Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar 27. mars 2025 13:02 Kæra Hanna Katrín, í guðanna bænum ekki bæta við dögum í strandveiðikerfið. Stokkaðu kerfið heldur upp þannig að það skili meiri tekjum og betri umgengni um bæði auðlindina og umhverfið. Ef þetta snýst bara um að viðhalda og bæta í þennan skrípaleik og öllum er sama um afkomu og umhverfi þá er vissulega auðvelt að tryggja 48 daga til strandveiða með því að minnka leyfilegan afla per dag í t.d. 400 kg og t.d. að banna bátum að ferðast á meira en 8sm. hraða. Þetta hljómar eins og hver annar brandari en þá er málið leyst og vitleysan aukin enn frekar og búið að uppfylla stjórnarsáttmálann að þessu leyti. LS og Flokkur Fólksins geta þá barið sér á brjóst með að hafa náð þessu takmarki. En strandveiðikerfið óbreytt er líka og hefur alltaf verið brandari. Samt var viðbót við brandarann inná ,,200 Mílum Morgunblaðisins“ að það væru hugmyndir um að stytta tímann sem hver bátur hefði daglega fyrir hvern róður. Það er líka fyndið. En hver eru hugsanleg rök fyrir tilveru strandveiða: 1. Svokallaður Valdimarsdómur sem sagði aðgang að fiskimiðunum eiga að vera opinn að einhverju leyti. Þannig styður þetta opna kerfi við aflamarkskerfið í heild sinni sem er jákvætt. 2. Það verður til framboð af fiski yfir sumartímann sem annars væri lítið þegar margir stærri bátar hafa klárað sínar heimildir og geta ekki byrjað aftur fyrr en 1.sept. Fleiri eru rökin ekki. Áróðurinn og þau rök sem fram hafa verið færð, fyrir þessu fyrirkomulagi, eru í flestum tilfellum afar hæpin. „Umhverfisvænar“ geta veiðarnar ekki talist með þessari gríðarlegu olíueyðslu per. kg. af fiski. Það er líka hæpin fullyrðing að þetta geri eitthvað fyrir brothættar byggðir, nema flotinn verði þá skyldaður til að landa í slíkum byggðum og að útgerðaraðilar eigi þar lögheimili. Stendur það til? Byggðastofnun hefur, árlega, úthlutað sértækum byggðakvóta til þessara byggða. Og svo þessi frasi ,,líf í höfnum“, fyrir hverja er það? Það er löng löndunarbið í þeim höfnum sem taka við mestu af þessum flota. Hvað er til ráða? Þetta hefur oft verið messað við ótrúlega litlar undirtektir. En stundum er sagt að góð vísa sé aldrei of oft kveðin. Það sem sjálfkrafa mun skila bestum árangri fyrir útgerðina, ríkissjóð og umhverfið er, að deila strandveiðipottinum niður á þá báta sem sækja um. Þeir sem ekki treysta sér til að veiða fullan skammt sækja þá um lægra hlutfall því það yrði hófleg refsing við því að skila sínum skammti ekki á land. Við viljum að sjálfssögðu fá allt í hús. Með þessu fyrirkomulagi eru allar þær vitlausu reglur, sem nú eru við líði, óþarfar. Það sem kemur að landi verður mun verðmeiri fiskur og, eins og áður segir, mun lægri kostnaður þegar kapphlaupinu lýkur. Það verður ekki róið í verðlítinn fisk bara til að „ná degi og skammti“ í kapphlaupinu. Litlir bátar munu heldur ekki þurfa að róa í veðrum sem þeir ráða ekki við. Sumarið yrði allt eitt tímabil. Þannig hefur viðkomandi veiðimaður meiri möguleika á að fá besta fiskinn. Því eins og þegar hefur verið í umræðunni þá hafa veiðimenn í vissum landshlutum kvartað sáran yfir því að veiðar stöðvist áður en besti fiskurinn fer að veiðast á þeirra svæði. Þetta vandamál væri þá leyst. Aflinn mun því dreifast betur yfir sumarið sem þýðir enn hærra verð. Núna hefur það valdið lækkunum á verði þegar ræstir eru út 700 bátar til að fara allir sama daginn á sjó og veiða sömu tegund. Þessi leið er gallalaus. Yrði hún farin mun umsækjendum hugsanlega fjölga sem er að margra mati, t.d. LS, kostur og ,,afar gleðilegt“. En þá þyrfti meiri heimildir inní pottinn og ber þá vel í veiði að Flokkur Fólksins telur þetta kerfi ,,koma brothættum byggðum til aðstoðar“. Það eru, eins og áður segir, einmitt til aflaheimildir ætlaðar þeim sem hæglega mætti setja inní strandveiðipottinn. Þetta myndi létta álaginu af Byggðastofnun sem hefur haft útdeilingu, þessara gæða, með höndum. Það er fyndið að það skuli hafa verið ,,grænn“ flokkur sem fann upp vitleysuna. Núverandi fyrirkomulag bíður upp á taumlausa olíueyðslu. Með ofangreindum breytingum má minnka olíueyðslu um a.m.k. 60 % (sjá fyrri greinar um sama vandamál). Þetta strandveiðikerfi er því afar vandræðalegt. En samt er ekki útilokað að það geti versnað. Elsku besta, Hanna Katrín, ,,gakktu af villu þíns vegar“ áður en það er orðið of seint. Á þjóðin ekki skilið, af ykkur, að þið farið betur með gæðin? Höfundur er sjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Kæra Hanna Katrín, í guðanna bænum ekki bæta við dögum í strandveiðikerfið. Stokkaðu kerfið heldur upp þannig að það skili meiri tekjum og betri umgengni um bæði auðlindina og umhverfið. Ef þetta snýst bara um að viðhalda og bæta í þennan skrípaleik og öllum er sama um afkomu og umhverfi þá er vissulega auðvelt að tryggja 48 daga til strandveiða með því að minnka leyfilegan afla per dag í t.d. 400 kg og t.d. að banna bátum að ferðast á meira en 8sm. hraða. Þetta hljómar eins og hver annar brandari en þá er málið leyst og vitleysan aukin enn frekar og búið að uppfylla stjórnarsáttmálann að þessu leyti. LS og Flokkur Fólksins geta þá barið sér á brjóst með að hafa náð þessu takmarki. En strandveiðikerfið óbreytt er líka og hefur alltaf verið brandari. Samt var viðbót við brandarann inná ,,200 Mílum Morgunblaðisins“ að það væru hugmyndir um að stytta tímann sem hver bátur hefði daglega fyrir hvern róður. Það er líka fyndið. En hver eru hugsanleg rök fyrir tilveru strandveiða: 1. Svokallaður Valdimarsdómur sem sagði aðgang að fiskimiðunum eiga að vera opinn að einhverju leyti. Þannig styður þetta opna kerfi við aflamarkskerfið í heild sinni sem er jákvætt. 2. Það verður til framboð af fiski yfir sumartímann sem annars væri lítið þegar margir stærri bátar hafa klárað sínar heimildir og geta ekki byrjað aftur fyrr en 1.sept. Fleiri eru rökin ekki. Áróðurinn og þau rök sem fram hafa verið færð, fyrir þessu fyrirkomulagi, eru í flestum tilfellum afar hæpin. „Umhverfisvænar“ geta veiðarnar ekki talist með þessari gríðarlegu olíueyðslu per. kg. af fiski. Það er líka hæpin fullyrðing að þetta geri eitthvað fyrir brothættar byggðir, nema flotinn verði þá skyldaður til að landa í slíkum byggðum og að útgerðaraðilar eigi þar lögheimili. Stendur það til? Byggðastofnun hefur, árlega, úthlutað sértækum byggðakvóta til þessara byggða. Og svo þessi frasi ,,líf í höfnum“, fyrir hverja er það? Það er löng löndunarbið í þeim höfnum sem taka við mestu af þessum flota. Hvað er til ráða? Þetta hefur oft verið messað við ótrúlega litlar undirtektir. En stundum er sagt að góð vísa sé aldrei of oft kveðin. Það sem sjálfkrafa mun skila bestum árangri fyrir útgerðina, ríkissjóð og umhverfið er, að deila strandveiðipottinum niður á þá báta sem sækja um. Þeir sem ekki treysta sér til að veiða fullan skammt sækja þá um lægra hlutfall því það yrði hófleg refsing við því að skila sínum skammti ekki á land. Við viljum að sjálfssögðu fá allt í hús. Með þessu fyrirkomulagi eru allar þær vitlausu reglur, sem nú eru við líði, óþarfar. Það sem kemur að landi verður mun verðmeiri fiskur og, eins og áður segir, mun lægri kostnaður þegar kapphlaupinu lýkur. Það verður ekki róið í verðlítinn fisk bara til að „ná degi og skammti“ í kapphlaupinu. Litlir bátar munu heldur ekki þurfa að róa í veðrum sem þeir ráða ekki við. Sumarið yrði allt eitt tímabil. Þannig hefur viðkomandi veiðimaður meiri möguleika á að fá besta fiskinn. Því eins og þegar hefur verið í umræðunni þá hafa veiðimenn í vissum landshlutum kvartað sáran yfir því að veiðar stöðvist áður en besti fiskurinn fer að veiðast á þeirra svæði. Þetta vandamál væri þá leyst. Aflinn mun því dreifast betur yfir sumarið sem þýðir enn hærra verð. Núna hefur það valdið lækkunum á verði þegar ræstir eru út 700 bátar til að fara allir sama daginn á sjó og veiða sömu tegund. Þessi leið er gallalaus. Yrði hún farin mun umsækjendum hugsanlega fjölga sem er að margra mati, t.d. LS, kostur og ,,afar gleðilegt“. En þá þyrfti meiri heimildir inní pottinn og ber þá vel í veiði að Flokkur Fólksins telur þetta kerfi ,,koma brothættum byggðum til aðstoðar“. Það eru, eins og áður segir, einmitt til aflaheimildir ætlaðar þeim sem hæglega mætti setja inní strandveiðipottinn. Þetta myndi létta álaginu af Byggðastofnun sem hefur haft útdeilingu, þessara gæða, með höndum. Það er fyndið að það skuli hafa verið ,,grænn“ flokkur sem fann upp vitleysuna. Núverandi fyrirkomulag bíður upp á taumlausa olíueyðslu. Með ofangreindum breytingum má minnka olíueyðslu um a.m.k. 60 % (sjá fyrri greinar um sama vandamál). Þetta strandveiðikerfi er því afar vandræðalegt. En samt er ekki útilokað að það geti versnað. Elsku besta, Hanna Katrín, ,,gakktu af villu þíns vegar“ áður en það er orðið of seint. Á þjóðin ekki skilið, af ykkur, að þið farið betur með gæðin? Höfundur er sjómaður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun