðum hans stað þegar litið er til þess að tímabundið er hægt að lækka greiðslubyrði skuldar með því að færa hana inn í verðtryggingarhelgidóminn. En það er tímabundið ástand. Verra er að eftir því sem fleiri nýta sér skjólið þeim mun meiri er verðbólgan og hún þrálátari. Eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall peningalegra eigna er samsvarandi minna hlutfall eigna þátttakandi í náttúrulegri verðleiðréttingu sem þarf að eiga sér stað þegar verðbólguþrýstingur er til staðar. Af því að hlutfall óverðtryggðra eigna minnkar samsvarandi stækkandi hlutfalli verðtryggðra eigna verður verðfall óverðtryggðra eigna meira og lengri tíma tekur að ná jafnvægi aftur. Ef þetta er ekki nógu slæmt má jafnframt benda á að verðtrygging er ólögleg að Íslenskum lögum því þegar einstakar vörur eða vöruflokkar hækka í verði vegna atvika (raun hnykkja) óháðum breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar mokar verðtryggingin raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Verðtryggingin hirðir eignir ólöglega af skuldugum og skilar okkur samfélagi með meiri verðbólgu og þrálátari. Seðlabankinn sér þetta þótt hann skilji ekki samhengið… eða vilji ekki skilja það. Seðlabankinn hefur því tekið upp þá nýju stefnu í peningamálum þjóðarinnar, að hækka vexti fyrr, hækka þá meira og halda þeim háum lengur en gert er í nágrannalöndunum. Það er kalt í haustinu og skuldugum mætir að auki napur gustur þeirrar kaldhæðni að þegar fastvaxtatímabilinu lýkur er „skjólið“ af verðtryggingunni það eina sem í boði er. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands. Vandamál Íslendinga, þau sem tengjast sífelldum sveiflum og verðbólguböli eiga sterkar rætur til hóps fólks sem hefur hreiðrað um sig í æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands hvar það fær óáreitt að sinna hugðarefnum sínum við tilbeiðslu verðtryggingar. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á steypunni í kringum verðtrygginguna. Alla þessa öld hefur fast að 80% almennings óskað henni feigðar þegar hann hefur fengið tækifæri til að tjá sig í skoðanakönnunum. Almenningur valdi sér grundvöll stjórnarskrár árið 2012, sem hefði fært honum lýðræðistól til að kveða verðtrygginguna í kútinn, en valdablokkir hafa séð til þess að sjónarmið sértrúarsöfnuðarins ráða enn för Íslendinga. Hagfræðin sem kennd er við bestu skóla heimsins fjallar ekki um verðtryggingu því hún er ekki til í þróuðustu samfélögunum hvar bestu menntastofnanirnar í hagfræði eru. Sértrúarsöfnuðurinn hefur því frítt spil til að bulla, stunda trúarbrögð sín og þvinga þau upp á almúgann sem á ekki annars völ en að troða marvaðann til að halda lífi. Íslenskt samfélag hefur orðið samdauna sértrúnni um verðtryggingu. Það er sama hvar gripið er niður, hún ræður ríkjum. Lítum á dómstólana, stjórnvöld, Alþingi, Umboðsmann Alþingis, stjórnmálaflokka og fjármálastofnanir, þar er allt á sömu bókina lært, bókina um verðtryggingu, sem smíðuð var í æðstu menntastofnun Íslands. Lítum aftur á orð fjármálaráðherra. Vissulega má finna orðum hans stað þegar litið er til þess að tímabundið er hægt að lækka greiðslubyrði skuldar með því að færa hana inn í verðtryggingarhelgidóminn. En það er tímabundið ástand. Verra er að eftir því sem fleiri nýta sér skjólið þeim mun meiri er verðbólgan og hún þrálátari. Eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall peningalegra eigna er samsvarandi minna hlutfall eigna þátttakandi í náttúrulegri verðleiðréttingu sem þarf að eiga sér stað þegar verðbólguþrýstingur er til staðar. Af því að hlutfall óverðtryggðra eigna minnkar samsvarandi stækkandi hlutfalli verðtryggðra eigna verður verðfall óverðtryggðra eigna meira og lengri tíma tekur að ná jafnvægi aftur. Ef þetta er ekki nógu slæmt má jafnframt benda á að verðtrygging er ólögleg að Íslenskum lögum því þegar einstakar vörur eða vöruflokkar hækka í verði vegna atvika (raun hnykkja) óháðum breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar mokar verðtryggingin raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Verðtryggingin hirðir eignir ólöglega af skuldugum og skilar okkur samfélagi með meiri verðbólgu og þrálátari. Seðlabankinn sér þetta þótt hann skilji ekki samhengið… eða vilji ekki skilja það. Seðlabankinn hefur því tekið upp þá nýju stefnu í peningamálum þjóðarinnar, að hækka vexti fyrr, hækka þá meira og halda þeim háum lengur en gert er í nágrannalöndunum. Það er kalt í haustinu og skuldugum mætir að auki napur gustur þeirrar kaldhæðni að þegar fastvaxtatímabilinu lýkur er „skjólið“ af verðtryggingunni það eina sem í boði er. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun