Eru byssur meira fullorðins? Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. maí 2024 14:00 Almenn sátt hefur ríkt um að Íslendingar, sem herlaus þjóð, taki þátt í varnarsamstarfi með öðrum NATÓ-ríkjum á borgaralegum forsendum, þ.e.a.s. með mannúðaraðstoð og aðstoð við uppbyggingu nauðsynlegra innviða á stríðhrjáðum svæðum. Þannig höfum við sent stoðtæki og teppi til Úkraínu, tekið þar þátt í að byggja upp færanleg neyðarsjúkrahús og þannig má áfram telja. Hjá núverandi ríkisstjórn hefur átt sér stað stefnubreyting sem ekki ríkir sátt um. Við sinnum ekki lengur aðstoð á borgaralegum forsendum en kaupum í staðinn vopn til að nota í stríðsátökunum. Utanríkisráðherra kallar eftir því að við Íslendingar fulltorðnumst í varnarmálum og setur það ákall í samhengi við friðarboðskap og aðstoð á borgaralegum forsendum, sem ég skil sem svo að fullorðið fólk eigi ekki að standa í nú um stundir. Byssur til að drepa fólk sé meira fullorðins. Við þurfum að fullorðnast og horfast í augu við hvernig staðan er í heiminum, segir utanríkisráðherrann íslenski. Þetta er ótrúlegur málflutningur sem hlýtur að hljóma skelfilega í eyrum sumra stjórnarliða. Við vitum hitt, að friður er forsenda velferðar, frelsis og mannréttinda, og að allir menn þrá að lifa við frið og öryggi. Þegar Ísland gegndi formennsku í norrænu ráðherranefndinni bar formennskuáætlun Íslands yfirskriftina: Norðurlönd - afl til friðar. Þetta var í fyrra. Ráðherrarnir hafa greinilega fullorðnast síðan þá. Formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði í ár ber yfirskriftina: Friður og öryggi á Norðri. Norðurlönd eru þekkt fyrir að vera boðberar friðar, afvopnunar og friðsamlegra lausna. Og við þurfum að halda því áfram ekki síst þegar ástandið er í heiminum eins og það er og allar norrænu þjóðirnar að verða meðlimir í Nató. Ráðamenn eiga aldrei að gera lítið úr þeim sem tala fyrir friðsamlegum lausnum. Boðberar friðar þurfa að vera fleiri en ekki færri. Í þessu sambandi er líka rétt að rifja það upp að við eigum þjóðaröryggisstefnu sem samþykkt var einróma árið 2016 og endurskoðuð í þverpólitískri sátt í fyrra. Í inngangi hennar er lögð rík áhersla á frið og friðsamlegar lausnir. Þriðji töluliður stefnunnar kveður á um að ,,… aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands og meginvettvangur vestrænnar samvinnu sem Ísland tekur þátt í á borgaralegum forsendum til að efla eigið öryggi og annarra bandalagsríkja." Hvað merkir að við tökum þátt á borgaralegum forsendum? Felur það í sér að sjá þjóðum fyrir vopnum í stríði? Við þurfum að vera viss um þjóðaröryggisstefnan sé ekki bara orðin tóm og bera ákvarðanir sem varða þjóðaröryggi saman við það sem í henni stendur. Enginn hörgull er á verkefnum á sviði mannúðaraðstoðar og innviðauppbyggingar í Úkraínu sem mikilvægt er að styðja. Og enginn íslenskur ráðamaður má vera feiminn við að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar NATO Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Almenn sátt hefur ríkt um að Íslendingar, sem herlaus þjóð, taki þátt í varnarsamstarfi með öðrum NATÓ-ríkjum á borgaralegum forsendum, þ.e.a.s. með mannúðaraðstoð og aðstoð við uppbyggingu nauðsynlegra innviða á stríðhrjáðum svæðum. Þannig höfum við sent stoðtæki og teppi til Úkraínu, tekið þar þátt í að byggja upp færanleg neyðarsjúkrahús og þannig má áfram telja. Hjá núverandi ríkisstjórn hefur átt sér stað stefnubreyting sem ekki ríkir sátt um. Við sinnum ekki lengur aðstoð á borgaralegum forsendum en kaupum í staðinn vopn til að nota í stríðsátökunum. Utanríkisráðherra kallar eftir því að við Íslendingar fulltorðnumst í varnarmálum og setur það ákall í samhengi við friðarboðskap og aðstoð á borgaralegum forsendum, sem ég skil sem svo að fullorðið fólk eigi ekki að standa í nú um stundir. Byssur til að drepa fólk sé meira fullorðins. Við þurfum að fullorðnast og horfast í augu við hvernig staðan er í heiminum, segir utanríkisráðherrann íslenski. Þetta er ótrúlegur málflutningur sem hlýtur að hljóma skelfilega í eyrum sumra stjórnarliða. Við vitum hitt, að friður er forsenda velferðar, frelsis og mannréttinda, og að allir menn þrá að lifa við frið og öryggi. Þegar Ísland gegndi formennsku í norrænu ráðherranefndinni bar formennskuáætlun Íslands yfirskriftina: Norðurlönd - afl til friðar. Þetta var í fyrra. Ráðherrarnir hafa greinilega fullorðnast síðan þá. Formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði í ár ber yfirskriftina: Friður og öryggi á Norðri. Norðurlönd eru þekkt fyrir að vera boðberar friðar, afvopnunar og friðsamlegra lausna. Og við þurfum að halda því áfram ekki síst þegar ástandið er í heiminum eins og það er og allar norrænu þjóðirnar að verða meðlimir í Nató. Ráðamenn eiga aldrei að gera lítið úr þeim sem tala fyrir friðsamlegum lausnum. Boðberar friðar þurfa að vera fleiri en ekki færri. Í þessu sambandi er líka rétt að rifja það upp að við eigum þjóðaröryggisstefnu sem samþykkt var einróma árið 2016 og endurskoðuð í þverpólitískri sátt í fyrra. Í inngangi hennar er lögð rík áhersla á frið og friðsamlegar lausnir. Þriðji töluliður stefnunnar kveður á um að ,,… aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands og meginvettvangur vestrænnar samvinnu sem Ísland tekur þátt í á borgaralegum forsendum til að efla eigið öryggi og annarra bandalagsríkja." Hvað merkir að við tökum þátt á borgaralegum forsendum? Felur það í sér að sjá þjóðum fyrir vopnum í stríði? Við þurfum að vera viss um þjóðaröryggisstefnan sé ekki bara orðin tóm og bera ákvarðanir sem varða þjóðaröryggi saman við það sem í henni stendur. Enginn hörgull er á verkefnum á sviði mannúðaraðstoðar og innviðauppbyggingar í Úkraínu sem mikilvægt er að styðja. Og enginn íslenskur ráðamaður má vera feiminn við að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar