Sértrúarsöfnuður ásækir Íslendinga Örn Karlsson skrifar 19. september 2023 10:00 Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands. Vandamál Íslendinga, þau sem tengjast sífelldum sveiflum og verðbólguböli eiga sterkar rætur til hóps fólks sem hefur hreiðrað um sig í æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands hvar það fær óáreitt að sinna hugðarefnum sínum við tilbeiðslu verðtryggingar. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á steypunni í kringum verðtrygginguna. Alla þessa öld hefur fast að 80% almennings óskað henni feigðar þegar hann hefur fengið tækifæri til að tjá sig í skoðanakönnunum. Almenningur valdi sér grundvöll stjórnarskrár árið 2012, sem hefði fært honum lýðræðistól til að kveða verðtrygginguna í kútinn, en valdablokkir hafa séð til þess að sjónarmið sértrúarsöfnuðarins ráða enn för Íslendinga. Hagfræðin sem kennd er við bestu skóla heimsins fjallar ekki um verðtryggingu því hún er ekki til í þróuðustu samfélögunum hvar bestu menntastofnanirnar í hagfræði eru. Sértrúarsöfnuðurinn hefur því frítt spil til að bulla, stunda trúarbrögð sín og þvinga þau upp á almúgann sem á ekki annars völ en að troða marvaðann til að halda lífi. Íslenskt samfélag hefur orðið samdauna sértrúnni um verðtryggingu. Það er sama hvar gripið er niður, hún ræður ríkjum. Lítum á dómstólana, stjórnvöld, Alþingi, Umboðsmann Alþingis, stjórnmálaflokka og fjármálastofnanir, þar er allt á sömu bókina lært, bókina um verðtryggingu, sem smíðuð var í æðstu menntastofnun Íslands. Lítum aftur á orð fjármálaráðherra. Vissulega má finna orðum hans stað þegar litið er til þess að tímabundið er hægt að lækka greiðslubyrði skuldar með því að færa hana inn í verðtryggingarhelgidóminn. En það er tímabundið ástand. Verra er að eftir því sem fleiri nýta sér skjólið þeim mun meiri er verðbólgan og hún þrálátari. Eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall peningalegra eigna er samsvarandi minna hlutfall eigna þátttakandi í náttúrulegri verðleiðréttingu sem þarf að eiga sér stað þegar verðbólguþrýstingur er til staðar. Af því að hlutfall óverðtryggðra eigna minnkar samsvarandi stækkandi hlutfalli verðtryggðra eigna verður verðfall óverðtryggðra eigna meira og lengri tíma tekur að ná jafnvægi aftur. Ef þetta er ekki nógu slæmt má jafnframt benda á að verðtrygging er ólögleg að Íslenskum lögum því þegar einstakar vörur eða vöruflokkar hækka í verði vegna atvika (raun hnykkja) óháðum breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar mokar verðtryggingin raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Verðtryggingin hirðir eignir ólöglega af skuldugum og skilar okkur samfélagi með meiri verðbólgu og þrálátari. Seðlabankinn sér þetta þótt hann skilji ekki samhengið… eða vilji ekki skilja það. Seðlabankinn hefur því tekið upp þá nýju stefnu í peningamálum þjóðarinnar, að hækka vexti fyrr, hækka þá meira og halda þeim háum lengur en gert er í nágrannalöndunum. Það er kalt í haustinu og skuldugum mætir að auki napur gustur þeirrar kaldhæðni að þegar fastvaxtatímabilinu lýkur er „skjólið“ af verðtryggingunni það eina sem í boði er. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands. Vandamál Íslendinga, þau sem tengjast sífelldum sveiflum og verðbólguböli eiga sterkar rætur til hóps fólks sem hefur hreiðrað um sig í æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands hvar það fær óáreitt að sinna hugðarefnum sínum við tilbeiðslu verðtryggingar. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á steypunni í kringum verðtrygginguna. Alla þessa öld hefur fast að 80% almennings óskað henni feigðar þegar hann hefur fengið tækifæri til að tjá sig í skoðanakönnunum. Almenningur valdi sér grundvöll stjórnarskrár árið 2012, sem hefði fært honum lýðræðistól til að kveða verðtrygginguna í kútinn, en valdablokkir hafa séð til þess að sjónarmið sértrúarsöfnuðarins ráða enn för Íslendinga. Hagfræðin sem kennd er við bestu skóla heimsins fjallar ekki um verðtryggingu því hún er ekki til í þróuðustu samfélögunum hvar bestu menntastofnanirnar í hagfræði eru. Sértrúarsöfnuðurinn hefur því frítt spil til að bulla, stunda trúarbrögð sín og þvinga þau upp á almúgann sem á ekki annars völ en að troða marvaðann til að halda lífi. Íslenskt samfélag hefur orðið samdauna sértrúnni um verðtryggingu. Það er sama hvar gripið er niður, hún ræður ríkjum. Lítum á dómstólana, stjórnvöld, Alþingi, Umboðsmann Alþingis, stjórnmálaflokka og fjármálastofnanir, þar er allt á sömu bókina lært, bókina um verðtryggingu, sem smíðuð var í æðstu menntastofnun Íslands. Lítum aftur á orð fjármálaráðherra. Vissulega má finna orðum hans stað þegar litið er til þess að tímabundið er hægt að lækka greiðslubyrði skuldar með því að færa hana inn í verðtryggingarhelgidóminn. En það er tímabundið ástand. Verra er að eftir því sem fleiri nýta sér skjólið þeim mun meiri er verðbólgan og hún þrálátari. Eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall peningalegra eigna er samsvarandi minna hlutfall eigna þátttakandi í náttúrulegri verðleiðréttingu sem þarf að eiga sér stað þegar verðbólguþrýstingur er til staðar. Af því að hlutfall óverðtryggðra eigna minnkar samsvarandi stækkandi hlutfalli verðtryggðra eigna verður verðfall óverðtryggðra eigna meira og lengri tíma tekur að ná jafnvægi aftur. Ef þetta er ekki nógu slæmt má jafnframt benda á að verðtrygging er ólögleg að Íslenskum lögum því þegar einstakar vörur eða vöruflokkar hækka í verði vegna atvika (raun hnykkja) óháðum breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar mokar verðtryggingin raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Verðtryggingin hirðir eignir ólöglega af skuldugum og skilar okkur samfélagi með meiri verðbólgu og þrálátari. Seðlabankinn sér þetta þótt hann skilji ekki samhengið… eða vilji ekki skilja það. Seðlabankinn hefur því tekið upp þá nýju stefnu í peningamálum þjóðarinnar, að hækka vexti fyrr, hækka þá meira og halda þeim háum lengur en gert er í nágrannalöndunum. Það er kalt í haustinu og skuldugum mætir að auki napur gustur þeirrar kaldhæðni að þegar fastvaxtatímabilinu lýkur er „skjólið“ af verðtryggingunni það eina sem í boði er. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun