Táknmál í sveitarfélögin Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2023 17:01 Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Þessi vinna er að mörgu leyti unnin að öllu jöfnu yfir árið og oft samhliða gerð fjárhagsáætlana. Að mörgu er að huga og að mörgu er að sinna. Mörg málefni og verkefni vilja fá sitt brautargengi í sveitarfélaginu og nú fá íbúar sveitarfélagsins til dæmis að leggja sitt á vogarskálarnar og geta komið á framfæri sínum hugðarefnum, hugmyndum og athugasemdum sínum um verkefni sveitarfélagsins síns. Ég vil með þessari grein koma því á framfæri að íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum nr. 61/2011. Íslenskt táknmál hefur með þessum lögum sama vægi og íslensk tunga. Íslenskt táknmál mætti því alveg sjást jafn mikið og íslensk tunga kemur fram í starfi sveitarfélagsins. Í hverju sveitarfélagi búa alltaf táknmálsnotendur. Líklegast búa flestir táknmálsnotendur/táknmálsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert þessara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu notar íslenskt táknmál sem upplýsingamiðill í sama mæli og íslensk tunga eða hefur gefið táknmálinu mikið vægi og þar með orðið til fyrirmyndar fyrir aðra þegar kemur að táknmálinu. Ég leyfi mér að koma með nokkrar hugmyndir þar sem táknmál mætti koma að í sveitarfélögum og íbúar sem eru táknmálstalandi myndu geta notið táknmálsins - sjá það notað á sínum heimaslóðum gerir meira en hægt er að segja í einni setningu fyrir táknmálsfólkið og þeirra fólk allt í kring. Eins myndi það lyfta táknmálinu sjálfu upp og gera það þar með mikilvægt, atvinnuskapandi og aðgengisvænt. Ég er ekki leggja fram að lausnin sé bara að panta táknmálstúlk. Ég vil frekar fá að koma því að að táknmálsfólkið sjálft fengi verkefni og fengi greitt fyrir sína vinnu. að upplýsingar, fræðsluefni og annað sem er að finna á t.d. heimasíðu sveitarfélagsins séu líka á táknmáli að starfsfólk velferðarsviðs fái fræðslu um heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, táknmál frá táknmálsfólki að táknmálið sé sýnilegt í menningarviðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólk sé ráðið í störf í sveitarfélaginu að túlkur sé til staðar og auglýstur á viðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólki sé gefinn kostur á að vera með í verkefnum á vegum sveitarfélagsins að haft sé samráð við táknmálsfólk við gerð jafnréttisstefnu, mannréttindastefnu og aðgengisstefnu sveitarfélagsins að sveitarfélagið taki fullan þátt í kostnaði táknmálskennslu og fræðslu fyrir heyrandi aðstandendur táknmálsfólks og ráði til sín táknmálskennara/leiðbeinanda úr röðum táknmálsfólks Ávinningurinn af táknmáls verkefnum sveitarfélaga er ótvíræður. Það er mikilvægt að stuðningur við táknmálið sé sýnilegur fyrir táknmáls samfélagið sem býr í sveitarfélaginu og að sá stuðningur sé fjölbreyttur og atvinnuskapandi þ.e. á þann hátt að táknmálsfólk fær vinnu og störf við sitt móðurmál sem er íslenska táknmálið. Hér á Íslandi eru um 350 manns sem eiga íslenskt táknmál að sínu móðurmáli/fyrsta máli. Við erum ekkert fámenn og eigum ekki skilið að það sé sagt um táknmálsverkefni að það sé ekki þess virði vegna fámennis táknmálsfólksins og mikil kostnaðar við táknmálið. Það er úrelt viðhorf og hefur hamlandi/mannskemmandi áhrif á táknmálsfólk og þeirra nánustu. Lítum frekar á að íslenska táknmálið er styrkleiki fyrir fámenna þjóð. Við táknmálsfólk getum kennt ykkur svo margt og við viljum fá að koma því á framfæri. Táknmálið á skilið virðingu og að sú virðing sé í verki og verkefnum sveitarfélaganna sem táknmálsfólk á búsetu. Það er af nógu að taka þegar táknmálið er annars vegar en það snýst allt um að vilji, geta, þor og áræðni sveitarfélaganna sé til staðar. Táknmál í sveitarfélagið, takk :-) Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Þessi vinna er að mörgu leyti unnin að öllu jöfnu yfir árið og oft samhliða gerð fjárhagsáætlana. Að mörgu er að huga og að mörgu er að sinna. Mörg málefni og verkefni vilja fá sitt brautargengi í sveitarfélaginu og nú fá íbúar sveitarfélagsins til dæmis að leggja sitt á vogarskálarnar og geta komið á framfæri sínum hugðarefnum, hugmyndum og athugasemdum sínum um verkefni sveitarfélagsins síns. Ég vil með þessari grein koma því á framfæri að íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum nr. 61/2011. Íslenskt táknmál hefur með þessum lögum sama vægi og íslensk tunga. Íslenskt táknmál mætti því alveg sjást jafn mikið og íslensk tunga kemur fram í starfi sveitarfélagsins. Í hverju sveitarfélagi búa alltaf táknmálsnotendur. Líklegast búa flestir táknmálsnotendur/táknmálsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert þessara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu notar íslenskt táknmál sem upplýsingamiðill í sama mæli og íslensk tunga eða hefur gefið táknmálinu mikið vægi og þar með orðið til fyrirmyndar fyrir aðra þegar kemur að táknmálinu. Ég leyfi mér að koma með nokkrar hugmyndir þar sem táknmál mætti koma að í sveitarfélögum og íbúar sem eru táknmálstalandi myndu geta notið táknmálsins - sjá það notað á sínum heimaslóðum gerir meira en hægt er að segja í einni setningu fyrir táknmálsfólkið og þeirra fólk allt í kring. Eins myndi það lyfta táknmálinu sjálfu upp og gera það þar með mikilvægt, atvinnuskapandi og aðgengisvænt. Ég er ekki leggja fram að lausnin sé bara að panta táknmálstúlk. Ég vil frekar fá að koma því að að táknmálsfólkið sjálft fengi verkefni og fengi greitt fyrir sína vinnu. að upplýsingar, fræðsluefni og annað sem er að finna á t.d. heimasíðu sveitarfélagsins séu líka á táknmáli að starfsfólk velferðarsviðs fái fræðslu um heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, táknmál frá táknmálsfólki að táknmálið sé sýnilegt í menningarviðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólk sé ráðið í störf í sveitarfélaginu að túlkur sé til staðar og auglýstur á viðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólki sé gefinn kostur á að vera með í verkefnum á vegum sveitarfélagsins að haft sé samráð við táknmálsfólk við gerð jafnréttisstefnu, mannréttindastefnu og aðgengisstefnu sveitarfélagsins að sveitarfélagið taki fullan þátt í kostnaði táknmálskennslu og fræðslu fyrir heyrandi aðstandendur táknmálsfólks og ráði til sín táknmálskennara/leiðbeinanda úr röðum táknmálsfólks Ávinningurinn af táknmáls verkefnum sveitarfélaga er ótvíræður. Það er mikilvægt að stuðningur við táknmálið sé sýnilegur fyrir táknmáls samfélagið sem býr í sveitarfélaginu og að sá stuðningur sé fjölbreyttur og atvinnuskapandi þ.e. á þann hátt að táknmálsfólk fær vinnu og störf við sitt móðurmál sem er íslenska táknmálið. Hér á Íslandi eru um 350 manns sem eiga íslenskt táknmál að sínu móðurmáli/fyrsta máli. Við erum ekkert fámenn og eigum ekki skilið að það sé sagt um táknmálsverkefni að það sé ekki þess virði vegna fámennis táknmálsfólksins og mikil kostnaðar við táknmálið. Það er úrelt viðhorf og hefur hamlandi/mannskemmandi áhrif á táknmálsfólk og þeirra nánustu. Lítum frekar á að íslenska táknmálið er styrkleiki fyrir fámenna þjóð. Við táknmálsfólk getum kennt ykkur svo margt og við viljum fá að koma því á framfæri. Táknmálið á skilið virðingu og að sú virðing sé í verki og verkefnum sveitarfélaganna sem táknmálsfólk á búsetu. Það er af nógu að taka þegar táknmálið er annars vegar en það snýst allt um að vilji, geta, þor og áræðni sveitarfélaganna sé til staðar. Táknmál í sveitarfélagið, takk :-) Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun