Auðlindin okkar – andsvar Daði Már Kristófersson skrifar 19. september 2023 13:31 Atli Hermannsson ritar grein á visir.is (sjá hér) þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum. Augljóst er af umfjöllun Atla að hann hefur ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar sem ég fjallaði um. Ég ætla því að gefa áhugasömum lesendum tækifæri til þess. Erindið byggir á greininni Factors affecting greenhouse gas emissions in fisheries: evidence from Iceland's demersal fisheries, sem ég skrifaði ásamt kollegum mínum við Háskólann á Akureyri, þeim Hreiðari Valtýssyni og Stefáni Gunnlaugssyni og birtist í ICES Journal of Marine Science 2021. Í greininni er lagt mat á þróun kolefnisfótspors botnfiskveiða á Íslandi frá 1997 til 2018. Greinina má finna hér. Niðurstaða greinarinnar er að verulegur samdráttur hafi orðið í kolefnisspori allra útgerðarflokka, þó mestur í togveiðum. Rannsóknin beindist að því að kanna hvaða þættir, ef einhverjir, hefðu haft áhrif á þessa jákvæðu þróun. Eftirfarandi þættir voru kannaðir: stofnstæð, heildarveiði, verð afurða og aðfanga og tæknibreytingar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofnstærð hafi haft ráðandi áhrif, en að heildarveiði, fiskverð og olíuverð hafi einnig haft nokkur áhrif. Áhrif tæknibreytinga voru hins vegar ekki marktæk, sem kom okkur nokkuð á óvart. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er samsett úr nokkrum kerfum. Þekktast þeirra er kvótakerfið, sem í raun ákvarðar hve stóran hluta heildaraflamarks hver útgerð má veiða. Ákvörðun heildaraflamarks, og þar með þróun stofnstærðar, er ákvörðuð af veiðiráðgjöf sem í tilfelli flestra botnfisktegunda ræðst af aflareglu. Mikilvægust er aflaregla þorsks. Aflaregla þorsks var endurskoðuð 2006 og aftur 2009. Síðan þá hefur veiðistofn þorsk vaxið mikið. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstika að sterkir stofnar sem viðhaldið er með hóflegum veiðum skili umtalsverðum samdrætti í kolefnisfótspori fiskveiða. Ofveiði er útbreitt vandamál í heiminum, með neikvæðum áhrifum á fiskistofna og afkomu þeirra sem stunda sjávarútveg. Niðurstöður okkar benda til þess að vaxandi kolefnisfótspor veiða í heiminum sé nátengt þessari þróun. Íslendingar hafa, með skynsamlegri fiskveiðistjórnun, náð góðum árangri í að draga úr ofveiði, bæta arðsemi veiða og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Af því má draga lærdóm. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Atli Hermannsson ritar grein á visir.is (sjá hér) þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum. Augljóst er af umfjöllun Atla að hann hefur ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar sem ég fjallaði um. Ég ætla því að gefa áhugasömum lesendum tækifæri til þess. Erindið byggir á greininni Factors affecting greenhouse gas emissions in fisheries: evidence from Iceland's demersal fisheries, sem ég skrifaði ásamt kollegum mínum við Háskólann á Akureyri, þeim Hreiðari Valtýssyni og Stefáni Gunnlaugssyni og birtist í ICES Journal of Marine Science 2021. Í greininni er lagt mat á þróun kolefnisfótspors botnfiskveiða á Íslandi frá 1997 til 2018. Greinina má finna hér. Niðurstaða greinarinnar er að verulegur samdráttur hafi orðið í kolefnisspori allra útgerðarflokka, þó mestur í togveiðum. Rannsóknin beindist að því að kanna hvaða þættir, ef einhverjir, hefðu haft áhrif á þessa jákvæðu þróun. Eftirfarandi þættir voru kannaðir: stofnstæð, heildarveiði, verð afurða og aðfanga og tæknibreytingar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofnstærð hafi haft ráðandi áhrif, en að heildarveiði, fiskverð og olíuverð hafi einnig haft nokkur áhrif. Áhrif tæknibreytinga voru hins vegar ekki marktæk, sem kom okkur nokkuð á óvart. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er samsett úr nokkrum kerfum. Þekktast þeirra er kvótakerfið, sem í raun ákvarðar hve stóran hluta heildaraflamarks hver útgerð má veiða. Ákvörðun heildaraflamarks, og þar með þróun stofnstærðar, er ákvörðuð af veiðiráðgjöf sem í tilfelli flestra botnfisktegunda ræðst af aflareglu. Mikilvægust er aflaregla þorsks. Aflaregla þorsks var endurskoðuð 2006 og aftur 2009. Síðan þá hefur veiðistofn þorsk vaxið mikið. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstika að sterkir stofnar sem viðhaldið er með hóflegum veiðum skili umtalsverðum samdrætti í kolefnisfótspori fiskveiða. Ofveiði er útbreitt vandamál í heiminum, með neikvæðum áhrifum á fiskistofna og afkomu þeirra sem stunda sjávarútveg. Niðurstöður okkar benda til þess að vaxandi kolefnisfótspor veiða í heiminum sé nátengt þessari þróun. Íslendingar hafa, með skynsamlegri fiskveiðistjórnun, náð góðum árangri í að draga úr ofveiði, bæta arðsemi veiða og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Af því má draga lærdóm. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun