Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 11:06 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heldur því fram að það sé uppi á borðinu að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar sem liggja til meginlands Evrópu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafa átt í viðræðum um vopnahlé í Úkraínu að undanförnu. Eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum í janúar hefur orðið þíða í samskiptum ríkjanna sem hafa verið stirð lengi. Bandaríski forsetinn og ýmsir embættismenn hans hafa þannig ítrekað tekið upp hanskann fyrir Rússa og tekið undir talpunkta Kremlar um innrásina. Nú segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að ríkin tvö ræði um framtíð Nord Stream-gasleiðslanna sem sáu Evrópu fyrir um fjörutíu prósentum af því jarðgasi sem hún notaði fyrir stríðið. „Það verður sennilega áhugavert að sjá hvort að Bandaríkjamennirnir noti áhrif sín í Evrópu og þvingi þá til þess að neita ekki rússnesku gasi,“ er haft eftir Lavrov í rússneskum ríkisfjölmiðli. Áhugi væri á því að hefja útflutning á gasi til Evrópu aftur. Blaðið Politico segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi nýlega falið nánum bandamanni sínum að hefja aftur gasútflutning með Nord Stream-leiðslunum með aðstoð bandarískra fjárfesta. „Geðveiki“ að ræða leiðslurnar án Evrópu Þýsk stjórnvöld hafa verið mótfallin því að taka aftur við rússnesku gasi í gegnum leiðslurnar. Politico segir nýjan tón kveða við í verðandi nýrri ríkisstjórn í Berlín. Fulltrúar Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, tali um að Þýskaland gæti aftur flutt inn rússneskt gas þegar friður kemst á í Úkraínu. Evrópusambandið og önnur Evrópuríki eru sögð full efasemda um að álfan verði aftur háð Rússum um orku líkt og fyrir stríðið. Evrópuríki hafa dregið úr innflutningi sínum á rússnesku gasi um tvo þriðju frá því að allsherjarinnrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Evrópusambandið stefnir á að fasa út rússneskt gas enn frekar. Einn evrópskur diplómati sem ræddi við blaðið lýsti því sem „geðveiki“ að ræða um að opna Nord Stream-leiðslurnar aftur án aðkomu Evrópubúa sjálfra. Dan Jørgensen, orkumálastjóri ESB, segir ekki á dagskrá að hefja aftur innflutning á rússnesku gasi. „Við viljum vera óháð orkuinnflutningi frá Rússlandi,“ segir hann Ýmis ljón í veginum Aðeins ein af fjórum Nord Stream-leiðslunum er starfhæf. Skemmdarverk voru unnin á Nord Stream 1 og 2 árið 2022. Rússar höfðu þegar slökkt á Nord Stream 1 og leiðsla númer tvö var aldrei tekin í notkun vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ef hefja ætti flutninga með leiðslunum aftur þyrfti að gera við þær fyrst. Það er sagt tæknilega og fjárhagslega fýsilegt að lappa upp á leiðslurnar. Önnur ljón gætu þó staðið í vegi, ekki síst opinber leyfi frá ríkjum eins og Þýskalandi og fleirum sem eru ekki endilega ginnkeypt fyrir því að kaupa rússneskt gas í gegnum bandarískan millilið. Þá stendur félagið að baki Nord Stream 2 á brauðfótum og gæti verið tekið til gerðardóms í Evrópu ef það greiðir ekki skuldir sínar. Endurreisn leiðslanna væri einnig háð því að Rússar væru til í að leyfa Bandaríkjamönnum að stjórn gasútfluningi þeirra til Evrópu en það hefði þar til fyrir skemmstu verið talið óhugsandi. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafa átt í viðræðum um vopnahlé í Úkraínu að undanförnu. Eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum í janúar hefur orðið þíða í samskiptum ríkjanna sem hafa verið stirð lengi. Bandaríski forsetinn og ýmsir embættismenn hans hafa þannig ítrekað tekið upp hanskann fyrir Rússa og tekið undir talpunkta Kremlar um innrásina. Nú segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að ríkin tvö ræði um framtíð Nord Stream-gasleiðslanna sem sáu Evrópu fyrir um fjörutíu prósentum af því jarðgasi sem hún notaði fyrir stríðið. „Það verður sennilega áhugavert að sjá hvort að Bandaríkjamennirnir noti áhrif sín í Evrópu og þvingi þá til þess að neita ekki rússnesku gasi,“ er haft eftir Lavrov í rússneskum ríkisfjölmiðli. Áhugi væri á því að hefja útflutning á gasi til Evrópu aftur. Blaðið Politico segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi nýlega falið nánum bandamanni sínum að hefja aftur gasútflutning með Nord Stream-leiðslunum með aðstoð bandarískra fjárfesta. „Geðveiki“ að ræða leiðslurnar án Evrópu Þýsk stjórnvöld hafa verið mótfallin því að taka aftur við rússnesku gasi í gegnum leiðslurnar. Politico segir nýjan tón kveða við í verðandi nýrri ríkisstjórn í Berlín. Fulltrúar Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, tali um að Þýskaland gæti aftur flutt inn rússneskt gas þegar friður kemst á í Úkraínu. Evrópusambandið og önnur Evrópuríki eru sögð full efasemda um að álfan verði aftur háð Rússum um orku líkt og fyrir stríðið. Evrópuríki hafa dregið úr innflutningi sínum á rússnesku gasi um tvo þriðju frá því að allsherjarinnrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Evrópusambandið stefnir á að fasa út rússneskt gas enn frekar. Einn evrópskur diplómati sem ræddi við blaðið lýsti því sem „geðveiki“ að ræða um að opna Nord Stream-leiðslurnar aftur án aðkomu Evrópubúa sjálfra. Dan Jørgensen, orkumálastjóri ESB, segir ekki á dagskrá að hefja aftur innflutning á rússnesku gasi. „Við viljum vera óháð orkuinnflutningi frá Rússlandi,“ segir hann Ýmis ljón í veginum Aðeins ein af fjórum Nord Stream-leiðslunum er starfhæf. Skemmdarverk voru unnin á Nord Stream 1 og 2 árið 2022. Rússar höfðu þegar slökkt á Nord Stream 1 og leiðsla númer tvö var aldrei tekin í notkun vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ef hefja ætti flutninga með leiðslunum aftur þyrfti að gera við þær fyrst. Það er sagt tæknilega og fjárhagslega fýsilegt að lappa upp á leiðslurnar. Önnur ljón gætu þó staðið í vegi, ekki síst opinber leyfi frá ríkjum eins og Þýskalandi og fleirum sem eru ekki endilega ginnkeypt fyrir því að kaupa rússneskt gas í gegnum bandarískan millilið. Þá stendur félagið að baki Nord Stream 2 á brauðfótum og gæti verið tekið til gerðardóms í Evrópu ef það greiðir ekki skuldir sínar. Endurreisn leiðslanna væri einnig háð því að Rússar væru til í að leyfa Bandaríkjamönnum að stjórn gasútfluningi þeirra til Evrópu en það hefði þar til fyrir skemmstu verið talið óhugsandi.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira